27 flugfélög fljúga um Keflavík í sumar en ný farþegaspá liggur ekki fyrir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. maí 2019 19:00 Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/Jói K. Isavia hefur ekki gefið út nýja farþegaspá fyrir næsta sumar eftir fall WOW AIR sem var ásamt Icelandair með um átta af hverjum tíu flugferðum til og frá landinu síðustu ár. 27 flugfélög fljúga um Keflavíkurflugvöll í sumar. Þar af hafa þrjú flugfélög tilkynnt um viðbótarferðir til fimm áfangastaða. Frá áramótum hafa 578 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll sem er 7,9% fækkun miðað við sama tímabil í fyrra. Í upphafi árs gaf Isavia út farþegaspá fyrir árið 2019 þar sem gert var ráð fyrir að WOW AIR myndi fljúga áfram. Þar var spáð lítillegri fækkun frá því í fyrra og að komu og brottfarafarþegum myndi fækka um tvö prósent. Isavia hefur ekki gefið út nýja farþegaspá eftir fall WOW AIR en flugfélagið var með allt að 30% af öllu flugi um Keflavíkurflugvöll. Þá kemur fram í svari frá Icelandair að enn ríki óvissa með hvenær kyrrsetningu Max Boeing vélanna verði aflétt. Flugfélagið tilkynnti í maí að það hefði leigt þrjár vélar í þeirra stað út september. Það má því leiða af því líkum að erfitt verði að gefa út nýja farþegaspá fyrr en niðurstaða í máli MAX Boeing vélanna liggur fyrir. Sumarið liggur hins vegar að mestu fyrir og í ár munu alls 27 flugfélög fljúga um Keflavíkurflugvöll eða einu færra en í fyrra. Af þeim hefur Transavia gefið út að það ætli að fjölga ferðum til Amsterdam og París. Wizz Air fjölgar ferðum til London og Varsjár og United Airlines hefur á ný áætlunarflug til New York í sumar. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia er jafnframt mögulegt að önnur flugfélög taki ákvörðun um að nýta stærri vélar en áður hafði verið ákveðið í einhverjar ferðir. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Isavia hefur ekki gefið út nýja farþegaspá fyrir næsta sumar eftir fall WOW AIR sem var ásamt Icelandair með um átta af hverjum tíu flugferðum til og frá landinu síðustu ár. 27 flugfélög fljúga um Keflavíkurflugvöll í sumar. Þar af hafa þrjú flugfélög tilkynnt um viðbótarferðir til fimm áfangastaða. Frá áramótum hafa 578 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll sem er 7,9% fækkun miðað við sama tímabil í fyrra. Í upphafi árs gaf Isavia út farþegaspá fyrir árið 2019 þar sem gert var ráð fyrir að WOW AIR myndi fljúga áfram. Þar var spáð lítillegri fækkun frá því í fyrra og að komu og brottfarafarþegum myndi fækka um tvö prósent. Isavia hefur ekki gefið út nýja farþegaspá eftir fall WOW AIR en flugfélagið var með allt að 30% af öllu flugi um Keflavíkurflugvöll. Þá kemur fram í svari frá Icelandair að enn ríki óvissa með hvenær kyrrsetningu Max Boeing vélanna verði aflétt. Flugfélagið tilkynnti í maí að það hefði leigt þrjár vélar í þeirra stað út september. Það má því leiða af því líkum að erfitt verði að gefa út nýja farþegaspá fyrr en niðurstaða í máli MAX Boeing vélanna liggur fyrir. Sumarið liggur hins vegar að mestu fyrir og í ár munu alls 27 flugfélög fljúga um Keflavíkurflugvöll eða einu færra en í fyrra. Af þeim hefur Transavia gefið út að það ætli að fjölga ferðum til Amsterdam og París. Wizz Air fjölgar ferðum til London og Varsjár og United Airlines hefur á ný áætlunarflug til New York í sumar. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia er jafnframt mögulegt að önnur flugfélög taki ákvörðun um að nýta stærri vélar en áður hafði verið ákveðið í einhverjar ferðir.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira