Segir liðsflutninga Bandaríkjanna ógna friði í heiminum Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2019 12:23 Zarif, utanríkisráðherra Írans. Vísir/EPA Utanríkisráðherra Írans segir að ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að senda fleiri hermenn til Miðausturlanda til að bregðast við meintri ógn af Íran sé „gríðarlega hættulegt“ fyrir frið í heiminum. Spenna á milli stjórnvalda í Washington og Teheran hefur farið vaxandi undanfarnar vikur. Um 1.500 manna liðsauki verður sendur til Miðausturlanda og segja bandarísk stjórnvöld að það verði gert til að treysta varnir gegn Írönum. Þau sakar íranska byltingarvörðinn um að hafa staðið að baki árásum á olíuflutningaskip fyrr í þessum mánuði. „Aukinn mannafli Bandaríkjanna í okkar heimshluta er gríðarlega hættulegur og ógnar alþjóðlegum friði og öryggi og taka ætti á þessu,“ segir Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans. Zarif sakar Bandaríkjastjórn um að búa til ásakanir til að réttlæta óvinveitta stefnu og auka spennu við Persaflóa, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti setti íranska byltingarvörðinn á lista yfir hryðjuverkasamtök fyrr á þessu ári. Í gær tilkynnti ríkisstjórn hans um að hún hefði lýst yfir neyðarástandi vegna spennunnar í samskiptum við Íran. Neyðarástandið notar hún til að réttlæta að selja Sádum og fleiri arabaríkjum vopn fyrir fleiri milljarða dollara án þess að Bandaríkjaþing fái nokkuð um það að segja. Bandaríkin Donald Trump Íran Tengdar fréttir Trump fer fram hjá þinginu til að selja Sádum vopn Bandaríkjaforseti nýtti lítt notað lagaákvæði og lýsti yfir neyðarástandi til að geta selt Sádum vopn án samþykkis þingsins. 25. maí 2019 10:24 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Sjá meira
Utanríkisráðherra Írans segir að ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að senda fleiri hermenn til Miðausturlanda til að bregðast við meintri ógn af Íran sé „gríðarlega hættulegt“ fyrir frið í heiminum. Spenna á milli stjórnvalda í Washington og Teheran hefur farið vaxandi undanfarnar vikur. Um 1.500 manna liðsauki verður sendur til Miðausturlanda og segja bandarísk stjórnvöld að það verði gert til að treysta varnir gegn Írönum. Þau sakar íranska byltingarvörðinn um að hafa staðið að baki árásum á olíuflutningaskip fyrr í þessum mánuði. „Aukinn mannafli Bandaríkjanna í okkar heimshluta er gríðarlega hættulegur og ógnar alþjóðlegum friði og öryggi og taka ætti á þessu,“ segir Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans. Zarif sakar Bandaríkjastjórn um að búa til ásakanir til að réttlæta óvinveitta stefnu og auka spennu við Persaflóa, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti setti íranska byltingarvörðinn á lista yfir hryðjuverkasamtök fyrr á þessu ári. Í gær tilkynnti ríkisstjórn hans um að hún hefði lýst yfir neyðarástandi vegna spennunnar í samskiptum við Íran. Neyðarástandið notar hún til að réttlæta að selja Sádum og fleiri arabaríkjum vopn fyrir fleiri milljarða dollara án þess að Bandaríkjaþing fái nokkuð um það að segja.
Bandaríkin Donald Trump Íran Tengdar fréttir Trump fer fram hjá þinginu til að selja Sádum vopn Bandaríkjaforseti nýtti lítt notað lagaákvæði og lýsti yfir neyðarástandi til að geta selt Sádum vopn án samþykkis þingsins. 25. maí 2019 10:24 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Sjá meira
Trump fer fram hjá þinginu til að selja Sádum vopn Bandaríkjaforseti nýtti lítt notað lagaákvæði og lýsti yfir neyðarástandi til að geta selt Sádum vopn án samþykkis þingsins. 25. maí 2019 10:24