Neyslurými gætu þurft að bíða Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 28. maí 2019 06:30 Í neyslurými verður þeim sem sprauta sig í æð m.a. veittur aðgangur að hreinum sprautubúnaði og nálaskiptiþjónustu. Heilbrigðismál Fulltrúar dómsmálaráðuneytisins komu á fund velferðarnefndar í gær til þess að gera grein fyrir minnisblaði þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými, en nefndin hefur málið til meðferðar. Í minnisblaði ráðuneytisins er vísað í umsögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ítrekuð sjónarmið um ekki komi til greina að lögreglan semji um að „fólk fái að fremja refsiverð afbrot á einhverjum umsömdum stöðum.” Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar, segir að eftir fund með fulltrúum dómsmálaráðuneytisins telji hún vilja í báðum ráðuneytum til samstarfs um lagfæringar á frumvarpinu. Skammur tími sé þó eftir af vorþingi. „Það er mikil synd ef ekki tekst að afgreiða málið núna en í versta falli myndi nefndin leggja mikla áherslu á að málið komi aftur til nefndarinnar við upphaf haustþings." Minnisblaðið varpar ljósi á ólík sjónarmið ráðuneytanna um samráð. Þar segir að fulltrúar dómsmálaráðneytisins hafi setið einn fund í heilbrigðisráðuneytinu um frumvarpið og gert athugasemdir sem ekkert tillit sé tekið til við lagasetninguna. Í frumvarpinu sjálfu lýsir heilbrigðisráðherra samráði við dómsmálaráðuneytið með öðrum hætti. Auk þess að vísa til funda í ráðuneytinu bæði með lögreglu og dómsmálaráðuneyti er gerð grein fyrir tveimur umsagnaferlum í samráðsgátt stjórnvalda. Fyrst kynningu á áformum um lagasetninguna. Um hana hafi borist fjórar umsagnir; frá Reykjavíkurborg, Rauða krossinum auk umsagna frá einstaklingum. Samráð í annað sinn hafi farið fram í samráðsgátt um drög að frumvarpinu sjálfu. Um frumvarpsdrögin hafi hins vegar aðeins ein umsögn borist, frá Rauða krossinum. Birtist í Fréttablaðinu Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Sjá meira
Heilbrigðismál Fulltrúar dómsmálaráðuneytisins komu á fund velferðarnefndar í gær til þess að gera grein fyrir minnisblaði þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými, en nefndin hefur málið til meðferðar. Í minnisblaði ráðuneytisins er vísað í umsögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ítrekuð sjónarmið um ekki komi til greina að lögreglan semji um að „fólk fái að fremja refsiverð afbrot á einhverjum umsömdum stöðum.” Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar, segir að eftir fund með fulltrúum dómsmálaráðuneytisins telji hún vilja í báðum ráðuneytum til samstarfs um lagfæringar á frumvarpinu. Skammur tími sé þó eftir af vorþingi. „Það er mikil synd ef ekki tekst að afgreiða málið núna en í versta falli myndi nefndin leggja mikla áherslu á að málið komi aftur til nefndarinnar við upphaf haustþings." Minnisblaðið varpar ljósi á ólík sjónarmið ráðuneytanna um samráð. Þar segir að fulltrúar dómsmálaráðneytisins hafi setið einn fund í heilbrigðisráðuneytinu um frumvarpið og gert athugasemdir sem ekkert tillit sé tekið til við lagasetninguna. Í frumvarpinu sjálfu lýsir heilbrigðisráðherra samráði við dómsmálaráðuneytið með öðrum hætti. Auk þess að vísa til funda í ráðuneytinu bæði með lögreglu og dómsmálaráðuneyti er gerð grein fyrir tveimur umsagnaferlum í samráðsgátt stjórnvalda. Fyrst kynningu á áformum um lagasetninguna. Um hana hafi borist fjórar umsagnir; frá Reykjavíkurborg, Rauða krossinum auk umsagna frá einstaklingum. Samráð í annað sinn hafi farið fram í samráðsgátt um drög að frumvarpinu sjálfu. Um frumvarpsdrögin hafi hins vegar aðeins ein umsögn borist, frá Rauða krossinum.
Birtist í Fréttablaðinu Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Sjá meira