Segja öfga hægri hópa dreifa hatri til milljóna Evrópu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. maí 2019 08:00 Jordan Bardella, frambjóðandi frönsku Þjóðfylkingarinnar í Evrópuþingskosningunum, og Marine Le Pen, leiðtogi flokksins, sem er einn þekktasti hægri öfga flokkur í Evrópu. vísir/getty Aktívistasamtökin Avaaz segja öfga hægri hópa hafa dreift falsfréttum og hatursorðræðu til milljóna Evrópubúa á Facebook í aðdraganda Evrópuþingskosninganna sem hefjast næstkomandi fimmtudag. Facebook hefur lokað fyrir slíkar síður á samfélagsmiðlinum í aðdraganda kosninganna en að sögn Avaaz voru síðurnar með um sex milljónir fylgjenda. Þá er Facebook að skoða hundruð annarra síðna á miðlinum sem eru með allt að 26 milljónir fylgjenda. Í umfjöllun um málið á vef Guardian segir að Avaaz hafi tilkynnt meira en 500 hópa eða síður til Facebook sem settar hafa verið upp víðs vegar um Evrópu, meðal annars í Frakklandi, Ítalíu, Bretlandi, Spáni, Þýskalandi og Póllandi.Mun vinsælli en opinberar síður flokkanna Flestar síðurnar dreifa falsfréttum eða nota nafnlausa notendur til þess að dreifa því sem deilt hefur verið á síðunum en slíkt gengur gegn reglum Facebook að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. Síður sem þessar eru mun vinsælli og ná til stærri hóps en opinberar síður öfga hægri flokka og frambjóðenda þeirra en að sögn Avaaz hafa síðurnar sem teknar hafa verið niður verið skoðað 500 milljón sinnum. „Facebook-notendur hafa mikið verið að skoða þessar síður. Það skiptir ekki máli hvað þú ert með marga fylgjendur ef þú nærð ekki til neinna. Síðurnar hafa verið skoðaðar 500 milljón sinnum sem er hærri tala en kjósendur á kjörskrá í Evrópuþingskosningunum,“ segir Christoph Scott hjá Avaaz.Áróður fyrir hvítri þjóðernishyggju og afneitun á helförinni Á meðal þess sem hóparnir hafa dreift á Facebook í aðdraganda kosninganna er áróður á frönskum síðum fyrir hvítri þjóðernishyggju og afneitun á helförinni á þýskum síðum. Scott segir að Facebook hafi brugðist vel við þegar þeim var bent á síðurnar af Avaaz en segir að fyrirtækið þurfi að gera betur í því að uppræta síðurnar sjálft. „Þeir ættu að gera þetta sjálfir. Við erum um 30 sem erum að vinna í þessu en Facebook er með yfir 30 þúsund starfsmenn í öryggisteymi sínu,“ segir Scott. Evrópusambandið Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Aktívistasamtökin Avaaz segja öfga hægri hópa hafa dreift falsfréttum og hatursorðræðu til milljóna Evrópubúa á Facebook í aðdraganda Evrópuþingskosninganna sem hefjast næstkomandi fimmtudag. Facebook hefur lokað fyrir slíkar síður á samfélagsmiðlinum í aðdraganda kosninganna en að sögn Avaaz voru síðurnar með um sex milljónir fylgjenda. Þá er Facebook að skoða hundruð annarra síðna á miðlinum sem eru með allt að 26 milljónir fylgjenda. Í umfjöllun um málið á vef Guardian segir að Avaaz hafi tilkynnt meira en 500 hópa eða síður til Facebook sem settar hafa verið upp víðs vegar um Evrópu, meðal annars í Frakklandi, Ítalíu, Bretlandi, Spáni, Þýskalandi og Póllandi.Mun vinsælli en opinberar síður flokkanna Flestar síðurnar dreifa falsfréttum eða nota nafnlausa notendur til þess að dreifa því sem deilt hefur verið á síðunum en slíkt gengur gegn reglum Facebook að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. Síður sem þessar eru mun vinsælli og ná til stærri hóps en opinberar síður öfga hægri flokka og frambjóðenda þeirra en að sögn Avaaz hafa síðurnar sem teknar hafa verið niður verið skoðað 500 milljón sinnum. „Facebook-notendur hafa mikið verið að skoða þessar síður. Það skiptir ekki máli hvað þú ert með marga fylgjendur ef þú nærð ekki til neinna. Síðurnar hafa verið skoðaðar 500 milljón sinnum sem er hærri tala en kjósendur á kjörskrá í Evrópuþingskosningunum,“ segir Christoph Scott hjá Avaaz.Áróður fyrir hvítri þjóðernishyggju og afneitun á helförinni Á meðal þess sem hóparnir hafa dreift á Facebook í aðdraganda kosninganna er áróður á frönskum síðum fyrir hvítri þjóðernishyggju og afneitun á helförinni á þýskum síðum. Scott segir að Facebook hafi brugðist vel við þegar þeim var bent á síðurnar af Avaaz en segir að fyrirtækið þurfi að gera betur í því að uppræta síðurnar sjálft. „Þeir ættu að gera þetta sjálfir. Við erum um 30 sem erum að vinna í þessu en Facebook er með yfir 30 þúsund starfsmenn í öryggisteymi sínu,“ segir Scott.
Evrópusambandið Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira