Missti báða fætur í árekstri en vann kappakstur í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2019 15:00 Billy Monger með Lewis Hamilton. Getty/Dan Mullan Einn af athyglisverðustu sigurvegurum helgarinnar missti báða fæturna í árekstri fyrir aðeins tveimur árum síðan. Bretinn Billy Monger vann Pau Grand Prix kappaksturinnum helgina en hann keppir í Opnu Evrópuformúlunni sem er keppni ungra ökumanna og fer fram á Spáni. „Ég trú þessu varla. Ég hefði aldrei séð það fyrir fyrir tveimur árum að ég myndi vinna keppni sem þessa,“ sagði Billy Monger.Billy Monger has won the Pau Grand Prix It's his first victory since having both his legs amputated after he was involved in a crash. "Can't believe it, I didn't think two years on I'd be winning races."https://t.co/ARsLpd0a9upic.twitter.com/uKFIlzHNG2 — BBC Sport (@BBCSport) May 19, 2019Billy Monger keyrir fyrir Carlin-liðið og í sérútbúnum bíl. Hann er nú orðinn tvítugur en Monger slasaðist alvarlega í árekstri í formúlu fjögur í apríl 2017. Eftir áreksturinn þurfti að taka af honum báða fæturna. Það sáu kannski fáir leið fyrir hann til að fara að keppa aftur í kappakstri en Monger sýndi mikið hugrekki og lét ekki þetta stóra áfall stoppa sig. Monger og fjölskylda hans börðust síðan fyrir reglubreytingum vegna fatlaðra ökumanna og fengu þær í gegn. Hann fór síðan að keppa aftur í september 2018.He's already winning races just two years on. Billy Monger claimed his first victory since having both his legs amputated after a crash.https://t.co/ZiWOBByVL7pic.twitter.com/r9qmSGtK9C — BBC Sport (@BBCSport) May 20, 2019Monger náði sjötta sætinu í bresku formúlu þrjú á árinu 2018 og komst þá þrisvar á verðlaunapall. Um helgina gekk allt upp hjá honum og þá sérstaklega sú stóra ákvörðun að skipta yfir á regndekk. Við það datt hann niður í neðsta sæti en keyrði síðan fram úr öllum þegar fór að rigna seinna í keppninni. Monger nýtti sér líka það að forystubílarnir lenti í árekstri og hélt forystunni allt til enda þegar hann komst í fyrsta sætið. Formúla Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira
Einn af athyglisverðustu sigurvegurum helgarinnar missti báða fæturna í árekstri fyrir aðeins tveimur árum síðan. Bretinn Billy Monger vann Pau Grand Prix kappaksturinnum helgina en hann keppir í Opnu Evrópuformúlunni sem er keppni ungra ökumanna og fer fram á Spáni. „Ég trú þessu varla. Ég hefði aldrei séð það fyrir fyrir tveimur árum að ég myndi vinna keppni sem þessa,“ sagði Billy Monger.Billy Monger has won the Pau Grand Prix It's his first victory since having both his legs amputated after he was involved in a crash. "Can't believe it, I didn't think two years on I'd be winning races."https://t.co/ARsLpd0a9upic.twitter.com/uKFIlzHNG2 — BBC Sport (@BBCSport) May 19, 2019Billy Monger keyrir fyrir Carlin-liðið og í sérútbúnum bíl. Hann er nú orðinn tvítugur en Monger slasaðist alvarlega í árekstri í formúlu fjögur í apríl 2017. Eftir áreksturinn þurfti að taka af honum báða fæturna. Það sáu kannski fáir leið fyrir hann til að fara að keppa aftur í kappakstri en Monger sýndi mikið hugrekki og lét ekki þetta stóra áfall stoppa sig. Monger og fjölskylda hans börðust síðan fyrir reglubreytingum vegna fatlaðra ökumanna og fengu þær í gegn. Hann fór síðan að keppa aftur í september 2018.He's already winning races just two years on. Billy Monger claimed his first victory since having both his legs amputated after a crash.https://t.co/ZiWOBByVL7pic.twitter.com/r9qmSGtK9C — BBC Sport (@BBCSport) May 20, 2019Monger náði sjötta sætinu í bresku formúlu þrjú á árinu 2018 og komst þá þrisvar á verðlaunapall. Um helgina gekk allt upp hjá honum og þá sérstaklega sú stóra ákvörðun að skipta yfir á regndekk. Við það datt hann niður í neðsta sæti en keyrði síðan fram úr öllum þegar fór að rigna seinna í keppninni. Monger nýtti sér líka það að forystubílarnir lenti í árekstri og hélt forystunni allt til enda þegar hann komst í fyrsta sætið.
Formúla Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira