Færri Wow-liðar atvinnulausir Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. maí 2019 06:00 Ein farþegaþota WOW air á Keflavíkurflugvell í mars síðastliðnum. Fréttablaðið/Ernir Milli mánaðanna apríl og maí hefur fækkað um sextíu í hópi þeirra fyrrverandi starfsmanna WOW air sem skráðir eru atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun. Að því er fram kemur í minnisblaði sem Vinnumálastofnun tók saman í síðustu viku að beiðni félagsmálaráðuneytisins voru það alls 780 starfsmenn WOW air sem sóttu um atvinnuleysisbætur eftir fall fyrirtækisins í lok mars. „Af þeim fengu 680 atvinnuleysisbætur greiddar fyrir aprílmánuð. Í dag eru 621 fyrrverandi starfsmaður WOW á atvinnuleysisskrá. Má áætla að mismunur þeirra sem sóttu um atvinnuleysisbætur og fengu greiddar atvinnuleysisbætur fyrir apríl liggi í þeim hópi sem fékk starf strax eða var í lánshæfu námi. Eftir stendur að 621 starfsmaður hefur enn ekki fundið starf,“ segir í minnisblaðinu. Gísli Davíð Karlsson, þjónustustjóri hjá Vinnumálastofnun, bendir á að skráning á atvinnuleysi meðal fyrrverandi starfsmanna WOW air gefi ekki fulla mynd af stöðunni eftir gjaldþrotið. „Það eru þarna kannski útlendingar sem fóru beint til síns heima og eru hugsanlega komnir með vinnu.“ Gísli segir starfsmenn Vinnumálastofnunar ekki hafa gert sér sérstaka mynd af því hvernig þróunin yrði hjá hópnum. „Það eru vísbendingar um að það sé að hægjast um í hagkerfinu en þarna eru margir einstaklingar sem standa sterkir að vígi varðandi vinnumarkaðinn – ég held að meginþorri þeirra sé með háskólamenntun. En svo er spurning með framboð af störfum við hæfi.“ Vignir Örn Guðnason, formaður Íslenska flugmannafélagsins – félags flugmanna hjá WOW – var staddur í útlöndum í gær og baðst af þeim sökum undan viðtali um stöðuna í bili. Ekki náðist í Berglindi Hafsteinsdóttur, formann Flugfreyjufélags Íslands. Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Milli mánaðanna apríl og maí hefur fækkað um sextíu í hópi þeirra fyrrverandi starfsmanna WOW air sem skráðir eru atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun. Að því er fram kemur í minnisblaði sem Vinnumálastofnun tók saman í síðustu viku að beiðni félagsmálaráðuneytisins voru það alls 780 starfsmenn WOW air sem sóttu um atvinnuleysisbætur eftir fall fyrirtækisins í lok mars. „Af þeim fengu 680 atvinnuleysisbætur greiddar fyrir aprílmánuð. Í dag eru 621 fyrrverandi starfsmaður WOW á atvinnuleysisskrá. Má áætla að mismunur þeirra sem sóttu um atvinnuleysisbætur og fengu greiddar atvinnuleysisbætur fyrir apríl liggi í þeim hópi sem fékk starf strax eða var í lánshæfu námi. Eftir stendur að 621 starfsmaður hefur enn ekki fundið starf,“ segir í minnisblaðinu. Gísli Davíð Karlsson, þjónustustjóri hjá Vinnumálastofnun, bendir á að skráning á atvinnuleysi meðal fyrrverandi starfsmanna WOW air gefi ekki fulla mynd af stöðunni eftir gjaldþrotið. „Það eru þarna kannski útlendingar sem fóru beint til síns heima og eru hugsanlega komnir með vinnu.“ Gísli segir starfsmenn Vinnumálastofnunar ekki hafa gert sér sérstaka mynd af því hvernig þróunin yrði hjá hópnum. „Það eru vísbendingar um að það sé að hægjast um í hagkerfinu en þarna eru margir einstaklingar sem standa sterkir að vígi varðandi vinnumarkaðinn – ég held að meginþorri þeirra sé með háskólamenntun. En svo er spurning með framboð af störfum við hæfi.“ Vignir Örn Guðnason, formaður Íslenska flugmannafélagsins – félags flugmanna hjá WOW – var staddur í útlöndum í gær og baðst af þeim sökum undan viðtali um stöðuna í bili. Ekki náðist í Berglindi Hafsteinsdóttur, formann Flugfreyjufélags Íslands.
Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira