Baldur með ráð til dómarans: „Leyfa stóru leikjunum að fljóta“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. maí 2019 19:22 Baldur Sigurðsson vísir/bára Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki sáttur við dómgæsluna í leik ÍA og Stjörnunnar í Pepsi Max deild karla í dag. Baldur sagði enga krísu vera komna í Garðabæinn þrátt fyrir erfiða byrjun. Stjarnan tapaði 2-0 á Norðurálsvellinum á Akranesi og var tapið nokkuð verðskuldað, en gestirnir ógnuðu marki Skagamanna lítið sem ekkert í leiknum. „Það var ýmislegt sem vantaði upp á í dag,“ sagði Baldur í leikslok. „Skagamenn unnu verðskuldað í dag.“ „Við lögðum leikinn þannig upp að við ætluðum að fara í stríð við þá, fara í þeirra leik og taka þetta í föstum leikatriðum svolítið, en því miður þá gekk það ekki upp í dag.“ „Við gleymdum okkur í smá stund í fyrra markinu þeirra sem fer eiginlega með leikinn hjá okkur. Skagamenn eru bara hörku góðir með mikið sjálfstraust.“ Það var nokkur harka í leiknum og vildu einhverjir Skagamenn sjá Baldur fá sitt seinna gula spjald í leiknum fyrir að gefa Óttari Bjarna Guðmundssyni olnbogaskot. Hann var ekki á þeim buxunum. „Það er bara þvæla. Ég átti verðskuldað spjald þegar ég tæklaði Óttar, það er klárt, en svo var brotið á mér einu sinni og eftir það stökk ég á undan Óttari upp.“ „En það er kannski eitt sem ég vil kommenta á í þessum leik. Mér fannst dómarinn, við erum í toppleik hér þar sem bæði lið eru sterk og mikið í loftinu, hann er endalaust á flautunni allan leikinn og það er ekkert flæði í leiknum. Hann leyfir rosalega litla hörku og mér fannst hann ekki dæma leikinn vel að því leitinu til.“ „Hann hafði engin áhrif á úrslitin, en það er bara skemmtilegra fyrir alla að fá aðeins flæði í leikinn. Hann beitir aldrei hagnaði eða neitt. Bara smá ráð til hans, að ef hann er að stýra stórum leikjum að leyfa þessu að fljóta, það er alltaf harka.“ Stjarnan var aðeins hættulegri í fyrri hálfleik, þó heilt yfir hafi lítið borið á sóknarleik hjá hvorugu liðinu fyrri helming leiksins. Svo eftir að þeir fengu mark á sig í upphafi seinni sáu þeir varla vallarhelming Skagamanna. „Þeir eru með vindi í fyrri hálfleik og Árni sparkar langt, við vorum tilbúnir undir það. Það er svolítið súrt þegar þú kemur í veg fyrir þetta að þeir skora úr föstu leikatriði. Varnarleikurinn var flottur þar til við gleymum okkur í smá stund. Við hefðum kannski mátt vera aðeins slakari á boltanum og beita ekki bara löngum.“ „Við þurfum að fá aðeins meira sjálfstraust inn í liðið.“ Þetta var annar tapleikurinn í röð hjá Stjörnunni sem er aðeins með átta stig eftir fyrstu sex umferðirnar. Er hausinn eitthvað farinn að síga hjá Garðbæingum? „Nei, nei. Við vorum staðráðnir að koma inn í þennan leik að vinna og verðum það líka í næsta leik. Þetta er tækifæri til þess að skoða sjálfa okkur. Það er engin krísa en við erum ekki ánægðir með stigasöfnunina.“ „Næst fáum við heimaleik og það er krafa að vinna þar, alveg sama hvaða liði við mætum,“ sagði Baldur Sigurðsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Sjá meira
Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki sáttur við dómgæsluna í leik ÍA og Stjörnunnar í Pepsi Max deild karla í dag. Baldur sagði enga krísu vera komna í Garðabæinn þrátt fyrir erfiða byrjun. Stjarnan tapaði 2-0 á Norðurálsvellinum á Akranesi og var tapið nokkuð verðskuldað, en gestirnir ógnuðu marki Skagamanna lítið sem ekkert í leiknum. „Það var ýmislegt sem vantaði upp á í dag,“ sagði Baldur í leikslok. „Skagamenn unnu verðskuldað í dag.“ „Við lögðum leikinn þannig upp að við ætluðum að fara í stríð við þá, fara í þeirra leik og taka þetta í föstum leikatriðum svolítið, en því miður þá gekk það ekki upp í dag.“ „Við gleymdum okkur í smá stund í fyrra markinu þeirra sem fer eiginlega með leikinn hjá okkur. Skagamenn eru bara hörku góðir með mikið sjálfstraust.“ Það var nokkur harka í leiknum og vildu einhverjir Skagamenn sjá Baldur fá sitt seinna gula spjald í leiknum fyrir að gefa Óttari Bjarna Guðmundssyni olnbogaskot. Hann var ekki á þeim buxunum. „Það er bara þvæla. Ég átti verðskuldað spjald þegar ég tæklaði Óttar, það er klárt, en svo var brotið á mér einu sinni og eftir það stökk ég á undan Óttari upp.“ „En það er kannski eitt sem ég vil kommenta á í þessum leik. Mér fannst dómarinn, við erum í toppleik hér þar sem bæði lið eru sterk og mikið í loftinu, hann er endalaust á flautunni allan leikinn og það er ekkert flæði í leiknum. Hann leyfir rosalega litla hörku og mér fannst hann ekki dæma leikinn vel að því leitinu til.“ „Hann hafði engin áhrif á úrslitin, en það er bara skemmtilegra fyrir alla að fá aðeins flæði í leikinn. Hann beitir aldrei hagnaði eða neitt. Bara smá ráð til hans, að ef hann er að stýra stórum leikjum að leyfa þessu að fljóta, það er alltaf harka.“ Stjarnan var aðeins hættulegri í fyrri hálfleik, þó heilt yfir hafi lítið borið á sóknarleik hjá hvorugu liðinu fyrri helming leiksins. Svo eftir að þeir fengu mark á sig í upphafi seinni sáu þeir varla vallarhelming Skagamanna. „Þeir eru með vindi í fyrri hálfleik og Árni sparkar langt, við vorum tilbúnir undir það. Það er svolítið súrt þegar þú kemur í veg fyrir þetta að þeir skora úr föstu leikatriði. Varnarleikurinn var flottur þar til við gleymum okkur í smá stund. Við hefðum kannski mátt vera aðeins slakari á boltanum og beita ekki bara löngum.“ „Við þurfum að fá aðeins meira sjálfstraust inn í liðið.“ Þetta var annar tapleikurinn í röð hjá Stjörnunni sem er aðeins með átta stig eftir fyrstu sex umferðirnar. Er hausinn eitthvað farinn að síga hjá Garðbæingum? „Nei, nei. Við vorum staðráðnir að koma inn í þennan leik að vinna og verðum það líka í næsta leik. Þetta er tækifæri til þess að skoða sjálfa okkur. Það er engin krísa en við erum ekki ánægðir með stigasöfnunina.“ „Næst fáum við heimaleik og það er krafa að vinna þar, alveg sama hvaða liði við mætum,“ sagði Baldur Sigurðsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Sjá meira