Fimm fyrrverandi prestar ákærðir fyrir kynferðisbrot í Michigan 24. maí 2019 16:23 Dana Nessel, dómsmálaráðherra Michigan. Vísir/Getty Saksóknarar í Michigan í Bandaríkjunum hafa ákært fimm fyrrverandi presta kaþólsku kirkjunnar fyrir kynferðisbrot. Ákærurnar eru til komnar vegna umfangsmiklar rannsóknar á meintum kynferðisbrotum presta í ríkinu en fjórir þeirra hafa verið handteknir víðs vegar um Bandaríkin. Sá fimmti er í Indlandi og hafa Bandaríkin farið fram á að hann verði framseldur. Dana Nessel, dómsmálaráðherra Michigan, segir suma prestanna hafa níðst á ungum börnum og viðkvæmu fullorðnu fólki. Þeir hafi falið brot sín í allra augsýn, með því að brjóta af sér við störf þeirra í kirkjum. „Í dag, byrjum við að draga þessa presta til ábyrgðar,“ sagði Nessel í tilkynningu samkvæmt CNN.Saksóknarar í Michigan hafa um nokkuð skeið verið að rannsaka grun um kynferðisbrot í sjö biskupsdæmum í ríkinu. Í október voru gerðar húsleitir á skrifstofum kirkjunnar og hald lagt á gífurlegt magn skjala. Frá byrjun ársins hafa rannsakendum borist um 400 ábendingar um mögulega kynferðisbrot presta. Biskupsdæmum hefur verið gert að binda enda á innri rannsóknir kirkjunnar á meðan rannsókn yfirvalda stendur yfir. Nessel segir að málin gegn flestum prestanna fimm eigi uppruna sinn í ábendingarsíma Dómsmálaráðuneytis Michigan en gögn sem fundust á skrifstofum biskupsdæma hafi stutt við frásagnir af brotum prestanna. Rannsóknin í Michigan er liður í umfangsmikilli alríkisrannsókn og tengist öðrum rannsóknum sem teygja anga sína víða um Bandaríkin. Rætur þeirra rannsókna má rekja til skýrslu frá Pennsylvaniu sem opinberuð var í fyrra þar sem því var haldið fram að rúmlega 300 prestar hefðu brotið gegn minnst þúsund börnum í sex biskupsdæmum frá 1947. Bandaríkin Indland Páfagarður Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira
Saksóknarar í Michigan í Bandaríkjunum hafa ákært fimm fyrrverandi presta kaþólsku kirkjunnar fyrir kynferðisbrot. Ákærurnar eru til komnar vegna umfangsmiklar rannsóknar á meintum kynferðisbrotum presta í ríkinu en fjórir þeirra hafa verið handteknir víðs vegar um Bandaríkin. Sá fimmti er í Indlandi og hafa Bandaríkin farið fram á að hann verði framseldur. Dana Nessel, dómsmálaráðherra Michigan, segir suma prestanna hafa níðst á ungum börnum og viðkvæmu fullorðnu fólki. Þeir hafi falið brot sín í allra augsýn, með því að brjóta af sér við störf þeirra í kirkjum. „Í dag, byrjum við að draga þessa presta til ábyrgðar,“ sagði Nessel í tilkynningu samkvæmt CNN.Saksóknarar í Michigan hafa um nokkuð skeið verið að rannsaka grun um kynferðisbrot í sjö biskupsdæmum í ríkinu. Í október voru gerðar húsleitir á skrifstofum kirkjunnar og hald lagt á gífurlegt magn skjala. Frá byrjun ársins hafa rannsakendum borist um 400 ábendingar um mögulega kynferðisbrot presta. Biskupsdæmum hefur verið gert að binda enda á innri rannsóknir kirkjunnar á meðan rannsókn yfirvalda stendur yfir. Nessel segir að málin gegn flestum prestanna fimm eigi uppruna sinn í ábendingarsíma Dómsmálaráðuneytis Michigan en gögn sem fundust á skrifstofum biskupsdæma hafi stutt við frásagnir af brotum prestanna. Rannsóknin í Michigan er liður í umfangsmikilli alríkisrannsókn og tengist öðrum rannsóknum sem teygja anga sína víða um Bandaríkin. Rætur þeirra rannsókna má rekja til skýrslu frá Pennsylvaniu sem opinberuð var í fyrra þar sem því var haldið fram að rúmlega 300 prestar hefðu brotið gegn minnst þúsund börnum í sex biskupsdæmum frá 1947.
Bandaríkin Indland Páfagarður Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira