Baldur með ráð til dómarans: „Leyfa stóru leikjunum að fljóta“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. maí 2019 19:22 Baldur Sigurðsson vísir/bára Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki sáttur við dómgæsluna í leik ÍA og Stjörnunnar í Pepsi Max deild karla í dag. Baldur sagði enga krísu vera komna í Garðabæinn þrátt fyrir erfiða byrjun. Stjarnan tapaði 2-0 á Norðurálsvellinum á Akranesi og var tapið nokkuð verðskuldað, en gestirnir ógnuðu marki Skagamanna lítið sem ekkert í leiknum. „Það var ýmislegt sem vantaði upp á í dag,“ sagði Baldur í leikslok. „Skagamenn unnu verðskuldað í dag.“ „Við lögðum leikinn þannig upp að við ætluðum að fara í stríð við þá, fara í þeirra leik og taka þetta í föstum leikatriðum svolítið, en því miður þá gekk það ekki upp í dag.“ „Við gleymdum okkur í smá stund í fyrra markinu þeirra sem fer eiginlega með leikinn hjá okkur. Skagamenn eru bara hörku góðir með mikið sjálfstraust.“ Það var nokkur harka í leiknum og vildu einhverjir Skagamenn sjá Baldur fá sitt seinna gula spjald í leiknum fyrir að gefa Óttari Bjarna Guðmundssyni olnbogaskot. Hann var ekki á þeim buxunum. „Það er bara þvæla. Ég átti verðskuldað spjald þegar ég tæklaði Óttar, það er klárt, en svo var brotið á mér einu sinni og eftir það stökk ég á undan Óttari upp.“ „En það er kannski eitt sem ég vil kommenta á í þessum leik. Mér fannst dómarinn, við erum í toppleik hér þar sem bæði lið eru sterk og mikið í loftinu, hann er endalaust á flautunni allan leikinn og það er ekkert flæði í leiknum. Hann leyfir rosalega litla hörku og mér fannst hann ekki dæma leikinn vel að því leitinu til.“ „Hann hafði engin áhrif á úrslitin, en það er bara skemmtilegra fyrir alla að fá aðeins flæði í leikinn. Hann beitir aldrei hagnaði eða neitt. Bara smá ráð til hans, að ef hann er að stýra stórum leikjum að leyfa þessu að fljóta, það er alltaf harka.“ Stjarnan var aðeins hættulegri í fyrri hálfleik, þó heilt yfir hafi lítið borið á sóknarleik hjá hvorugu liðinu fyrri helming leiksins. Svo eftir að þeir fengu mark á sig í upphafi seinni sáu þeir varla vallarhelming Skagamanna. „Þeir eru með vindi í fyrri hálfleik og Árni sparkar langt, við vorum tilbúnir undir það. Það er svolítið súrt þegar þú kemur í veg fyrir þetta að þeir skora úr föstu leikatriði. Varnarleikurinn var flottur þar til við gleymum okkur í smá stund. Við hefðum kannski mátt vera aðeins slakari á boltanum og beita ekki bara löngum.“ „Við þurfum að fá aðeins meira sjálfstraust inn í liðið.“ Þetta var annar tapleikurinn í röð hjá Stjörnunni sem er aðeins með átta stig eftir fyrstu sex umferðirnar. Er hausinn eitthvað farinn að síga hjá Garðbæingum? „Nei, nei. Við vorum staðráðnir að koma inn í þennan leik að vinna og verðum það líka í næsta leik. Þetta er tækifæri til þess að skoða sjálfa okkur. Það er engin krísa en við erum ekki ánægðir með stigasöfnunina.“ „Næst fáum við heimaleik og það er krafa að vinna þar, alveg sama hvaða liði við mætum,“ sagði Baldur Sigurðsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki sáttur við dómgæsluna í leik ÍA og Stjörnunnar í Pepsi Max deild karla í dag. Baldur sagði enga krísu vera komna í Garðabæinn þrátt fyrir erfiða byrjun. Stjarnan tapaði 2-0 á Norðurálsvellinum á Akranesi og var tapið nokkuð verðskuldað, en gestirnir ógnuðu marki Skagamanna lítið sem ekkert í leiknum. „Það var ýmislegt sem vantaði upp á í dag,“ sagði Baldur í leikslok. „Skagamenn unnu verðskuldað í dag.“ „Við lögðum leikinn þannig upp að við ætluðum að fara í stríð við þá, fara í þeirra leik og taka þetta í föstum leikatriðum svolítið, en því miður þá gekk það ekki upp í dag.“ „Við gleymdum okkur í smá stund í fyrra markinu þeirra sem fer eiginlega með leikinn hjá okkur. Skagamenn eru bara hörku góðir með mikið sjálfstraust.“ Það var nokkur harka í leiknum og vildu einhverjir Skagamenn sjá Baldur fá sitt seinna gula spjald í leiknum fyrir að gefa Óttari Bjarna Guðmundssyni olnbogaskot. Hann var ekki á þeim buxunum. „Það er bara þvæla. Ég átti verðskuldað spjald þegar ég tæklaði Óttar, það er klárt, en svo var brotið á mér einu sinni og eftir það stökk ég á undan Óttari upp.“ „En það er kannski eitt sem ég vil kommenta á í þessum leik. Mér fannst dómarinn, við erum í toppleik hér þar sem bæði lið eru sterk og mikið í loftinu, hann er endalaust á flautunni allan leikinn og það er ekkert flæði í leiknum. Hann leyfir rosalega litla hörku og mér fannst hann ekki dæma leikinn vel að því leitinu til.“ „Hann hafði engin áhrif á úrslitin, en það er bara skemmtilegra fyrir alla að fá aðeins flæði í leikinn. Hann beitir aldrei hagnaði eða neitt. Bara smá ráð til hans, að ef hann er að stýra stórum leikjum að leyfa þessu að fljóta, það er alltaf harka.“ Stjarnan var aðeins hættulegri í fyrri hálfleik, þó heilt yfir hafi lítið borið á sóknarleik hjá hvorugu liðinu fyrri helming leiksins. Svo eftir að þeir fengu mark á sig í upphafi seinni sáu þeir varla vallarhelming Skagamanna. „Þeir eru með vindi í fyrri hálfleik og Árni sparkar langt, við vorum tilbúnir undir það. Það er svolítið súrt þegar þú kemur í veg fyrir þetta að þeir skora úr föstu leikatriði. Varnarleikurinn var flottur þar til við gleymum okkur í smá stund. Við hefðum kannski mátt vera aðeins slakari á boltanum og beita ekki bara löngum.“ „Við þurfum að fá aðeins meira sjálfstraust inn í liðið.“ Þetta var annar tapleikurinn í röð hjá Stjörnunni sem er aðeins með átta stig eftir fyrstu sex umferðirnar. Er hausinn eitthvað farinn að síga hjá Garðbæingum? „Nei, nei. Við vorum staðráðnir að koma inn í þennan leik að vinna og verðum það líka í næsta leik. Þetta er tækifæri til þess að skoða sjálfa okkur. Það er engin krísa en við erum ekki ánægðir með stigasöfnunina.“ „Næst fáum við heimaleik og það er krafa að vinna þar, alveg sama hvaða liði við mætum,“ sagði Baldur Sigurðsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira