Ungt fólk í umfangsmiklu kókaínsmygli: „Unnið í málinu nánast allan sólarhringinn“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. maí 2019 18:30 Langflestir sem flytja eiturlyf gegnum Leifsstöð eru útlendingar. Fréttablaðið/Eyþór Fjórir Íslendingar sem eru í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygls reyndu að flytja tæplega tuttugu kíló af kókaíni til landsins og er það eitt mesta magn kókaíns sem reynt hefur verið að smygla til landsins. Heimildir fréttastofu herma að þau séu öll á þrítugsaldri, einhverjir nær tvítugu en þrítugu. Yfirlögregluþjónn segir unnið nánast allan sólarhringinn að því að upplýsa málið. Fréttastofa greindi frá því í vikunni að fjórir Íslendingar væru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa smyglað á annan tug kílóa af kókaíni til landsins. Málið kom upp á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí síðastliðinn og voru fjórir úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í kjölfarið. Það á uppruna sinn í Frankfurt í Þýskalandi en lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið í samstarfi við þýsk lögregluyfirvöld, tollgæsluna á Keflavíkurflugvelli og lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu er um að ræða tæplega tuttugu kíló af kókaíni sem falið var í ferðatöskum. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er þetta mesta magn af kókaíni sem haldlagt hefur verið í einu á Keflavíkurflugvelli, og jafnvel á landinu. Ljóst er að virði efnisins í götusölu hleypur á hundruðum milljóna en götuverð á kókaíni er um 14.600 krónur fyrir grammið samkvæmt könnun SÁÁ. Þannig eru tuttugu kíló virði hátt í þrjú hundruð milljóna króna. Þá herma heimildir fréttastofu að þrír karlmenn og ein kona séu í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Sömu heimildir herma að þau séu á þrítugsaldri, einhverjir nær tvítugu en þrítugu. Bjarney S. Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir að rannsókn málsins miði vel. „Það er mikill tími sem fer í þetta, gott fólk að vinna að þessu og samstarf við aðrar löggæslustofnanir. Það er bara nánast allan sólarhringinn, nýta allan tíma sem við höfum. Menn rétt hvíla sig bara og halda svo áfram,“ segir Bjarney S. Annelsdóttir. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Fjórir Íslendingar sem eru í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygls reyndu að flytja tæplega tuttugu kíló af kókaíni til landsins og er það eitt mesta magn kókaíns sem reynt hefur verið að smygla til landsins. Heimildir fréttastofu herma að þau séu öll á þrítugsaldri, einhverjir nær tvítugu en þrítugu. Yfirlögregluþjónn segir unnið nánast allan sólarhringinn að því að upplýsa málið. Fréttastofa greindi frá því í vikunni að fjórir Íslendingar væru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa smyglað á annan tug kílóa af kókaíni til landsins. Málið kom upp á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí síðastliðinn og voru fjórir úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í kjölfarið. Það á uppruna sinn í Frankfurt í Þýskalandi en lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið í samstarfi við þýsk lögregluyfirvöld, tollgæsluna á Keflavíkurflugvelli og lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu er um að ræða tæplega tuttugu kíló af kókaíni sem falið var í ferðatöskum. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er þetta mesta magn af kókaíni sem haldlagt hefur verið í einu á Keflavíkurflugvelli, og jafnvel á landinu. Ljóst er að virði efnisins í götusölu hleypur á hundruðum milljóna en götuverð á kókaíni er um 14.600 krónur fyrir grammið samkvæmt könnun SÁÁ. Þannig eru tuttugu kíló virði hátt í þrjú hundruð milljóna króna. Þá herma heimildir fréttastofu að þrír karlmenn og ein kona séu í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Sömu heimildir herma að þau séu á þrítugsaldri, einhverjir nær tvítugu en þrítugu. Bjarney S. Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir að rannsókn málsins miði vel. „Það er mikill tími sem fer í þetta, gott fólk að vinna að þessu og samstarf við aðrar löggæslustofnanir. Það er bara nánast allan sólarhringinn, nýta allan tíma sem við höfum. Menn rétt hvíla sig bara og halda svo áfram,“ segir Bjarney S. Annelsdóttir.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira