Kóalabirnir nú taldir vera svo gott sem útdauðir PK skrifar 24. maí 2019 06:00 Kóalabirnir eru af mörgum taldir einkennandi fyrir ástralskt dýralíf. Þessi kóalabjörn tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Í fréttatilkynningu Australian Koala Foundation (AKF) greinir frá því að stærð kóalabjarnastofnsins í Ástralíu sé orðin svo takmörkuð að stofnunin sjái nú fram á algjöra útrýmingu dýrategundarinnar. AKF hefur fylgst með 128 sýslum í Ástralíu síðan 2010 og segja það vera áfall að í 41 sýslu af þessum 128 sé nú enga kóalabirni að finna. „AKF telur að fjöldi kóalabjarna í Ástralíu sé ekki meiri en 80.000, sem er um eitt prósent af þeim átta milljón sem veiddir voru fyrir feld sinn og sendir til London á árunum 1890 til 1927,“ segir Deborah Tabart, framkvæmdastjóri AKF. Í bréfum til Scotts Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og leiðtoga stjórnarandstöðunnar segir AKF örlög kóalabjarnanna vera í þeirra höndum, en AKF hefur ekki fengið svar samkvæmt áðurnefndri fréttatilkynningu. Tabart er gagnrýnin á núgildandi löggjöf um kóalabirnina og segir viðurstyggilegasta hluta hennar vera þá staðreynd að fyrirtækjum á svæðinu sé gefið leyfi til þess að taka – sem Tabart segir vera fegrunarheiti á að drepa – kóalabirni úr trjám sem á að höggva. Tabart skorar á forsætisráðherra Ástralíu að samþykkja nýtt lagafrumvarp sem kallast Koala Protection Act, frumvarp sem mun vernda bæði birnina og skógana sem þeir lifa í. Frumvarpið er byggt á svipaðri löggjöf í Bandaríkjunum um verndun skallaarnarins. Ljóst er að án tafarlausra aðgerða sér AKF fram á yfirvofandi útrýmingu kóalabjarnanna. „Einkennisdýr áströlsku ferðaþjónustunnar er að deyja út og nei, dýragarðar eru ekki lausnin. Lausnin er að bjarga búsvæði þeirra.“ Ástralía Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Í fréttatilkynningu Australian Koala Foundation (AKF) greinir frá því að stærð kóalabjarnastofnsins í Ástralíu sé orðin svo takmörkuð að stofnunin sjái nú fram á algjöra útrýmingu dýrategundarinnar. AKF hefur fylgst með 128 sýslum í Ástralíu síðan 2010 og segja það vera áfall að í 41 sýslu af þessum 128 sé nú enga kóalabirni að finna. „AKF telur að fjöldi kóalabjarna í Ástralíu sé ekki meiri en 80.000, sem er um eitt prósent af þeim átta milljón sem veiddir voru fyrir feld sinn og sendir til London á árunum 1890 til 1927,“ segir Deborah Tabart, framkvæmdastjóri AKF. Í bréfum til Scotts Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og leiðtoga stjórnarandstöðunnar segir AKF örlög kóalabjarnanna vera í þeirra höndum, en AKF hefur ekki fengið svar samkvæmt áðurnefndri fréttatilkynningu. Tabart er gagnrýnin á núgildandi löggjöf um kóalabirnina og segir viðurstyggilegasta hluta hennar vera þá staðreynd að fyrirtækjum á svæðinu sé gefið leyfi til þess að taka – sem Tabart segir vera fegrunarheiti á að drepa – kóalabirni úr trjám sem á að höggva. Tabart skorar á forsætisráðherra Ástralíu að samþykkja nýtt lagafrumvarp sem kallast Koala Protection Act, frumvarp sem mun vernda bæði birnina og skógana sem þeir lifa í. Frumvarpið er byggt á svipaðri löggjöf í Bandaríkjunum um verndun skallaarnarins. Ljóst er að án tafarlausra aðgerða sér AKF fram á yfirvofandi útrýmingu kóalabjarnanna. „Einkennisdýr áströlsku ferðaþjónustunnar er að deyja út og nei, dýragarðar eru ekki lausnin. Lausnin er að bjarga búsvæði þeirra.“
Ástralía Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira