Efast stórlega um að foreldrar átti sig á að frí bitni á námi Ari Brynjólfsson skrifar 21. maí 2019 08:30 Meðal gesta málþingsins í gær voru ráðherrar menntamála og barnamála. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Við erum að kalla eftir því að löggjafinn sem setur lög um skólaskyldu velti fyrir sér hvort það eigi að vera viðmið um hvað sé eðlilegt að veita mikið leyfi frá skyldunámi,“ segir Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands. Í nýrri könnun Velferðarvaktarinnar meðal skólastjórnenda, sem kynnt var á málþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær, kemur fram að mikill meirihluti vill opinber viðmið á frí. Í niðurstöðunum kemur fram að rúmlega þúsund börn, 2,2 prósent barna á grunnskólaaldri, glíma við skólaforðun, vilja ekki mæta í skólann. Þorsteinn segir töluna líklega vanáætlaða. Siv Friðleifsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar, segir að upphaflega hafi aðeins átt að skoða skólaforðun. „Þegar við vorum að undirbúa könnunina kom í ljós að skólastjórnendur voru mjög uppteknir af almennri skólasókn, að foreldrar væru í auknum mæli að taka börnin í frí, til dæmis í sólarlandaferðir, á skólatíma,“ segir Siv. Þorsteinn segir beiðnum foreldra hafa fjölgað talsvert síðustu ár. Erfitt er að segja hvers vegna, líklegast sé það vegna meiri velmegunar í þjóðfélaginu þar sem lítið hafi verið um frí á fyrstu árunum eftir hrun. „Kannski er það auðveldasta svarið. Það eru alls ekki öll börn sem eru á leið í frí,“ segir Þorsteinn. Þá leiðir könnunin í ljós að skólastjórnendur á Seltjarnarnesi, Kópavogi og Garðabæ eru hlynntir því að setja opinber viðmið á leyfi vegna fría, eða 90 prósent, samanborið við 20 prósent í Reykjanesbæ.Siv FriðleifsdóttirSkólastjórnendur hafa í dag takmarkað vald til að þess að neita foreldrum um leyfi. „Í bréfi ráðherra frá 2000 er kveðið á um að vald foreldranna gangi umfram lög um skólaskyldu. Við höfum áhyggjur af þessu, að foreldrar geti hvenær sem er tekið börnin sín úr skóla án þess að skólastjórnendur geti haft aðra hagsmuni barnsins að leiðarljósi,“ segir Þorsteinn. Siv segir tengsl á milli skólasóknar og skólaforðunar og kallar eftir vitundarvakningu meðal foreldra. „Skólastjórar margir hverjir tala um að börnin sem fara mikið í frí geti svo átt við skólaforðun að stríða í kjölfarið. Þau missa dampinn og tökin á því að fylgja jafnöldrunum.“ Er það mat tæplega helmings skólastjórnenda að fríin komi verulega niður á náminu. „Ég efast stórlega um að foreldrar geri sér grein fyrir þessu. Jafnvel geta margir talið að þessi frí komi til með að styrkja börnin og víkka sjóndeildarhringinn, en gera sér ekki grein fyrir því að þetta getur bitnað á náminu,“ segir Siv. Ekki var skoðað sérstaklega lengdin á fríum en Siv býst við að því lengri sem þau eru því meiri áhrif hafi þau. Mennt amálaráðher ra hef ur beðið stýrihóp stjórnarráðsins um málefni barna að skoða tillögur Velferðarvaktarinnar. „Þær snúa að því að koma með opinber viðmið um frí eða heimildir skólastjórnenda til að hafna leyfisóskum ásamt því að fyrirbyggja skólaforðun og tryggja börnum sem glíma við skólaforðun frekari aðstoð,“ segir Siv. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
„Við erum að kalla eftir því að löggjafinn sem setur lög um skólaskyldu velti fyrir sér hvort það eigi að vera viðmið um hvað sé eðlilegt að veita mikið leyfi frá skyldunámi,“ segir Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands. Í nýrri könnun Velferðarvaktarinnar meðal skólastjórnenda, sem kynnt var á málþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær, kemur fram að mikill meirihluti vill opinber viðmið á frí. Í niðurstöðunum kemur fram að rúmlega þúsund börn, 2,2 prósent barna á grunnskólaaldri, glíma við skólaforðun, vilja ekki mæta í skólann. Þorsteinn segir töluna líklega vanáætlaða. Siv Friðleifsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar, segir að upphaflega hafi aðeins átt að skoða skólaforðun. „Þegar við vorum að undirbúa könnunina kom í ljós að skólastjórnendur voru mjög uppteknir af almennri skólasókn, að foreldrar væru í auknum mæli að taka börnin í frí, til dæmis í sólarlandaferðir, á skólatíma,“ segir Siv. Þorsteinn segir beiðnum foreldra hafa fjölgað talsvert síðustu ár. Erfitt er að segja hvers vegna, líklegast sé það vegna meiri velmegunar í þjóðfélaginu þar sem lítið hafi verið um frí á fyrstu árunum eftir hrun. „Kannski er það auðveldasta svarið. Það eru alls ekki öll börn sem eru á leið í frí,“ segir Þorsteinn. Þá leiðir könnunin í ljós að skólastjórnendur á Seltjarnarnesi, Kópavogi og Garðabæ eru hlynntir því að setja opinber viðmið á leyfi vegna fría, eða 90 prósent, samanborið við 20 prósent í Reykjanesbæ.Siv FriðleifsdóttirSkólastjórnendur hafa í dag takmarkað vald til að þess að neita foreldrum um leyfi. „Í bréfi ráðherra frá 2000 er kveðið á um að vald foreldranna gangi umfram lög um skólaskyldu. Við höfum áhyggjur af þessu, að foreldrar geti hvenær sem er tekið börnin sín úr skóla án þess að skólastjórnendur geti haft aðra hagsmuni barnsins að leiðarljósi,“ segir Þorsteinn. Siv segir tengsl á milli skólasóknar og skólaforðunar og kallar eftir vitundarvakningu meðal foreldra. „Skólastjórar margir hverjir tala um að börnin sem fara mikið í frí geti svo átt við skólaforðun að stríða í kjölfarið. Þau missa dampinn og tökin á því að fylgja jafnöldrunum.“ Er það mat tæplega helmings skólastjórnenda að fríin komi verulega niður á náminu. „Ég efast stórlega um að foreldrar geri sér grein fyrir þessu. Jafnvel geta margir talið að þessi frí komi til með að styrkja börnin og víkka sjóndeildarhringinn, en gera sér ekki grein fyrir því að þetta getur bitnað á náminu,“ segir Siv. Ekki var skoðað sérstaklega lengdin á fríum en Siv býst við að því lengri sem þau eru því meiri áhrif hafi þau. Mennt amálaráðher ra hef ur beðið stýrihóp stjórnarráðsins um málefni barna að skoða tillögur Velferðarvaktarinnar. „Þær snúa að því að koma með opinber viðmið um frí eða heimildir skólastjórnenda til að hafna leyfisóskum ásamt því að fyrirbyggja skólaforðun og tryggja börnum sem glíma við skólaforðun frekari aðstoð,“ segir Siv.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira