Ungt fólk í umfangsmiklu kókaínsmygli: „Unnið í málinu nánast allan sólarhringinn“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. maí 2019 18:30 Langflestir sem flytja eiturlyf gegnum Leifsstöð eru útlendingar. Fréttablaðið/Eyþór Fjórir Íslendingar sem eru í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygls reyndu að flytja tæplega tuttugu kíló af kókaíni til landsins og er það eitt mesta magn kókaíns sem reynt hefur verið að smygla til landsins. Heimildir fréttastofu herma að þau séu öll á þrítugsaldri, einhverjir nær tvítugu en þrítugu. Yfirlögregluþjónn segir unnið nánast allan sólarhringinn að því að upplýsa málið. Fréttastofa greindi frá því í vikunni að fjórir Íslendingar væru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa smyglað á annan tug kílóa af kókaíni til landsins. Málið kom upp á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí síðastliðinn og voru fjórir úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í kjölfarið. Það á uppruna sinn í Frankfurt í Þýskalandi en lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið í samstarfi við þýsk lögregluyfirvöld, tollgæsluna á Keflavíkurflugvelli og lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu er um að ræða tæplega tuttugu kíló af kókaíni sem falið var í ferðatöskum. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er þetta mesta magn af kókaíni sem haldlagt hefur verið í einu á Keflavíkurflugvelli, og jafnvel á landinu. Ljóst er að virði efnisins í götusölu hleypur á hundruðum milljóna en götuverð á kókaíni er um 14.600 krónur fyrir grammið samkvæmt könnun SÁÁ. Þannig eru tuttugu kíló virði hátt í þrjú hundruð milljóna króna. Þá herma heimildir fréttastofu að þrír karlmenn og ein kona séu í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Sömu heimildir herma að þau séu á þrítugsaldri, einhverjir nær tvítugu en þrítugu. Bjarney S. Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir að rannsókn málsins miði vel. „Það er mikill tími sem fer í þetta, gott fólk að vinna að þessu og samstarf við aðrar löggæslustofnanir. Það er bara nánast allan sólarhringinn, nýta allan tíma sem við höfum. Menn rétt hvíla sig bara og halda svo áfram,“ segir Bjarney S. Annelsdóttir. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Fjórir Íslendingar sem eru í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygls reyndu að flytja tæplega tuttugu kíló af kókaíni til landsins og er það eitt mesta magn kókaíns sem reynt hefur verið að smygla til landsins. Heimildir fréttastofu herma að þau séu öll á þrítugsaldri, einhverjir nær tvítugu en þrítugu. Yfirlögregluþjónn segir unnið nánast allan sólarhringinn að því að upplýsa málið. Fréttastofa greindi frá því í vikunni að fjórir Íslendingar væru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa smyglað á annan tug kílóa af kókaíni til landsins. Málið kom upp á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí síðastliðinn og voru fjórir úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í kjölfarið. Það á uppruna sinn í Frankfurt í Þýskalandi en lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið í samstarfi við þýsk lögregluyfirvöld, tollgæsluna á Keflavíkurflugvelli og lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu er um að ræða tæplega tuttugu kíló af kókaíni sem falið var í ferðatöskum. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er þetta mesta magn af kókaíni sem haldlagt hefur verið í einu á Keflavíkurflugvelli, og jafnvel á landinu. Ljóst er að virði efnisins í götusölu hleypur á hundruðum milljóna en götuverð á kókaíni er um 14.600 krónur fyrir grammið samkvæmt könnun SÁÁ. Þannig eru tuttugu kíló virði hátt í þrjú hundruð milljóna króna. Þá herma heimildir fréttastofu að þrír karlmenn og ein kona séu í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Sömu heimildir herma að þau séu á þrítugsaldri, einhverjir nær tvítugu en þrítugu. Bjarney S. Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir að rannsókn málsins miði vel. „Það er mikill tími sem fer í þetta, gott fólk að vinna að þessu og samstarf við aðrar löggæslustofnanir. Það er bara nánast allan sólarhringinn, nýta allan tíma sem við höfum. Menn rétt hvíla sig bara og halda svo áfram,“ segir Bjarney S. Annelsdóttir.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum