Gefur þingmönnum lokatækfæri til að afgreiða Brexit Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 21. maí 2019 23:03 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. gETTY/Kirsty Wigglesworth Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að þingmenn hafi lokatækifæri til að afgreiða Brexit eftir mánaðarmót. Samþykki þingið nýjan Brexit-sáttmála forsætisráðherrans gæti farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla um staðfestingu á honum. Þegar hefur útgöngusáttmálinn sem ríkisstjórn Bretlands hefur samið við Evrópusambandið verið felldur þrisvar sinnum í breska þinginu. Theresa May er þó staðráðin í að fá sáttmálann samþykktan og mun leggja hann fram í fjórða sinn í fyrstu vikunni í júní. Munurinn nú er að May hefur lagt upp með tíu punkta aðgerðaráætlun sem fylgir sáttmálanum. Hún segir að í áætluninni megi finna eitthvað sem flestir flokkar ættu að geta sætt sig við. „Þessi nýi Brexit-samningur inniheldur miklar frekari breytingar til að standa vörð um efnahags- og stjórnskipunarleg heilindi Bretlands og sigla Brexit í höfn. Hann er klæðskerasaumuð lausn sem svarar sértækum áhyggjum allra hluta samfélagsins á Norður-Írlandi.“ Meðal þess sem felst í tíu punkta áætlun forsætisráðherrann er að ríkisstjórnin verði lagalega bindandi til að finna viðunandi lausn á framtíðarsambandi við Norður-Írlands án þess að það innlimist á tollasvæði Evrópusambandsins. Þar má finna fyrirheit um vinnuréttarlöggjöf sem tryggir jöfn réttindi á við réttindi verkamanna innan ESB og svipað ákvæði um umhverfislöggjöf svo eitthvað sé nefnt. Þá segir hún að samþykki þingið sáttmálann muni hún opna á þann valmöguleika þingsins að skjóta sáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mörgum Íhaldsmönnum hugnast ekki önnur þjóðaratkvæðagreiðsla og hafa þegar lýst því yfir að þeir muni greiða atkvæði gegn nýja Brexitsáttmálanum. Þá hefur Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagt að nýji sáttmálinn sé lítið annað en endurvinnsla á fyrri sáttmálum sem þegar hafa verið felldir. Bretland Brexit Tengdar fréttir Sleit viðræðum við May um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, tilkynnti nú í morgun að viðræðum hans og Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga Íhaldsflokksins, um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu væri lokið. 17. maí 2019 11:53 Johnson mælist vinsælastur Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands og einn helsti baráttumaðurinn fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, mælist með mest fylgi í nýrri könnun YouGov um mögulega arftaka Theresu May sem leiðtogi flokksins. 18. maí 2019 09:00 Útgöngusamningur May enn fyrir breska þingið Frumvarp um að leiða útgöngusamninginn í bresk lög verður lagður fyrir breska þingið í byrjun júní. 14. maí 2019 21:51 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að þingmenn hafi lokatækifæri til að afgreiða Brexit eftir mánaðarmót. Samþykki þingið nýjan Brexit-sáttmála forsætisráðherrans gæti farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla um staðfestingu á honum. Þegar hefur útgöngusáttmálinn sem ríkisstjórn Bretlands hefur samið við Evrópusambandið verið felldur þrisvar sinnum í breska þinginu. Theresa May er þó staðráðin í að fá sáttmálann samþykktan og mun leggja hann fram í fjórða sinn í fyrstu vikunni í júní. Munurinn nú er að May hefur lagt upp með tíu punkta aðgerðaráætlun sem fylgir sáttmálanum. Hún segir að í áætluninni megi finna eitthvað sem flestir flokkar ættu að geta sætt sig við. „Þessi nýi Brexit-samningur inniheldur miklar frekari breytingar til að standa vörð um efnahags- og stjórnskipunarleg heilindi Bretlands og sigla Brexit í höfn. Hann er klæðskerasaumuð lausn sem svarar sértækum áhyggjum allra hluta samfélagsins á Norður-Írlandi.“ Meðal þess sem felst í tíu punkta áætlun forsætisráðherrann er að ríkisstjórnin verði lagalega bindandi til að finna viðunandi lausn á framtíðarsambandi við Norður-Írlands án þess að það innlimist á tollasvæði Evrópusambandsins. Þar má finna fyrirheit um vinnuréttarlöggjöf sem tryggir jöfn réttindi á við réttindi verkamanna innan ESB og svipað ákvæði um umhverfislöggjöf svo eitthvað sé nefnt. Þá segir hún að samþykki þingið sáttmálann muni hún opna á þann valmöguleika þingsins að skjóta sáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mörgum Íhaldsmönnum hugnast ekki önnur þjóðaratkvæðagreiðsla og hafa þegar lýst því yfir að þeir muni greiða atkvæði gegn nýja Brexitsáttmálanum. Þá hefur Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagt að nýji sáttmálinn sé lítið annað en endurvinnsla á fyrri sáttmálum sem þegar hafa verið felldir.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Sleit viðræðum við May um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, tilkynnti nú í morgun að viðræðum hans og Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga Íhaldsflokksins, um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu væri lokið. 17. maí 2019 11:53 Johnson mælist vinsælastur Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands og einn helsti baráttumaðurinn fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, mælist með mest fylgi í nýrri könnun YouGov um mögulega arftaka Theresu May sem leiðtogi flokksins. 18. maí 2019 09:00 Útgöngusamningur May enn fyrir breska þingið Frumvarp um að leiða útgöngusamninginn í bresk lög verður lagður fyrir breska þingið í byrjun júní. 14. maí 2019 21:51 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Sleit viðræðum við May um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, tilkynnti nú í morgun að viðræðum hans og Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga Íhaldsflokksins, um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu væri lokið. 17. maí 2019 11:53
Johnson mælist vinsælastur Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands og einn helsti baráttumaðurinn fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, mælist með mest fylgi í nýrri könnun YouGov um mögulega arftaka Theresu May sem leiðtogi flokksins. 18. maí 2019 09:00
Útgöngusamningur May enn fyrir breska þingið Frumvarp um að leiða útgöngusamninginn í bresk lög verður lagður fyrir breska þingið í byrjun júní. 14. maí 2019 21:51