ADHD með útgáfutónleika Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 21. maí 2019 07:00 Hljómsveitin hefur verið starfandi í áratug en hefur mest spilað erlendis síðustu ár. Mynd/Spessi Hjómsveitin ADHD er með tónleika á Akureyri og í Reyjavík í lok vikunnar. Þeir hafa mest spilað erlendis síðustu ár. Hljómsveitin varð til á djass- og blúshátíð fyrir tíu árum. Hljómsveitin ADHD er skipuð þeim Magnúsi Trygvasyni Eliassen, Tómasi Jónssyni og bræðrunum Óskari og Ómari Guðjónssonum. Hljómsveitin hefur spilað út um allan heim og er tónlistin sem þeir spila tilraunakennd. Þeir eru með tónleika í tilefni af útgáfu sjöundu plötu þeirra sem ber einfaldlega heitið ADHD 7. Tónleikarnir verða á Græna hattinum á Akureyri þann 23. maí og 24. maí í Kaldalóni í Hörpu. Fréttablaðið náði tali af Óskari Guðjónssyni, saxófónleikara sveitarinnar.Lengst farið til Tyrklands „Jú, jú, það stendur vel á mér. Ég er bara með kattarsandsskófluna í hendinni en legg hana þá bara frá mér,“ svarar Óskar hlæjandi. Hann segir að hljómsveitarmeðlimir séu spenntir fyrir því að halda tónleika hérlendis. Hér sé ekki eins stór markaður fyrir djassskotna tónlist án söngs, eins og í mörgum öðrum löndum Evrópu. „Við höfum lítið spilað á Íslandi síðustu ár. Kannski einu til tvisvar sinnum á ári, alveg skammarlega lítið. Það vildi bara svo til að það var þýsk bókunarskrifstofa sem hafði mikinn áhuga á okkur fyrir tæplega sjö árum. Því höfum við spilað mest erlendis síðan þá, í Þýskalandi og Norður-Evrópu.“ Óskar segir að svæðið sem þeir spili mest á sé þó að stækka. „Áhuginn er að aukast í Skandinavíu. Við förum til dæmis tvisvar til Noregs í þessum mánuði. Lengsta sem við höfum farið er líklega til Tyrklands.“Ekki hefðbundinn djass ADHD var stofnuð árið 2009 þegar meðlimir sveitarinnar spiluðu saman á djass- og blúshátíð á Höfn í Hornafirði. „Út frá þeim tónleikum varð hljómsveitin til. Það er samt ekki hægt að staðsetja endilega þá tónlistarstefnu sem við tilheyrum. Við erum svolítið úti um allt en erum þó mikið í að spinna þegar við spilum sem er auðvitað mjög tengt djassinum. Við spilum í hinum ýmsu stílum, þetta er ekki mikið þessi hefðbundni ,,svingandi“ djass,“ segir Óskar. Hann segir sjálfan sig eflaust verst til þess fallinn að skilgreina nákvæmlega stílinn. „Það verður einhver annar utanaðkomandi að taka það að sér.“Þýska skipulagið reynist vel Allir hafa meðlimirnir verið áberandi í íslensku músíksenunni og vafalaust hægt að kalla þá alla kanónur, hvort sem það er bara í djassinum eða á heildina litið. Óskar segir þeim þó hafa gengið þokkalega vel að púsla saman dagskrá meðlimanna. „Við erum allir mjög virkir músíkantar. Svo er auðvitað ákveðinn kostur að mest af því sem við spilum erlendis sé í gegnum þýsku bókunarskrifstofuna. Þjóðverjarnir eru svo skipulagðir, bókaðir tónleikar erlendis eru oft komnir á hreint rúmu ári áður. Það getur reynst mjög þægilegt.“ Hann segir Íslendingana vera að lagast með þetta og byrjaðir að bóka lengra fram í tímann. „En við erum allir með sveitina ofarlega á okkar dagskrárplönum líka.“Flæðið skiptir mestu Óskar segist engan veginn viss um hvaða efni, né af hvaða plötum, sveitin taki á tónleikunum. „Þegar kemur að okkur er engin leið að fullyrða um hvað verður á boðstólum. Við förum flestir upp á svið kannski með einhverja hugmynd um hvað við munum taka en það er aldrei fullmótað. Við erum svo mikið í spuna og spilum jafnóðum það sem liggur vel við.“ Hann segir flæðið hjá þeim skipta mestu. Hver meðlimur byrjar að spila lag sem hann vill taka og hinir fylgja með. „Einhver er kannski fljótastur að byrja á lagi, hinir svo bara fylgja. Svo er einhver annar fyrstur næst og svo koll af kolli. Þannig verður þetta að einhverjum hrærigraut, við stoppum helst aldrei á milli. Reynum að fljóta úr einu lagi í annað með spunaköflum á milli.“Engir tónleikar eins Óskar segir að því séu engir tónleikar sveitarinnar alveg eins. „Heildarútkoman breytist oft og við erum stöðugt að þróast og spila sömu lögin á öðruvísi máta. Við gefum okkur mikið frelsi til að spila bæði inn á áhorfendur og líka bara okkur sjálfa, hvað okkur langar að spila og hvernig hverju sinni.“ Hann segir salinn sjálfan hafa mikil áhrif. „Hljóðfærin sjálf geta hljómað svo ólíkt frá einum sal til annars. Ég er viss um að það hefur töluvert mikil áhrif á útkomuna og hvað við spilum. Samspilið getur þá líka breyst mikið eftir því hvar þú ert að spila,“ segir Óskar og bætir svo við að lokum: „Það er gefandi fyrir okkur sem tónlistarmenn að takast á við þetta, vinna saman og svo höfum við spilað saman fleiri en 100 tónleika. Svo þetta verður alltaf skemmtilegt og við vonumst bara til að sjá sem flesta á tónleikunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Hjómsveitin ADHD er með tónleika á Akureyri og í Reyjavík í lok vikunnar. Þeir hafa mest spilað erlendis síðustu ár. Hljómsveitin varð til á djass- og blúshátíð fyrir tíu árum. Hljómsveitin ADHD er skipuð þeim Magnúsi Trygvasyni Eliassen, Tómasi Jónssyni og bræðrunum Óskari og Ómari Guðjónssonum. Hljómsveitin hefur spilað út um allan heim og er tónlistin sem þeir spila tilraunakennd. Þeir eru með tónleika í tilefni af útgáfu sjöundu plötu þeirra sem ber einfaldlega heitið ADHD 7. Tónleikarnir verða á Græna hattinum á Akureyri þann 23. maí og 24. maí í Kaldalóni í Hörpu. Fréttablaðið náði tali af Óskari Guðjónssyni, saxófónleikara sveitarinnar.Lengst farið til Tyrklands „Jú, jú, það stendur vel á mér. Ég er bara með kattarsandsskófluna í hendinni en legg hana þá bara frá mér,“ svarar Óskar hlæjandi. Hann segir að hljómsveitarmeðlimir séu spenntir fyrir því að halda tónleika hérlendis. Hér sé ekki eins stór markaður fyrir djassskotna tónlist án söngs, eins og í mörgum öðrum löndum Evrópu. „Við höfum lítið spilað á Íslandi síðustu ár. Kannski einu til tvisvar sinnum á ári, alveg skammarlega lítið. Það vildi bara svo til að það var þýsk bókunarskrifstofa sem hafði mikinn áhuga á okkur fyrir tæplega sjö árum. Því höfum við spilað mest erlendis síðan þá, í Þýskalandi og Norður-Evrópu.“ Óskar segir að svæðið sem þeir spili mest á sé þó að stækka. „Áhuginn er að aukast í Skandinavíu. Við förum til dæmis tvisvar til Noregs í þessum mánuði. Lengsta sem við höfum farið er líklega til Tyrklands.“Ekki hefðbundinn djass ADHD var stofnuð árið 2009 þegar meðlimir sveitarinnar spiluðu saman á djass- og blúshátíð á Höfn í Hornafirði. „Út frá þeim tónleikum varð hljómsveitin til. Það er samt ekki hægt að staðsetja endilega þá tónlistarstefnu sem við tilheyrum. Við erum svolítið úti um allt en erum þó mikið í að spinna þegar við spilum sem er auðvitað mjög tengt djassinum. Við spilum í hinum ýmsu stílum, þetta er ekki mikið þessi hefðbundni ,,svingandi“ djass,“ segir Óskar. Hann segir sjálfan sig eflaust verst til þess fallinn að skilgreina nákvæmlega stílinn. „Það verður einhver annar utanaðkomandi að taka það að sér.“Þýska skipulagið reynist vel Allir hafa meðlimirnir verið áberandi í íslensku músíksenunni og vafalaust hægt að kalla þá alla kanónur, hvort sem það er bara í djassinum eða á heildina litið. Óskar segir þeim þó hafa gengið þokkalega vel að púsla saman dagskrá meðlimanna. „Við erum allir mjög virkir músíkantar. Svo er auðvitað ákveðinn kostur að mest af því sem við spilum erlendis sé í gegnum þýsku bókunarskrifstofuna. Þjóðverjarnir eru svo skipulagðir, bókaðir tónleikar erlendis eru oft komnir á hreint rúmu ári áður. Það getur reynst mjög þægilegt.“ Hann segir Íslendingana vera að lagast með þetta og byrjaðir að bóka lengra fram í tímann. „En við erum allir með sveitina ofarlega á okkar dagskrárplönum líka.“Flæðið skiptir mestu Óskar segist engan veginn viss um hvaða efni, né af hvaða plötum, sveitin taki á tónleikunum. „Þegar kemur að okkur er engin leið að fullyrða um hvað verður á boðstólum. Við förum flestir upp á svið kannski með einhverja hugmynd um hvað við munum taka en það er aldrei fullmótað. Við erum svo mikið í spuna og spilum jafnóðum það sem liggur vel við.“ Hann segir flæðið hjá þeim skipta mestu. Hver meðlimur byrjar að spila lag sem hann vill taka og hinir fylgja með. „Einhver er kannski fljótastur að byrja á lagi, hinir svo bara fylgja. Svo er einhver annar fyrstur næst og svo koll af kolli. Þannig verður þetta að einhverjum hrærigraut, við stoppum helst aldrei á milli. Reynum að fljóta úr einu lagi í annað með spunaköflum á milli.“Engir tónleikar eins Óskar segir að því séu engir tónleikar sveitarinnar alveg eins. „Heildarútkoman breytist oft og við erum stöðugt að þróast og spila sömu lögin á öðruvísi máta. Við gefum okkur mikið frelsi til að spila bæði inn á áhorfendur og líka bara okkur sjálfa, hvað okkur langar að spila og hvernig hverju sinni.“ Hann segir salinn sjálfan hafa mikil áhrif. „Hljóðfærin sjálf geta hljómað svo ólíkt frá einum sal til annars. Ég er viss um að það hefur töluvert mikil áhrif á útkomuna og hvað við spilum. Samspilið getur þá líka breyst mikið eftir því hvar þú ert að spila,“ segir Óskar og bætir svo við að lokum: „Það er gefandi fyrir okkur sem tónlistarmenn að takast á við þetta, vinna saman og svo höfum við spilað saman fleiri en 100 tónleika. Svo þetta verður alltaf skemmtilegt og við vonumst bara til að sjá sem flesta á tónleikunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira