Trump fer fram hjá þinginu til að selja Sádum vopn Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2019 10:24 Ekkert þing, ekkert vandamál. Trump reiðir sig á neyðaryfirlýsingar til að koma stefnumálum sínum í framkvæmd. Vísir/EPA Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur samþykkt að selja vopn fyrir milljarða dollara til Sádi-Arabíu. Til að komast hjá því að þurfa samþykki Bandaríkjaþings beitti Donald Trump forseti fyrir sig lítt notuðum lagaákvæðum og lýsti því yfir að spenna á milli Bandaríkjanna og Írans væru í raun neyðarástand. Bandaríkjaþing hefur áður sett ofan í við Trump forseta varðandi stuðning Bandaríkjanna við stríðsrekstur Sáda í Jemen. Þar eru Sádar sakaðir um að hafa framið stríðsglæpi gegn óbreyttum borgurum. Því er líklegt að Trump hafi óttast að frumvarp um vopnasölu til Sáda mætti mótspyrnu í þinginu. Með því að lýsa yfir neyðarástandi þarf forsetinn ekki heimild þingsins til að selja Sádum vopna fyrir um átta milljarða dolla, jafnvirði um 991 milljarðs íslenskra króna. Stjórn hans ætlar einnig að selja vopn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Jórdaníu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, tilkynnti þinginu um vopnasöluna í gær. Í bréfi sagði hann „illviljaðar aðgerðir“ Írana krefðust „tafarlausrar sölu“ á vopnum. „Aðgerðirnar eru grundvallarógn við stöðugleika í Miðausturlöndum og við öryggi Bandaríkjanna heima fyrir og erlendis,“ sagði Pompeo þinginu. Vopnasalan til Sáda kemur tæpum átta mánuðum eftir að sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Bandaríska leyniþjónustu telur vísbendingar um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið. Trump og ríkisstjórn hans hafa ekkert aðhafst vegna morðsins á Khashoggi sem var búsettur í Bandaríkjunum. Trump hefur ítrekað beitt fyrir sig yfirlýsingum um neyðarástand til að koma stefnumálum sínum í framkvæmd einhliða. Hann hefur lagt verndartolla á innfluttar vörur á þeim grundvelli að þær ógni þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Þá lýsti hann yfir neyðarástandi á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó til að reyna að fá heimild til að veita fé til múrsins sem hann vill reisa þar án atbeina þingsins. Bandaríkin Donald Trump Íran Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Virtist hóta því að gjöreyðileggja Íran Bandaríkjaforseti sendi Írönum skilaboð í gegnum Twitter þar sem hann virðist hóta því að gjöreyðileggja ríkið, hætti það ekki að ögra Bandaríkjunum. 20. maí 2019 08:31 Segir Trump ekki gera betur en Alexander mikli og Gengis Kan Utanríkisráðherra Írans segir að þjóðarmorðsögranir Trump Bandaríkjaforseti muni ekki binda enda á Íran. 20. maí 2019 16:12 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur samþykkt að selja vopn fyrir milljarða dollara til Sádi-Arabíu. Til að komast hjá því að þurfa samþykki Bandaríkjaþings beitti Donald Trump forseti fyrir sig lítt notuðum lagaákvæðum og lýsti því yfir að spenna á milli Bandaríkjanna og Írans væru í raun neyðarástand. Bandaríkjaþing hefur áður sett ofan í við Trump forseta varðandi stuðning Bandaríkjanna við stríðsrekstur Sáda í Jemen. Þar eru Sádar sakaðir um að hafa framið stríðsglæpi gegn óbreyttum borgurum. Því er líklegt að Trump hafi óttast að frumvarp um vopnasölu til Sáda mætti mótspyrnu í þinginu. Með því að lýsa yfir neyðarástandi þarf forsetinn ekki heimild þingsins til að selja Sádum vopna fyrir um átta milljarða dolla, jafnvirði um 991 milljarðs íslenskra króna. Stjórn hans ætlar einnig að selja vopn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Jórdaníu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, tilkynnti þinginu um vopnasöluna í gær. Í bréfi sagði hann „illviljaðar aðgerðir“ Írana krefðust „tafarlausrar sölu“ á vopnum. „Aðgerðirnar eru grundvallarógn við stöðugleika í Miðausturlöndum og við öryggi Bandaríkjanna heima fyrir og erlendis,“ sagði Pompeo þinginu. Vopnasalan til Sáda kemur tæpum átta mánuðum eftir að sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Bandaríska leyniþjónustu telur vísbendingar um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið. Trump og ríkisstjórn hans hafa ekkert aðhafst vegna morðsins á Khashoggi sem var búsettur í Bandaríkjunum. Trump hefur ítrekað beitt fyrir sig yfirlýsingum um neyðarástand til að koma stefnumálum sínum í framkvæmd einhliða. Hann hefur lagt verndartolla á innfluttar vörur á þeim grundvelli að þær ógni þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Þá lýsti hann yfir neyðarástandi á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó til að reyna að fá heimild til að veita fé til múrsins sem hann vill reisa þar án atbeina þingsins.
Bandaríkin Donald Trump Íran Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Virtist hóta því að gjöreyðileggja Íran Bandaríkjaforseti sendi Írönum skilaboð í gegnum Twitter þar sem hann virðist hóta því að gjöreyðileggja ríkið, hætti það ekki að ögra Bandaríkjunum. 20. maí 2019 08:31 Segir Trump ekki gera betur en Alexander mikli og Gengis Kan Utanríkisráðherra Írans segir að þjóðarmorðsögranir Trump Bandaríkjaforseti muni ekki binda enda á Íran. 20. maí 2019 16:12 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Virtist hóta því að gjöreyðileggja Íran Bandaríkjaforseti sendi Írönum skilaboð í gegnum Twitter þar sem hann virðist hóta því að gjöreyðileggja ríkið, hætti það ekki að ögra Bandaríkjunum. 20. maí 2019 08:31
Segir Trump ekki gera betur en Alexander mikli og Gengis Kan Utanríkisráðherra Írans segir að þjóðarmorðsögranir Trump Bandaríkjaforseti muni ekki binda enda á Íran. 20. maí 2019 16:12