Frestur Netanjahú til að mynda ríkisstjórn að renna út Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2019 08:43 Netanjahú hótaði að leysa upp þingið gefi einn væntanlegra samstarfsflokka í ríkisstjórn ekki eftir. Vísir/EPA Kjósa þarf aftur í Ísrael takist ekki að mynda nýja ríkisstjórn þar áður en morgundagurinn er liðinn. Donald Trump Bandaríkjaforseti blandaði sér í stjórnarmyndunarviðræðurnar í gær þegar hann lýsti sérstökum stuðningi við Benjamín Netanjahú og Líkúdflokk hans. Ríkisstjórn Netanjahú hélt velli í þingkosningum í byrjun apríl þrátt fyrir að hann eigi yfir höfði sér ákæru fyrir spillingu í embætti. Líkúdflokkurinn fékk flest sæti á þinginu og hefði ríkisstjórn hefðbundinna bandalagsflokka hans tíu sæta meirihluta. Erfiðlega hefur þó gengið að koma ríkisstjórninni saman og þurfti Netanjahú nýlega að óska eftir fresti hjá Reuven Rivlin forseta til að mynda ríkisstjórn til 29. maí. Í sjónvarpsávarpi í gær kenndi Netanjahú Avigdor Lieberman, fyrrverandi varnarmálaráðherra og leiðtoga Yisrael Beiteinu-flokksins, um þráteflið og hvatti hann til að setja hagsmuni þjóðarinnar ofar öðrum. Liberman vill að strangtrúaðir gyðingar geti verið kallaðir upp í herinn eins og aðrir ungir karlar. Því hafa strangtrúaðir bandamenn Netanjahú mótmælt. Þingið samþykkti ályktun í gær um að það skuli leyst upp liggi samkomulag um myndun ríkisstjórnar ekki fyrir seint á morgun, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá þyrftu Ísraelar að ganga aftur til kosninga. Trump Bandaríkjaforseti hlutaðist um stjórnarmyndunina í gær þegar hann tísti stuðningi við Netanjahú. „Vona að hlutirnir gangi upp í stjórnarmyndunarviðræðum í Ísrael og að Bibi [Netanjahú] og ég getum haldið áfram að gera bandalagið á milli Bandaríkjanna og Ísraels sterkar en nokkru sinni áður. Margt er enn ógert!“ tísti Trump.Hoping things will work out with Israel's coalition formation and Bibi and I can continue to make the alliance between America and Israel stronger than ever. A lot more to do!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 27, 2019 Í kosningabaráttunni veitti Trump vini sínum Netanjahú einnig stóran sigur aðeins tveimur vikum fyrir kjördag þegar hann lýsti því yfir að Bandaríkjastjórn myndu viðurkenna yfirráð Ísraels yfir Gólanhæðum í Sýrlandi. Ísraelar hertóku landsvæðið í sex daga stríðinu árið 1967 og hafa í reynd innlimað það. Netanjahú hefur verið umsetinn undanfarna mánuði. Fyrr á þessu ári kom í ljós að ríkissaksóknari ætlaði að ákæra forsætisráðherrann fyrir spillingu. Netanjahú er meðal annars sakaður um að hafa þegið mútur og gefið pólitíska greiða gegn hagfelldri fjölmiðlaumfjöllun. Tugir þúsunda manna mótmæltu tilraunum Netanjahú til að tryggja sér friðhelgi fyrir ákæru á götum Tel Aviv á laugardagskvöld. Fyrir tveimur vikum freistaði Netanjahú þess að gera bindandi samkomulag við væntanlega samstarfsflokka í ríkisstjórn um frumvarp sem hefði gefið honum friðhelgi fyrir saksókn á meðan hann er í embætti.Áætlað er að um 50.000 manns hafi tekið þátt í mótmælum gegn Netanjahú í Tel Aviv á laugardag.Vísir/EPA Bandaríkin Donald Trump Ísrael Tengdar fréttir Arabaleiðtogar fordæma ákvörðun Trump um Gólanhæðir Trump Bandaríkjaforseti viðurkenndi yfirráð Ísraela yfir Gólanhæðum sem þeir tóku af Sýrlandi í sex daga stríðinu á dögunum. 31. mars 2019 13:54 Netanjahú ákærður fyrir spillingu Lögmönnum forsætisráðherra Ísraels hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot. 28. febrúar 2019 16:47 Netanjahú reynir að höfða til þjóðernissinnaðri kjósenda Nái Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, endurkjöri í þingkosningunum sem fram fara í Ísrael 9. apríl mun hann leitast eftir því að innlima þau svæði Vesturbakkans þar sem Ísraelar hafa aðsetur. 6. apríl 2019 23:30 Netanjahú líklegur til að setjast aftur í forsætisráðherrastólinn Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela er talinn líklegur til að tryggja sitt fimmta kjörtímabil eftir kosningarnar þar í landi í gær. 10. apríl 2019 07:24 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Kjósa þarf aftur í Ísrael takist ekki að mynda nýja ríkisstjórn þar áður en morgundagurinn er liðinn. Donald Trump Bandaríkjaforseti blandaði sér í stjórnarmyndunarviðræðurnar í gær þegar hann lýsti sérstökum stuðningi við Benjamín Netanjahú og Líkúdflokk hans. Ríkisstjórn Netanjahú hélt velli í þingkosningum í byrjun apríl þrátt fyrir að hann eigi yfir höfði sér ákæru fyrir spillingu í embætti. Líkúdflokkurinn fékk flest sæti á þinginu og hefði ríkisstjórn hefðbundinna bandalagsflokka hans tíu sæta meirihluta. Erfiðlega hefur þó gengið að koma ríkisstjórninni saman og þurfti Netanjahú nýlega að óska eftir fresti hjá Reuven Rivlin forseta til að mynda ríkisstjórn til 29. maí. Í sjónvarpsávarpi í gær kenndi Netanjahú Avigdor Lieberman, fyrrverandi varnarmálaráðherra og leiðtoga Yisrael Beiteinu-flokksins, um þráteflið og hvatti hann til að setja hagsmuni þjóðarinnar ofar öðrum. Liberman vill að strangtrúaðir gyðingar geti verið kallaðir upp í herinn eins og aðrir ungir karlar. Því hafa strangtrúaðir bandamenn Netanjahú mótmælt. Þingið samþykkti ályktun í gær um að það skuli leyst upp liggi samkomulag um myndun ríkisstjórnar ekki fyrir seint á morgun, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá þyrftu Ísraelar að ganga aftur til kosninga. Trump Bandaríkjaforseti hlutaðist um stjórnarmyndunina í gær þegar hann tísti stuðningi við Netanjahú. „Vona að hlutirnir gangi upp í stjórnarmyndunarviðræðum í Ísrael og að Bibi [Netanjahú] og ég getum haldið áfram að gera bandalagið á milli Bandaríkjanna og Ísraels sterkar en nokkru sinni áður. Margt er enn ógert!“ tísti Trump.Hoping things will work out with Israel's coalition formation and Bibi and I can continue to make the alliance between America and Israel stronger than ever. A lot more to do!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 27, 2019 Í kosningabaráttunni veitti Trump vini sínum Netanjahú einnig stóran sigur aðeins tveimur vikum fyrir kjördag þegar hann lýsti því yfir að Bandaríkjastjórn myndu viðurkenna yfirráð Ísraels yfir Gólanhæðum í Sýrlandi. Ísraelar hertóku landsvæðið í sex daga stríðinu árið 1967 og hafa í reynd innlimað það. Netanjahú hefur verið umsetinn undanfarna mánuði. Fyrr á þessu ári kom í ljós að ríkissaksóknari ætlaði að ákæra forsætisráðherrann fyrir spillingu. Netanjahú er meðal annars sakaður um að hafa þegið mútur og gefið pólitíska greiða gegn hagfelldri fjölmiðlaumfjöllun. Tugir þúsunda manna mótmæltu tilraunum Netanjahú til að tryggja sér friðhelgi fyrir ákæru á götum Tel Aviv á laugardagskvöld. Fyrir tveimur vikum freistaði Netanjahú þess að gera bindandi samkomulag við væntanlega samstarfsflokka í ríkisstjórn um frumvarp sem hefði gefið honum friðhelgi fyrir saksókn á meðan hann er í embætti.Áætlað er að um 50.000 manns hafi tekið þátt í mótmælum gegn Netanjahú í Tel Aviv á laugardag.Vísir/EPA
Bandaríkin Donald Trump Ísrael Tengdar fréttir Arabaleiðtogar fordæma ákvörðun Trump um Gólanhæðir Trump Bandaríkjaforseti viðurkenndi yfirráð Ísraela yfir Gólanhæðum sem þeir tóku af Sýrlandi í sex daga stríðinu á dögunum. 31. mars 2019 13:54 Netanjahú ákærður fyrir spillingu Lögmönnum forsætisráðherra Ísraels hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot. 28. febrúar 2019 16:47 Netanjahú reynir að höfða til þjóðernissinnaðri kjósenda Nái Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, endurkjöri í þingkosningunum sem fram fara í Ísrael 9. apríl mun hann leitast eftir því að innlima þau svæði Vesturbakkans þar sem Ísraelar hafa aðsetur. 6. apríl 2019 23:30 Netanjahú líklegur til að setjast aftur í forsætisráðherrastólinn Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela er talinn líklegur til að tryggja sitt fimmta kjörtímabil eftir kosningarnar þar í landi í gær. 10. apríl 2019 07:24 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Arabaleiðtogar fordæma ákvörðun Trump um Gólanhæðir Trump Bandaríkjaforseti viðurkenndi yfirráð Ísraela yfir Gólanhæðum sem þeir tóku af Sýrlandi í sex daga stríðinu á dögunum. 31. mars 2019 13:54
Netanjahú ákærður fyrir spillingu Lögmönnum forsætisráðherra Ísraels hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot. 28. febrúar 2019 16:47
Netanjahú reynir að höfða til þjóðernissinnaðri kjósenda Nái Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, endurkjöri í þingkosningunum sem fram fara í Ísrael 9. apríl mun hann leitast eftir því að innlima þau svæði Vesturbakkans þar sem Ísraelar hafa aðsetur. 6. apríl 2019 23:30
Netanjahú líklegur til að setjast aftur í forsætisráðherrastólinn Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela er talinn líklegur til að tryggja sitt fimmta kjörtímabil eftir kosningarnar þar í landi í gær. 10. apríl 2019 07:24
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent