Efast stórlega um að foreldrar átti sig á að frí bitni á námi Ari Brynjólfsson skrifar 21. maí 2019 08:30 Meðal gesta málþingsins í gær voru ráðherrar menntamála og barnamála. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Við erum að kalla eftir því að löggjafinn sem setur lög um skólaskyldu velti fyrir sér hvort það eigi að vera viðmið um hvað sé eðlilegt að veita mikið leyfi frá skyldunámi,“ segir Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands. Í nýrri könnun Velferðarvaktarinnar meðal skólastjórnenda, sem kynnt var á málþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær, kemur fram að mikill meirihluti vill opinber viðmið á frí. Í niðurstöðunum kemur fram að rúmlega þúsund börn, 2,2 prósent barna á grunnskólaaldri, glíma við skólaforðun, vilja ekki mæta í skólann. Þorsteinn segir töluna líklega vanáætlaða. Siv Friðleifsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar, segir að upphaflega hafi aðeins átt að skoða skólaforðun. „Þegar við vorum að undirbúa könnunina kom í ljós að skólastjórnendur voru mjög uppteknir af almennri skólasókn, að foreldrar væru í auknum mæli að taka börnin í frí, til dæmis í sólarlandaferðir, á skólatíma,“ segir Siv. Þorsteinn segir beiðnum foreldra hafa fjölgað talsvert síðustu ár. Erfitt er að segja hvers vegna, líklegast sé það vegna meiri velmegunar í þjóðfélaginu þar sem lítið hafi verið um frí á fyrstu árunum eftir hrun. „Kannski er það auðveldasta svarið. Það eru alls ekki öll börn sem eru á leið í frí,“ segir Þorsteinn. Þá leiðir könnunin í ljós að skólastjórnendur á Seltjarnarnesi, Kópavogi og Garðabæ eru hlynntir því að setja opinber viðmið á leyfi vegna fría, eða 90 prósent, samanborið við 20 prósent í Reykjanesbæ.Siv FriðleifsdóttirSkólastjórnendur hafa í dag takmarkað vald til að þess að neita foreldrum um leyfi. „Í bréfi ráðherra frá 2000 er kveðið á um að vald foreldranna gangi umfram lög um skólaskyldu. Við höfum áhyggjur af þessu, að foreldrar geti hvenær sem er tekið börnin sín úr skóla án þess að skólastjórnendur geti haft aðra hagsmuni barnsins að leiðarljósi,“ segir Þorsteinn. Siv segir tengsl á milli skólasóknar og skólaforðunar og kallar eftir vitundarvakningu meðal foreldra. „Skólastjórar margir hverjir tala um að börnin sem fara mikið í frí geti svo átt við skólaforðun að stríða í kjölfarið. Þau missa dampinn og tökin á því að fylgja jafnöldrunum.“ Er það mat tæplega helmings skólastjórnenda að fríin komi verulega niður á náminu. „Ég efast stórlega um að foreldrar geri sér grein fyrir þessu. Jafnvel geta margir talið að þessi frí komi til með að styrkja börnin og víkka sjóndeildarhringinn, en gera sér ekki grein fyrir því að þetta getur bitnað á náminu,“ segir Siv. Ekki var skoðað sérstaklega lengdin á fríum en Siv býst við að því lengri sem þau eru því meiri áhrif hafi þau. Mennt amálaráðher ra hef ur beðið stýrihóp stjórnarráðsins um málefni barna að skoða tillögur Velferðarvaktarinnar. „Þær snúa að því að koma með opinber viðmið um frí eða heimildir skólastjórnenda til að hafna leyfisóskum ásamt því að fyrirbyggja skólaforðun og tryggja börnum sem glíma við skólaforðun frekari aðstoð,“ segir Siv. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Sjá meira
„Við erum að kalla eftir því að löggjafinn sem setur lög um skólaskyldu velti fyrir sér hvort það eigi að vera viðmið um hvað sé eðlilegt að veita mikið leyfi frá skyldunámi,“ segir Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands. Í nýrri könnun Velferðarvaktarinnar meðal skólastjórnenda, sem kynnt var á málþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær, kemur fram að mikill meirihluti vill opinber viðmið á frí. Í niðurstöðunum kemur fram að rúmlega þúsund börn, 2,2 prósent barna á grunnskólaaldri, glíma við skólaforðun, vilja ekki mæta í skólann. Þorsteinn segir töluna líklega vanáætlaða. Siv Friðleifsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar, segir að upphaflega hafi aðeins átt að skoða skólaforðun. „Þegar við vorum að undirbúa könnunina kom í ljós að skólastjórnendur voru mjög uppteknir af almennri skólasókn, að foreldrar væru í auknum mæli að taka börnin í frí, til dæmis í sólarlandaferðir, á skólatíma,“ segir Siv. Þorsteinn segir beiðnum foreldra hafa fjölgað talsvert síðustu ár. Erfitt er að segja hvers vegna, líklegast sé það vegna meiri velmegunar í þjóðfélaginu þar sem lítið hafi verið um frí á fyrstu árunum eftir hrun. „Kannski er það auðveldasta svarið. Það eru alls ekki öll börn sem eru á leið í frí,“ segir Þorsteinn. Þá leiðir könnunin í ljós að skólastjórnendur á Seltjarnarnesi, Kópavogi og Garðabæ eru hlynntir því að setja opinber viðmið á leyfi vegna fría, eða 90 prósent, samanborið við 20 prósent í Reykjanesbæ.Siv FriðleifsdóttirSkólastjórnendur hafa í dag takmarkað vald til að þess að neita foreldrum um leyfi. „Í bréfi ráðherra frá 2000 er kveðið á um að vald foreldranna gangi umfram lög um skólaskyldu. Við höfum áhyggjur af þessu, að foreldrar geti hvenær sem er tekið börnin sín úr skóla án þess að skólastjórnendur geti haft aðra hagsmuni barnsins að leiðarljósi,“ segir Þorsteinn. Siv segir tengsl á milli skólasóknar og skólaforðunar og kallar eftir vitundarvakningu meðal foreldra. „Skólastjórar margir hverjir tala um að börnin sem fara mikið í frí geti svo átt við skólaforðun að stríða í kjölfarið. Þau missa dampinn og tökin á því að fylgja jafnöldrunum.“ Er það mat tæplega helmings skólastjórnenda að fríin komi verulega niður á náminu. „Ég efast stórlega um að foreldrar geri sér grein fyrir þessu. Jafnvel geta margir talið að þessi frí komi til með að styrkja börnin og víkka sjóndeildarhringinn, en gera sér ekki grein fyrir því að þetta getur bitnað á náminu,“ segir Siv. Ekki var skoðað sérstaklega lengdin á fríum en Siv býst við að því lengri sem þau eru því meiri áhrif hafi þau. Mennt amálaráðher ra hef ur beðið stýrihóp stjórnarráðsins um málefni barna að skoða tillögur Velferðarvaktarinnar. „Þær snúa að því að koma með opinber viðmið um frí eða heimildir skólastjórnenda til að hafna leyfisóskum ásamt því að fyrirbyggja skólaforðun og tryggja börnum sem glíma við skólaforðun frekari aðstoð,“ segir Siv.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Sjá meira