Útvarpsstjóri fullur aðdáunar en óttaðist að Hatari myndi missa stjórnina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2019 00:56 Liðsmenn Hatara í Keflavík í kvöld, frá vinstri: Matthías Tryggvi, Andrean, Sólbjört, Einar Hrafn, Andri Hrafn og Karen Briem. Klemens og Ástrós eru í fremri röð. Gísli Berg Íslenski Eurovision hópurinn með sveitina Hatara í broddi fylkingar lenti á Keflavíkurflugvelli um ellefuleytið í kvöld. Hópurinn vaknaði á Dan Panorama hótelinu í Tel Aviv á sjöunda tímanum í morgun að staðartíma en flogið var til London um klukkan 10. Reyndar fékk hópurinn ekki blíðustu móttökurnar við brottför á flugvellinum í Tel Aviv að eigin mati. Greindi Einar Hrafn Stefánsson trommari frá því að starfsmenn á flugvellinum hefðu hreykt sér af því að raða Matthíasi Trggva Haraldssyni, Klemensi Hannigan og Einari Hrafni í verstu sætin í vélinni.Mikill rússíbani Eftir um sjö klukkustunda bið á Heathrow flugvellinum í London var svo flogið til Íslands þar sem vélin lenti um ellefu leytið. Hópurinn er fjölmennur því auk sexmenninganna á sviðinu fylgir teyminu dagskrárgerðarfólk RÚV, hönnuðir og aðstoðarfólk, kvikmyndatökulið sem vinnur að heimildarmynd um sveitina auk hinna ýmsu maka. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri hélt stutta tölu við komuna í Leifsstöð. Þar sagði hann sveitina hafa spurt áleitinna spurninga, eins og ætti að gera. „Við vitum að þetta var mikill rússíbani. Þið voruð undir pressu úr öllum áttum. Við hérna heima fylgdumst með af aðdáun. Vorum óttaslegin að þið mynduð einhvern veginn missa stjórnina en þið hélduð henni,“ sagði Magnús Geir meðal annars við hljómsveitina sem fékk afhent blóm.Fáni Palestínu á lofti Athæfi Hatara að sýna fána Palestínu vakti mikla athygli í beinni sjónvarpsútsendingu á laugardaginn. Eftirmálar þess liggja ekki fyrir að svo stöddu. Felix Bergsson fararstjóri tjáði Vísi í gær að beðið væri þess að Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefðu samband. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Ísland-Palestínu félagsins, var meðal þeirra sem var mættur með fána Palestínu og knúsaði liðsmenn Hatara í bak og fyrir. Haft er eftir Klemens Hannigan og Matthíasi Tryggva söngvurum í frétt RÚV í kvöld að þeir væru ánægðir með árangurinn og að hafa komið boðskap sínum á framfæri. Klemens hafi þó haft orð á því að mesta dagskrárvaldið hefði náðst hefði sveitin landað fyrsta sætinu, sem var markmið hennar.Að neðan má sjá viðtal við þá Klemens og Matthías frá því í gærkvöldi á hóteli íslenska teymisins í Tel Aviv. Eurovision Fjölmiðlar Ísrael Palestína Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Íslenski Eurovision hópurinn með sveitina Hatara í broddi fylkingar lenti á Keflavíkurflugvelli um ellefuleytið í kvöld. Hópurinn vaknaði á Dan Panorama hótelinu í Tel Aviv á sjöunda tímanum í morgun að staðartíma en flogið var til London um klukkan 10. Reyndar fékk hópurinn ekki blíðustu móttökurnar við brottför á flugvellinum í Tel Aviv að eigin mati. Greindi Einar Hrafn Stefánsson trommari frá því að starfsmenn á flugvellinum hefðu hreykt sér af því að raða Matthíasi Trggva Haraldssyni, Klemensi Hannigan og Einari Hrafni í verstu sætin í vélinni.Mikill rússíbani Eftir um sjö klukkustunda bið á Heathrow flugvellinum í London var svo flogið til Íslands þar sem vélin lenti um ellefu leytið. Hópurinn er fjölmennur því auk sexmenninganna á sviðinu fylgir teyminu dagskrárgerðarfólk RÚV, hönnuðir og aðstoðarfólk, kvikmyndatökulið sem vinnur að heimildarmynd um sveitina auk hinna ýmsu maka. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri hélt stutta tölu við komuna í Leifsstöð. Þar sagði hann sveitina hafa spurt áleitinna spurninga, eins og ætti að gera. „Við vitum að þetta var mikill rússíbani. Þið voruð undir pressu úr öllum áttum. Við hérna heima fylgdumst með af aðdáun. Vorum óttaslegin að þið mynduð einhvern veginn missa stjórnina en þið hélduð henni,“ sagði Magnús Geir meðal annars við hljómsveitina sem fékk afhent blóm.Fáni Palestínu á lofti Athæfi Hatara að sýna fána Palestínu vakti mikla athygli í beinni sjónvarpsútsendingu á laugardaginn. Eftirmálar þess liggja ekki fyrir að svo stöddu. Felix Bergsson fararstjóri tjáði Vísi í gær að beðið væri þess að Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefðu samband. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Ísland-Palestínu félagsins, var meðal þeirra sem var mættur með fána Palestínu og knúsaði liðsmenn Hatara í bak og fyrir. Haft er eftir Klemens Hannigan og Matthíasi Tryggva söngvurum í frétt RÚV í kvöld að þeir væru ánægðir með árangurinn og að hafa komið boðskap sínum á framfæri. Klemens hafi þó haft orð á því að mesta dagskrárvaldið hefði náðst hefði sveitin landað fyrsta sætinu, sem var markmið hennar.Að neðan má sjá viðtal við þá Klemens og Matthías frá því í gærkvöldi á hóteli íslenska teymisins í Tel Aviv.
Eurovision Fjölmiðlar Ísrael Palestína Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira