Erlent

Út­lit fyrir stór­sigur Modi í ind­versku þing­kosningunum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Narendra Modi.
Narendra Modi. vísir/getty
BJP flokkurinn á Indlandi, flokkur forsætisráðherra landsins Narendra Modi, virðist hafa unnið stórsigur í indversku þingkosningunum sem fram fóru á dögunum.

Helsti keppinauturinn, gamli valdaflokkurinn Congress, virðist töluvert á eftir miðað við fyrstu tölur.

Kosningabaráttan snerist að miklu leyti um persónu Modi, sem nýtur gríðarlegra vinsælda hjá stórum hluta landsmanna en er afar illa séður hjá öðrum hópum og sakaður um að ala sundrungu í landinu.

Kosningarnar eru þær stærstu sem nokkru sinni hafa verið haldnar í heimssögunni, en 900 milljón manns voru á kjörskrá, rúmlega 2000 flokkar tóku þátt og um 8000 frambjóðendur börðust um sætin 543 í neðri deild indverska þingsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×