Forréttindi að eiga afmæli Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. maí 2019 09:00 „Við Snörurnar eigum eftir að gera eina plötu. Hún mun koma. Allt hefur sinn tíma,“ segir Eva Ásrún. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Það eru forréttindin að fá að eiga afmæli. Maður á að fagna hverju einasta,“ segir Eva Ásrún Albertsdóttir, ljósmóðir og söngkona með meiru, sem er sextug í dag. Hún kveðst ekki með neitt planað í tilefni þess nema að fara með fjölskyldunni til útlanda í haust eða einhvern tíma, hana langi mest af öllu að eiga góðan tíma með henni. Það er talsverður hópur, því hún á fimm syni, tvær tengdadætur og sex barnabörn. „Þetta er ríkidæmi,“ segir hún glaðleg. Innt eftir viðfangsefnum hennar nú um stundir kveðst hún starfa sjálfstætt. „Ég er aðeins að vinna sem ljósmóðir, sinni heimaþjónustu eftir fæðingu. Svo er ég með námskeið, fyrirlestra og ráðgjöf gegnum eigið fyrirtæki. Eftir að hafa meðal annars unnið á spítalanum, í útvarpi og sjónvarpi, sem söngkona, kosningastjóri og síðar rekstrarstjóri Jarðbaðanna við Mývatn tók ég dálitla beygju. Það gerðist í kjölfar alvarlegra veikinda sonar míns sem stóðu í þrjú ár. Heilbrigðiskerfið brást honum gersamlega en hann fékk lækningu í Ameríku, fór þar í tvær stofnfrumumeðferðir. Sá sem læknaði hann heitir Darren Clair, og er sérfræðingur í lífsstílslækningum. Hann verður með fyrirlestur á Hótel Natura 8. júní og ég er að undirbúa komu hans þessa dagana.“ Spurð hvaða fræðum hún sjálf miðli á námskeiðum og fyrirlestrum svarar Eva Ásrún: „Þau nefnast umbreytingarþjálfun, ég lauk námi í þeim hjá miklum meistara sem heitir Jack Canfield. Núna er ég í námi hjá Deborah Sandella, sálfræðingi, prófessor og höfundi Rim samtalstækni sem losar mann við ákveðnar minningar og myndir svo maður geti notið lífsins.“ Eva Ásrún hefur fjórum sinnum keppt í Eurovision fyrir Íslands hönd sem bakraddasöngkona. Hún kveðst hætt að hafa söng að atvinnu en vera samt ekkert hætt að syngja. „Ég var nú á Raufarhöfn um helgina að syngja í sextugsafmæli hjá vini mínum sem var rótari í gömlu skólahljómsveitinni Hver? Við dustuðum rykið af bandinu og skelltum okkur norður. Það var rosa gaman. Svo eigum við Snörurnar eftir að gera eina plötu.“ Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Fleiri fréttir Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Sjá meira
„Það eru forréttindin að fá að eiga afmæli. Maður á að fagna hverju einasta,“ segir Eva Ásrún Albertsdóttir, ljósmóðir og söngkona með meiru, sem er sextug í dag. Hún kveðst ekki með neitt planað í tilefni þess nema að fara með fjölskyldunni til útlanda í haust eða einhvern tíma, hana langi mest af öllu að eiga góðan tíma með henni. Það er talsverður hópur, því hún á fimm syni, tvær tengdadætur og sex barnabörn. „Þetta er ríkidæmi,“ segir hún glaðleg. Innt eftir viðfangsefnum hennar nú um stundir kveðst hún starfa sjálfstætt. „Ég er aðeins að vinna sem ljósmóðir, sinni heimaþjónustu eftir fæðingu. Svo er ég með námskeið, fyrirlestra og ráðgjöf gegnum eigið fyrirtæki. Eftir að hafa meðal annars unnið á spítalanum, í útvarpi og sjónvarpi, sem söngkona, kosningastjóri og síðar rekstrarstjóri Jarðbaðanna við Mývatn tók ég dálitla beygju. Það gerðist í kjölfar alvarlegra veikinda sonar míns sem stóðu í þrjú ár. Heilbrigðiskerfið brást honum gersamlega en hann fékk lækningu í Ameríku, fór þar í tvær stofnfrumumeðferðir. Sá sem læknaði hann heitir Darren Clair, og er sérfræðingur í lífsstílslækningum. Hann verður með fyrirlestur á Hótel Natura 8. júní og ég er að undirbúa komu hans þessa dagana.“ Spurð hvaða fræðum hún sjálf miðli á námskeiðum og fyrirlestrum svarar Eva Ásrún: „Þau nefnast umbreytingarþjálfun, ég lauk námi í þeim hjá miklum meistara sem heitir Jack Canfield. Núna er ég í námi hjá Deborah Sandella, sálfræðingi, prófessor og höfundi Rim samtalstækni sem losar mann við ákveðnar minningar og myndir svo maður geti notið lífsins.“ Eva Ásrún hefur fjórum sinnum keppt í Eurovision fyrir Íslands hönd sem bakraddasöngkona. Hún kveðst hætt að hafa söng að atvinnu en vera samt ekkert hætt að syngja. „Ég var nú á Raufarhöfn um helgina að syngja í sextugsafmæli hjá vini mínum sem var rótari í gömlu skólahljómsveitinni Hver? Við dustuðum rykið af bandinu og skelltum okkur norður. Það var rosa gaman. Svo eigum við Snörurnar eftir að gera eina plötu.“
Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Fleiri fréttir Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Sjá meira