Elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 28. maí 2019 20:45 Hún var smíðuð árið 1937 og er tæplega 82 ára gömul. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Þristaveislan mikla er enn í gangi á Reykjavíkurflugvelli en þar lenti nú síðdegis DC 3-öldungur á níræðisaldri sem komst um leið í sögubækur sem elsta flugvél sem flogið hefur til Íslands. Sjá mátti lendingu vélarinnar í fréttum Stöðvar 2. Lending þessa þrists í Reykjavík markar tímamót því aldrei í sögunni hefur svo gamalli flugvél verið flogið yfir úthafið til Íslands. Hún er með elstu flughæfu DC 3-vélum heims, var smíðuð árið 1937 og telst 81 árs og sjö mánaða gömul. Flugsögusérfræðingarnir Baldur Sveinsson og Pétur P. Johnson telja jafnframt að með þessari ferð verði þessi vél sú elsta til að fljúga yfir Atlantshafið, milli Bandaríkjanna og Evrópu.Stélhjólið að síga niður eftir þessa sögulegu lendingu, sem var klukkan 17.10.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hún er ennfremur sá þristur heims sem hefur flesta flugtíma að baki, eða um 92 þúsund stundir. Það jafngildir því að hún hafi verið í loftinu samtals í meira en tíu ár og flogið vegalengd sem nemur 660 hringferðum umhverfis jörðina eða 34 ferðum til tunglsins. Hún var upphaflega smíðuð fyrir bandaríska flugfélagið Eastern Airlines og lengst af notuð sem farþegaflugvél. Hún er núna merkt bandaríska hernum sem nýtti hana þó aðeins um skamman tíma á stríðsárunum.Flugmennirnir veifuðu til viðstaddra þegar þeir óku inn á flugvélastæðið.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Á flugstæðinu norðan Loftleiðahótelsins biðu þessa öldungs íslenski þristurinn Páll Sveinsson, árgerð 1943, og annar bandarískur stríðsáraþristur, árgerð 1941, sem lenti í gærkvöldi. Sá flýgur áfram til Evrópu um klukkan níu í fyrramálið en sá sem kom í dag verður í Reykjavík fram á fimmtudag. Þeir eru jafnframt tveir þeir síðustu sem fljúga frá Bandaríkjunum um Ísland til að taka þátt í athöfnum vegna 75 ára afmælis innrásarinnar í Normandí þann 6. júní.Þetta eru tveir síðustu þristarnir af fjórtán á leið yfir Atlantshafið frá Bandaríkjunum til Evrópu. Sá sem er fjær fer frá Reykjavík á morgun en hinn á fimmtudag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.En veislunni er ekki lokið. Vélarnar fjórtán eiga allar aftur eftir að millilenda á Íslandi þegar þær fara að tínast aftur heim vestur til Bandaríkjanna, á tímabilinu frá miðjum júní og fram í júlí. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Næsti þristur verður elsta flugvél sögunnar til að komast til Íslands DC 3-vélin, sem fór í loftið frá Narsarsuaq á Grænlandi núna í hádeginu, verður elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands, þegar hún lendir á Reykjavíkurflugvelli síðdegis, tæplega 82 ára gömul. Hún er jafnframt sá þristur sem mestan flugtíma á að baki. 28. maí 2019 13:49 Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Sjá meira
Þristaveislan mikla er enn í gangi á Reykjavíkurflugvelli en þar lenti nú síðdegis DC 3-öldungur á níræðisaldri sem komst um leið í sögubækur sem elsta flugvél sem flogið hefur til Íslands. Sjá mátti lendingu vélarinnar í fréttum Stöðvar 2. Lending þessa þrists í Reykjavík markar tímamót því aldrei í sögunni hefur svo gamalli flugvél verið flogið yfir úthafið til Íslands. Hún er með elstu flughæfu DC 3-vélum heims, var smíðuð árið 1937 og telst 81 árs og sjö mánaða gömul. Flugsögusérfræðingarnir Baldur Sveinsson og Pétur P. Johnson telja jafnframt að með þessari ferð verði þessi vél sú elsta til að fljúga yfir Atlantshafið, milli Bandaríkjanna og Evrópu.Stélhjólið að síga niður eftir þessa sögulegu lendingu, sem var klukkan 17.10.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hún er ennfremur sá þristur heims sem hefur flesta flugtíma að baki, eða um 92 þúsund stundir. Það jafngildir því að hún hafi verið í loftinu samtals í meira en tíu ár og flogið vegalengd sem nemur 660 hringferðum umhverfis jörðina eða 34 ferðum til tunglsins. Hún var upphaflega smíðuð fyrir bandaríska flugfélagið Eastern Airlines og lengst af notuð sem farþegaflugvél. Hún er núna merkt bandaríska hernum sem nýtti hana þó aðeins um skamman tíma á stríðsárunum.Flugmennirnir veifuðu til viðstaddra þegar þeir óku inn á flugvélastæðið.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Á flugstæðinu norðan Loftleiðahótelsins biðu þessa öldungs íslenski þristurinn Páll Sveinsson, árgerð 1943, og annar bandarískur stríðsáraþristur, árgerð 1941, sem lenti í gærkvöldi. Sá flýgur áfram til Evrópu um klukkan níu í fyrramálið en sá sem kom í dag verður í Reykjavík fram á fimmtudag. Þeir eru jafnframt tveir þeir síðustu sem fljúga frá Bandaríkjunum um Ísland til að taka þátt í athöfnum vegna 75 ára afmælis innrásarinnar í Normandí þann 6. júní.Þetta eru tveir síðustu þristarnir af fjórtán á leið yfir Atlantshafið frá Bandaríkjunum til Evrópu. Sá sem er fjær fer frá Reykjavík á morgun en hinn á fimmtudag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.En veislunni er ekki lokið. Vélarnar fjórtán eiga allar aftur eftir að millilenda á Íslandi þegar þær fara að tínast aftur heim vestur til Bandaríkjanna, á tímabilinu frá miðjum júní og fram í júlí. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Næsti þristur verður elsta flugvél sögunnar til að komast til Íslands DC 3-vélin, sem fór í loftið frá Narsarsuaq á Grænlandi núna í hádeginu, verður elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands, þegar hún lendir á Reykjavíkurflugvelli síðdegis, tæplega 82 ára gömul. Hún er jafnframt sá þristur sem mestan flugtíma á að baki. 28. maí 2019 13:49 Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Sjá meira
Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00
Næsti þristur verður elsta flugvél sögunnar til að komast til Íslands DC 3-vélin, sem fór í loftið frá Narsarsuaq á Grænlandi núna í hádeginu, verður elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands, þegar hún lendir á Reykjavíkurflugvelli síðdegis, tæplega 82 ára gömul. Hún er jafnframt sá þristur sem mestan flugtíma á að baki. 28. maí 2019 13:49
Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15