Trump fer fram hjá þinginu til að selja Sádum vopn Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2019 10:24 Ekkert þing, ekkert vandamál. Trump reiðir sig á neyðaryfirlýsingar til að koma stefnumálum sínum í framkvæmd. Vísir/EPA Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur samþykkt að selja vopn fyrir milljarða dollara til Sádi-Arabíu. Til að komast hjá því að þurfa samþykki Bandaríkjaþings beitti Donald Trump forseti fyrir sig lítt notuðum lagaákvæðum og lýsti því yfir að spenna á milli Bandaríkjanna og Írans væru í raun neyðarástand. Bandaríkjaþing hefur áður sett ofan í við Trump forseta varðandi stuðning Bandaríkjanna við stríðsrekstur Sáda í Jemen. Þar eru Sádar sakaðir um að hafa framið stríðsglæpi gegn óbreyttum borgurum. Því er líklegt að Trump hafi óttast að frumvarp um vopnasölu til Sáda mætti mótspyrnu í þinginu. Með því að lýsa yfir neyðarástandi þarf forsetinn ekki heimild þingsins til að selja Sádum vopna fyrir um átta milljarða dolla, jafnvirði um 991 milljarðs íslenskra króna. Stjórn hans ætlar einnig að selja vopn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Jórdaníu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, tilkynnti þinginu um vopnasöluna í gær. Í bréfi sagði hann „illviljaðar aðgerðir“ Írana krefðust „tafarlausrar sölu“ á vopnum. „Aðgerðirnar eru grundvallarógn við stöðugleika í Miðausturlöndum og við öryggi Bandaríkjanna heima fyrir og erlendis,“ sagði Pompeo þinginu. Vopnasalan til Sáda kemur tæpum átta mánuðum eftir að sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Bandaríska leyniþjónustu telur vísbendingar um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið. Trump og ríkisstjórn hans hafa ekkert aðhafst vegna morðsins á Khashoggi sem var búsettur í Bandaríkjunum. Trump hefur ítrekað beitt fyrir sig yfirlýsingum um neyðarástand til að koma stefnumálum sínum í framkvæmd einhliða. Hann hefur lagt verndartolla á innfluttar vörur á þeim grundvelli að þær ógni þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Þá lýsti hann yfir neyðarástandi á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó til að reyna að fá heimild til að veita fé til múrsins sem hann vill reisa þar án atbeina þingsins. Bandaríkin Donald Trump Íran Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Virtist hóta því að gjöreyðileggja Íran Bandaríkjaforseti sendi Írönum skilaboð í gegnum Twitter þar sem hann virðist hóta því að gjöreyðileggja ríkið, hætti það ekki að ögra Bandaríkjunum. 20. maí 2019 08:31 Segir Trump ekki gera betur en Alexander mikli og Gengis Kan Utanríkisráðherra Írans segir að þjóðarmorðsögranir Trump Bandaríkjaforseti muni ekki binda enda á Íran. 20. maí 2019 16:12 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur samþykkt að selja vopn fyrir milljarða dollara til Sádi-Arabíu. Til að komast hjá því að þurfa samþykki Bandaríkjaþings beitti Donald Trump forseti fyrir sig lítt notuðum lagaákvæðum og lýsti því yfir að spenna á milli Bandaríkjanna og Írans væru í raun neyðarástand. Bandaríkjaþing hefur áður sett ofan í við Trump forseta varðandi stuðning Bandaríkjanna við stríðsrekstur Sáda í Jemen. Þar eru Sádar sakaðir um að hafa framið stríðsglæpi gegn óbreyttum borgurum. Því er líklegt að Trump hafi óttast að frumvarp um vopnasölu til Sáda mætti mótspyrnu í þinginu. Með því að lýsa yfir neyðarástandi þarf forsetinn ekki heimild þingsins til að selja Sádum vopna fyrir um átta milljarða dolla, jafnvirði um 991 milljarðs íslenskra króna. Stjórn hans ætlar einnig að selja vopn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Jórdaníu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, tilkynnti þinginu um vopnasöluna í gær. Í bréfi sagði hann „illviljaðar aðgerðir“ Írana krefðust „tafarlausrar sölu“ á vopnum. „Aðgerðirnar eru grundvallarógn við stöðugleika í Miðausturlöndum og við öryggi Bandaríkjanna heima fyrir og erlendis,“ sagði Pompeo þinginu. Vopnasalan til Sáda kemur tæpum átta mánuðum eftir að sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Bandaríska leyniþjónustu telur vísbendingar um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið. Trump og ríkisstjórn hans hafa ekkert aðhafst vegna morðsins á Khashoggi sem var búsettur í Bandaríkjunum. Trump hefur ítrekað beitt fyrir sig yfirlýsingum um neyðarástand til að koma stefnumálum sínum í framkvæmd einhliða. Hann hefur lagt verndartolla á innfluttar vörur á þeim grundvelli að þær ógni þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Þá lýsti hann yfir neyðarástandi á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó til að reyna að fá heimild til að veita fé til múrsins sem hann vill reisa þar án atbeina þingsins.
Bandaríkin Donald Trump Íran Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Virtist hóta því að gjöreyðileggja Íran Bandaríkjaforseti sendi Írönum skilaboð í gegnum Twitter þar sem hann virðist hóta því að gjöreyðileggja ríkið, hætti það ekki að ögra Bandaríkjunum. 20. maí 2019 08:31 Segir Trump ekki gera betur en Alexander mikli og Gengis Kan Utanríkisráðherra Írans segir að þjóðarmorðsögranir Trump Bandaríkjaforseti muni ekki binda enda á Íran. 20. maí 2019 16:12 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Virtist hóta því að gjöreyðileggja Íran Bandaríkjaforseti sendi Írönum skilaboð í gegnum Twitter þar sem hann virðist hóta því að gjöreyðileggja ríkið, hætti það ekki að ögra Bandaríkjunum. 20. maí 2019 08:31
Segir Trump ekki gera betur en Alexander mikli og Gengis Kan Utanríkisráðherra Írans segir að þjóðarmorðsögranir Trump Bandaríkjaforseti muni ekki binda enda á Íran. 20. maí 2019 16:12
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent