Neyslurými gætu þurft að bíða Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 28. maí 2019 06:30 Í neyslurými verður þeim sem sprauta sig í æð m.a. veittur aðgangur að hreinum sprautubúnaði og nálaskiptiþjónustu. Heilbrigðismál Fulltrúar dómsmálaráðuneytisins komu á fund velferðarnefndar í gær til þess að gera grein fyrir minnisblaði þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými, en nefndin hefur málið til meðferðar. Í minnisblaði ráðuneytisins er vísað í umsögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ítrekuð sjónarmið um ekki komi til greina að lögreglan semji um að „fólk fái að fremja refsiverð afbrot á einhverjum umsömdum stöðum.” Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar, segir að eftir fund með fulltrúum dómsmálaráðuneytisins telji hún vilja í báðum ráðuneytum til samstarfs um lagfæringar á frumvarpinu. Skammur tími sé þó eftir af vorþingi. „Það er mikil synd ef ekki tekst að afgreiða málið núna en í versta falli myndi nefndin leggja mikla áherslu á að málið komi aftur til nefndarinnar við upphaf haustþings." Minnisblaðið varpar ljósi á ólík sjónarmið ráðuneytanna um samráð. Þar segir að fulltrúar dómsmálaráðneytisins hafi setið einn fund í heilbrigðisráðuneytinu um frumvarpið og gert athugasemdir sem ekkert tillit sé tekið til við lagasetninguna. Í frumvarpinu sjálfu lýsir heilbrigðisráðherra samráði við dómsmálaráðuneytið með öðrum hætti. Auk þess að vísa til funda í ráðuneytinu bæði með lögreglu og dómsmálaráðuneyti er gerð grein fyrir tveimur umsagnaferlum í samráðsgátt stjórnvalda. Fyrst kynningu á áformum um lagasetninguna. Um hana hafi borist fjórar umsagnir; frá Reykjavíkurborg, Rauða krossinum auk umsagna frá einstaklingum. Samráð í annað sinn hafi farið fram í samráðsgátt um drög að frumvarpinu sjálfu. Um frumvarpsdrögin hafi hins vegar aðeins ein umsögn borist, frá Rauða krossinum. Birtist í Fréttablaðinu Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Heilbrigðismál Fulltrúar dómsmálaráðuneytisins komu á fund velferðarnefndar í gær til þess að gera grein fyrir minnisblaði þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými, en nefndin hefur málið til meðferðar. Í minnisblaði ráðuneytisins er vísað í umsögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ítrekuð sjónarmið um ekki komi til greina að lögreglan semji um að „fólk fái að fremja refsiverð afbrot á einhverjum umsömdum stöðum.” Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar, segir að eftir fund með fulltrúum dómsmálaráðuneytisins telji hún vilja í báðum ráðuneytum til samstarfs um lagfæringar á frumvarpinu. Skammur tími sé þó eftir af vorþingi. „Það er mikil synd ef ekki tekst að afgreiða málið núna en í versta falli myndi nefndin leggja mikla áherslu á að málið komi aftur til nefndarinnar við upphaf haustþings." Minnisblaðið varpar ljósi á ólík sjónarmið ráðuneytanna um samráð. Þar segir að fulltrúar dómsmálaráðneytisins hafi setið einn fund í heilbrigðisráðuneytinu um frumvarpið og gert athugasemdir sem ekkert tillit sé tekið til við lagasetninguna. Í frumvarpinu sjálfu lýsir heilbrigðisráðherra samráði við dómsmálaráðuneytið með öðrum hætti. Auk þess að vísa til funda í ráðuneytinu bæði með lögreglu og dómsmálaráðuneyti er gerð grein fyrir tveimur umsagnaferlum í samráðsgátt stjórnvalda. Fyrst kynningu á áformum um lagasetninguna. Um hana hafi borist fjórar umsagnir; frá Reykjavíkurborg, Rauða krossinum auk umsagna frá einstaklingum. Samráð í annað sinn hafi farið fram í samráðsgátt um drög að frumvarpinu sjálfu. Um frumvarpsdrögin hafi hins vegar aðeins ein umsögn borist, frá Rauða krossinum.
Birtist í Fréttablaðinu Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira