27 flugfélög fljúga um Keflavík í sumar en ný farþegaspá liggur ekki fyrir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. maí 2019 19:00 Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/Jói K. Isavia hefur ekki gefið út nýja farþegaspá fyrir næsta sumar eftir fall WOW AIR sem var ásamt Icelandair með um átta af hverjum tíu flugferðum til og frá landinu síðustu ár. 27 flugfélög fljúga um Keflavíkurflugvöll í sumar. Þar af hafa þrjú flugfélög tilkynnt um viðbótarferðir til fimm áfangastaða. Frá áramótum hafa 578 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll sem er 7,9% fækkun miðað við sama tímabil í fyrra. Í upphafi árs gaf Isavia út farþegaspá fyrir árið 2019 þar sem gert var ráð fyrir að WOW AIR myndi fljúga áfram. Þar var spáð lítillegri fækkun frá því í fyrra og að komu og brottfarafarþegum myndi fækka um tvö prósent. Isavia hefur ekki gefið út nýja farþegaspá eftir fall WOW AIR en flugfélagið var með allt að 30% af öllu flugi um Keflavíkurflugvöll. Þá kemur fram í svari frá Icelandair að enn ríki óvissa með hvenær kyrrsetningu Max Boeing vélanna verði aflétt. Flugfélagið tilkynnti í maí að það hefði leigt þrjár vélar í þeirra stað út september. Það má því leiða af því líkum að erfitt verði að gefa út nýja farþegaspá fyrr en niðurstaða í máli MAX Boeing vélanna liggur fyrir. Sumarið liggur hins vegar að mestu fyrir og í ár munu alls 27 flugfélög fljúga um Keflavíkurflugvöll eða einu færra en í fyrra. Af þeim hefur Transavia gefið út að það ætli að fjölga ferðum til Amsterdam og París. Wizz Air fjölgar ferðum til London og Varsjár og United Airlines hefur á ný áætlunarflug til New York í sumar. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia er jafnframt mögulegt að önnur flugfélög taki ákvörðun um að nýta stærri vélar en áður hafði verið ákveðið í einhverjar ferðir. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Isavia hefur ekki gefið út nýja farþegaspá fyrir næsta sumar eftir fall WOW AIR sem var ásamt Icelandair með um átta af hverjum tíu flugferðum til og frá landinu síðustu ár. 27 flugfélög fljúga um Keflavíkurflugvöll í sumar. Þar af hafa þrjú flugfélög tilkynnt um viðbótarferðir til fimm áfangastaða. Frá áramótum hafa 578 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll sem er 7,9% fækkun miðað við sama tímabil í fyrra. Í upphafi árs gaf Isavia út farþegaspá fyrir árið 2019 þar sem gert var ráð fyrir að WOW AIR myndi fljúga áfram. Þar var spáð lítillegri fækkun frá því í fyrra og að komu og brottfarafarþegum myndi fækka um tvö prósent. Isavia hefur ekki gefið út nýja farþegaspá eftir fall WOW AIR en flugfélagið var með allt að 30% af öllu flugi um Keflavíkurflugvöll. Þá kemur fram í svari frá Icelandair að enn ríki óvissa með hvenær kyrrsetningu Max Boeing vélanna verði aflétt. Flugfélagið tilkynnti í maí að það hefði leigt þrjár vélar í þeirra stað út september. Það má því leiða af því líkum að erfitt verði að gefa út nýja farþegaspá fyrr en niðurstaða í máli MAX Boeing vélanna liggur fyrir. Sumarið liggur hins vegar að mestu fyrir og í ár munu alls 27 flugfélög fljúga um Keflavíkurflugvöll eða einu færra en í fyrra. Af þeim hefur Transavia gefið út að það ætli að fjölga ferðum til Amsterdam og París. Wizz Air fjölgar ferðum til London og Varsjár og United Airlines hefur á ný áætlunarflug til New York í sumar. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia er jafnframt mögulegt að önnur flugfélög taki ákvörðun um að nýta stærri vélar en áður hafði verið ákveðið í einhverjar ferðir.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira