Segir Asssange fórnarlamb „sálfræðilegra pyntinga“ Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2019 09:07 Julian Assange mætir í dómsal í London. Getty/Jack Taylor Sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna um pyntingar fullyrðir að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hafi sætt „sálfræðilegum pyntingum“ með því sem hann kallar ófrægingarherferð fjölmiðla, dómara og stjórnmálamanna gegn honum. Ekvadorsk stjórnvöld sviptu Assange hæli í apríl en hann hafði þá hafst við í sendiráði landsins í London í um sjö ár. Breska lögreglan handtók Assange og var hann síðan dæmdur í fimmtíu vikna fangelsi fyrir að brjóta gegn skilmálum lausnar sem hann fékk gegn tryggingu árið 2012. Bandarísk yfirvöld krefjast framsals Assange en hann er ákærður fyrir birtingu á skjölum sem var stolið frá utanríkisþjónustu og hernaðaryfirvöldum þar. Rannsókn á nauðgunarásökunum gegn Assange hefur verið tekin upp aftur í Svíþjóð. Nils Melzer, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna um pyntingar, heimsótti Assange í öryggisfangelsi í London fyrr í þessum mánuði. Hann mótmælir því að Ástralinn verður framseldur til Bandaríkjanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Herra Assange hefur vísvitandi orðið fyrir stöðugt alvarlegi miskunnarlausri, ómannúðlegri eða niðurlægjandi meðferð eða refsingu í mörg ár. Samanlögðum áhrifum þess er aðeins hægt að lýsa sem sálfræðilegum pyntingum,“ segir Melzer. Assange var sagður hafa verið of veikur til að gefa skýrslu fyrir dómi í gegnum fjarfundarbúnað í gær. Læknar sem sérhæfa sig í að rannsaka möguleg fórnarlömb pyntinga fylgdu Melzer í fangelsið og könnuðu ástand Assange. „Það var augljóst að heilsa herra Assange hefur orðið fyrir alvarlegum áhrifum af gríðarlega fjandsamlegu og gerræðislegu umhverfi sem hann hefur orðið fyrir í mörg ár,“ segir Melzer. Þannig sýni Assange öll einkenni þess að hafa orðið fyrir sálfræðilegum pyntingum, þar á meðal óhófleg streita, viðvarandi kvíði og mikið sálfræðilegt áfall. Assange veik sér á sínum tíma undan því að vera framseldur til Svíþjóðar vegna nauðgunarmálsins. Hann hafði verið látinn laus gegn tryggingu á meðan framsalsmálið var tekið fyrir á Bretlandi en leitaði þá hælis í sendiráði Ekvadors í London. Melzer heldur því einnig fram að Assange sé fórnarlamb opinberrar ófrægingarherferðar og ógnana í Bandaríkjunum, Bretlandi, Svíþjóð og Ekvador. Fjölmiðlar, samfélagsmiðlar, dómarar og háttsettir stjórnmálamenn hafi tekið þátt í þeirri herferð. Bandaríkin Bretland Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34 Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. 23. maí 2019 21:14 Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna um pyntingar fullyrðir að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hafi sætt „sálfræðilegum pyntingum“ með því sem hann kallar ófrægingarherferð fjölmiðla, dómara og stjórnmálamanna gegn honum. Ekvadorsk stjórnvöld sviptu Assange hæli í apríl en hann hafði þá hafst við í sendiráði landsins í London í um sjö ár. Breska lögreglan handtók Assange og var hann síðan dæmdur í fimmtíu vikna fangelsi fyrir að brjóta gegn skilmálum lausnar sem hann fékk gegn tryggingu árið 2012. Bandarísk yfirvöld krefjast framsals Assange en hann er ákærður fyrir birtingu á skjölum sem var stolið frá utanríkisþjónustu og hernaðaryfirvöldum þar. Rannsókn á nauðgunarásökunum gegn Assange hefur verið tekin upp aftur í Svíþjóð. Nils Melzer, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna um pyntingar, heimsótti Assange í öryggisfangelsi í London fyrr í þessum mánuði. Hann mótmælir því að Ástralinn verður framseldur til Bandaríkjanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Herra Assange hefur vísvitandi orðið fyrir stöðugt alvarlegi miskunnarlausri, ómannúðlegri eða niðurlægjandi meðferð eða refsingu í mörg ár. Samanlögðum áhrifum þess er aðeins hægt að lýsa sem sálfræðilegum pyntingum,“ segir Melzer. Assange var sagður hafa verið of veikur til að gefa skýrslu fyrir dómi í gegnum fjarfundarbúnað í gær. Læknar sem sérhæfa sig í að rannsaka möguleg fórnarlömb pyntinga fylgdu Melzer í fangelsið og könnuðu ástand Assange. „Það var augljóst að heilsa herra Assange hefur orðið fyrir alvarlegum áhrifum af gríðarlega fjandsamlegu og gerræðislegu umhverfi sem hann hefur orðið fyrir í mörg ár,“ segir Melzer. Þannig sýni Assange öll einkenni þess að hafa orðið fyrir sálfræðilegum pyntingum, þar á meðal óhófleg streita, viðvarandi kvíði og mikið sálfræðilegt áfall. Assange veik sér á sínum tíma undan því að vera framseldur til Svíþjóðar vegna nauðgunarmálsins. Hann hafði verið látinn laus gegn tryggingu á meðan framsalsmálið var tekið fyrir á Bretlandi en leitaði þá hælis í sendiráði Ekvadors í London. Melzer heldur því einnig fram að Assange sé fórnarlamb opinberrar ófrægingarherferðar og ógnana í Bandaríkjunum, Bretlandi, Svíþjóð og Ekvador. Fjölmiðlar, samfélagsmiðlar, dómarar og háttsettir stjórnmálamenn hafi tekið þátt í þeirri herferð.
Bandaríkin Bretland Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34 Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. 23. maí 2019 21:14 Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34
Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. 23. maí 2019 21:14
Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00