Forréttindi að eiga afmæli Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. maí 2019 09:00 „Við Snörurnar eigum eftir að gera eina plötu. Hún mun koma. Allt hefur sinn tíma,“ segir Eva Ásrún. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Það eru forréttindin að fá að eiga afmæli. Maður á að fagna hverju einasta,“ segir Eva Ásrún Albertsdóttir, ljósmóðir og söngkona með meiru, sem er sextug í dag. Hún kveðst ekki með neitt planað í tilefni þess nema að fara með fjölskyldunni til útlanda í haust eða einhvern tíma, hana langi mest af öllu að eiga góðan tíma með henni. Það er talsverður hópur, því hún á fimm syni, tvær tengdadætur og sex barnabörn. „Þetta er ríkidæmi,“ segir hún glaðleg. Innt eftir viðfangsefnum hennar nú um stundir kveðst hún starfa sjálfstætt. „Ég er aðeins að vinna sem ljósmóðir, sinni heimaþjónustu eftir fæðingu. Svo er ég með námskeið, fyrirlestra og ráðgjöf gegnum eigið fyrirtæki. Eftir að hafa meðal annars unnið á spítalanum, í útvarpi og sjónvarpi, sem söngkona, kosningastjóri og síðar rekstrarstjóri Jarðbaðanna við Mývatn tók ég dálitla beygju. Það gerðist í kjölfar alvarlegra veikinda sonar míns sem stóðu í þrjú ár. Heilbrigðiskerfið brást honum gersamlega en hann fékk lækningu í Ameríku, fór þar í tvær stofnfrumumeðferðir. Sá sem læknaði hann heitir Darren Clair, og er sérfræðingur í lífsstílslækningum. Hann verður með fyrirlestur á Hótel Natura 8. júní og ég er að undirbúa komu hans þessa dagana.“ Spurð hvaða fræðum hún sjálf miðli á námskeiðum og fyrirlestrum svarar Eva Ásrún: „Þau nefnast umbreytingarþjálfun, ég lauk námi í þeim hjá miklum meistara sem heitir Jack Canfield. Núna er ég í námi hjá Deborah Sandella, sálfræðingi, prófessor og höfundi Rim samtalstækni sem losar mann við ákveðnar minningar og myndir svo maður geti notið lífsins.“ Eva Ásrún hefur fjórum sinnum keppt í Eurovision fyrir Íslands hönd sem bakraddasöngkona. Hún kveðst hætt að hafa söng að atvinnu en vera samt ekkert hætt að syngja. „Ég var nú á Raufarhöfn um helgina að syngja í sextugsafmæli hjá vini mínum sem var rótari í gömlu skólahljómsveitinni Hver? Við dustuðum rykið af bandinu og skelltum okkur norður. Það var rosa gaman. Svo eigum við Snörurnar eftir að gera eina plötu.“ Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
„Það eru forréttindin að fá að eiga afmæli. Maður á að fagna hverju einasta,“ segir Eva Ásrún Albertsdóttir, ljósmóðir og söngkona með meiru, sem er sextug í dag. Hún kveðst ekki með neitt planað í tilefni þess nema að fara með fjölskyldunni til útlanda í haust eða einhvern tíma, hana langi mest af öllu að eiga góðan tíma með henni. Það er talsverður hópur, því hún á fimm syni, tvær tengdadætur og sex barnabörn. „Þetta er ríkidæmi,“ segir hún glaðleg. Innt eftir viðfangsefnum hennar nú um stundir kveðst hún starfa sjálfstætt. „Ég er aðeins að vinna sem ljósmóðir, sinni heimaþjónustu eftir fæðingu. Svo er ég með námskeið, fyrirlestra og ráðgjöf gegnum eigið fyrirtæki. Eftir að hafa meðal annars unnið á spítalanum, í útvarpi og sjónvarpi, sem söngkona, kosningastjóri og síðar rekstrarstjóri Jarðbaðanna við Mývatn tók ég dálitla beygju. Það gerðist í kjölfar alvarlegra veikinda sonar míns sem stóðu í þrjú ár. Heilbrigðiskerfið brást honum gersamlega en hann fékk lækningu í Ameríku, fór þar í tvær stofnfrumumeðferðir. Sá sem læknaði hann heitir Darren Clair, og er sérfræðingur í lífsstílslækningum. Hann verður með fyrirlestur á Hótel Natura 8. júní og ég er að undirbúa komu hans þessa dagana.“ Spurð hvaða fræðum hún sjálf miðli á námskeiðum og fyrirlestrum svarar Eva Ásrún: „Þau nefnast umbreytingarþjálfun, ég lauk námi í þeim hjá miklum meistara sem heitir Jack Canfield. Núna er ég í námi hjá Deborah Sandella, sálfræðingi, prófessor og höfundi Rim samtalstækni sem losar mann við ákveðnar minningar og myndir svo maður geti notið lífsins.“ Eva Ásrún hefur fjórum sinnum keppt í Eurovision fyrir Íslands hönd sem bakraddasöngkona. Hún kveðst hætt að hafa söng að atvinnu en vera samt ekkert hætt að syngja. „Ég var nú á Raufarhöfn um helgina að syngja í sextugsafmæli hjá vini mínum sem var rótari í gömlu skólahljómsveitinni Hver? Við dustuðum rykið af bandinu og skelltum okkur norður. Það var rosa gaman. Svo eigum við Snörurnar eftir að gera eina plötu.“
Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira