Erlent

Sautján ungmenni fórust í eldsvoða

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Byggingin stóð í ljósum logum.
Byggingin stóð í ljósum logum. Vísir/EPA
Minnst sautján ungmenni fórust í eldsvoða í skólabyggingu í indversku borginni Surat í dag.

BBC greinir frá því að nemendur, sem allir voru á táningsaldri, hafi fleygt sér út um glugga á húsinu sem stóð í ljósum logum. Flestir hinna látnu voru nemendur sem voru staddir í byggingunni til að fá aðstoð við heimanám.

Ekki er enn vitað um eldsupptök en haft er eftir indverskum yfirvöldum að eldurinn hafi breiðst hratt út vegna eldfims efnis í þaki byggingarinnar.

Þá voru að minnsta kosti tuttugu fluttir alvarlega slasaðir til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, vottaði hinum látnu og fjölskyldum þeirra samúð sína á Twitter í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×