Elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 28. maí 2019 20:45 Hún var smíðuð árið 1937 og er tæplega 82 ára gömul. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Þristaveislan mikla er enn í gangi á Reykjavíkurflugvelli en þar lenti nú síðdegis DC 3-öldungur á níræðisaldri sem komst um leið í sögubækur sem elsta flugvél sem flogið hefur til Íslands. Sjá mátti lendingu vélarinnar í fréttum Stöðvar 2. Lending þessa þrists í Reykjavík markar tímamót því aldrei í sögunni hefur svo gamalli flugvél verið flogið yfir úthafið til Íslands. Hún er með elstu flughæfu DC 3-vélum heims, var smíðuð árið 1937 og telst 81 árs og sjö mánaða gömul. Flugsögusérfræðingarnir Baldur Sveinsson og Pétur P. Johnson telja jafnframt að með þessari ferð verði þessi vél sú elsta til að fljúga yfir Atlantshafið, milli Bandaríkjanna og Evrópu.Stélhjólið að síga niður eftir þessa sögulegu lendingu, sem var klukkan 17.10.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hún er ennfremur sá þristur heims sem hefur flesta flugtíma að baki, eða um 92 þúsund stundir. Það jafngildir því að hún hafi verið í loftinu samtals í meira en tíu ár og flogið vegalengd sem nemur 660 hringferðum umhverfis jörðina eða 34 ferðum til tunglsins. Hún var upphaflega smíðuð fyrir bandaríska flugfélagið Eastern Airlines og lengst af notuð sem farþegaflugvél. Hún er núna merkt bandaríska hernum sem nýtti hana þó aðeins um skamman tíma á stríðsárunum.Flugmennirnir veifuðu til viðstaddra þegar þeir óku inn á flugvélastæðið.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Á flugstæðinu norðan Loftleiðahótelsins biðu þessa öldungs íslenski þristurinn Páll Sveinsson, árgerð 1943, og annar bandarískur stríðsáraþristur, árgerð 1941, sem lenti í gærkvöldi. Sá flýgur áfram til Evrópu um klukkan níu í fyrramálið en sá sem kom í dag verður í Reykjavík fram á fimmtudag. Þeir eru jafnframt tveir þeir síðustu sem fljúga frá Bandaríkjunum um Ísland til að taka þátt í athöfnum vegna 75 ára afmælis innrásarinnar í Normandí þann 6. júní.Þetta eru tveir síðustu þristarnir af fjórtán á leið yfir Atlantshafið frá Bandaríkjunum til Evrópu. Sá sem er fjær fer frá Reykjavík á morgun en hinn á fimmtudag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.En veislunni er ekki lokið. Vélarnar fjórtán eiga allar aftur eftir að millilenda á Íslandi þegar þær fara að tínast aftur heim vestur til Bandaríkjanna, á tímabilinu frá miðjum júní og fram í júlí. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Næsti þristur verður elsta flugvél sögunnar til að komast til Íslands DC 3-vélin, sem fór í loftið frá Narsarsuaq á Grænlandi núna í hádeginu, verður elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands, þegar hún lendir á Reykjavíkurflugvelli síðdegis, tæplega 82 ára gömul. Hún er jafnframt sá þristur sem mestan flugtíma á að baki. 28. maí 2019 13:49 Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Þristaveislan mikla er enn í gangi á Reykjavíkurflugvelli en þar lenti nú síðdegis DC 3-öldungur á níræðisaldri sem komst um leið í sögubækur sem elsta flugvél sem flogið hefur til Íslands. Sjá mátti lendingu vélarinnar í fréttum Stöðvar 2. Lending þessa þrists í Reykjavík markar tímamót því aldrei í sögunni hefur svo gamalli flugvél verið flogið yfir úthafið til Íslands. Hún er með elstu flughæfu DC 3-vélum heims, var smíðuð árið 1937 og telst 81 árs og sjö mánaða gömul. Flugsögusérfræðingarnir Baldur Sveinsson og Pétur P. Johnson telja jafnframt að með þessari ferð verði þessi vél sú elsta til að fljúga yfir Atlantshafið, milli Bandaríkjanna og Evrópu.Stélhjólið að síga niður eftir þessa sögulegu lendingu, sem var klukkan 17.10.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hún er ennfremur sá þristur heims sem hefur flesta flugtíma að baki, eða um 92 þúsund stundir. Það jafngildir því að hún hafi verið í loftinu samtals í meira en tíu ár og flogið vegalengd sem nemur 660 hringferðum umhverfis jörðina eða 34 ferðum til tunglsins. Hún var upphaflega smíðuð fyrir bandaríska flugfélagið Eastern Airlines og lengst af notuð sem farþegaflugvél. Hún er núna merkt bandaríska hernum sem nýtti hana þó aðeins um skamman tíma á stríðsárunum.Flugmennirnir veifuðu til viðstaddra þegar þeir óku inn á flugvélastæðið.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Á flugstæðinu norðan Loftleiðahótelsins biðu þessa öldungs íslenski þristurinn Páll Sveinsson, árgerð 1943, og annar bandarískur stríðsáraþristur, árgerð 1941, sem lenti í gærkvöldi. Sá flýgur áfram til Evrópu um klukkan níu í fyrramálið en sá sem kom í dag verður í Reykjavík fram á fimmtudag. Þeir eru jafnframt tveir þeir síðustu sem fljúga frá Bandaríkjunum um Ísland til að taka þátt í athöfnum vegna 75 ára afmælis innrásarinnar í Normandí þann 6. júní.Þetta eru tveir síðustu þristarnir af fjórtán á leið yfir Atlantshafið frá Bandaríkjunum til Evrópu. Sá sem er fjær fer frá Reykjavík á morgun en hinn á fimmtudag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.En veislunni er ekki lokið. Vélarnar fjórtán eiga allar aftur eftir að millilenda á Íslandi þegar þær fara að tínast aftur heim vestur til Bandaríkjanna, á tímabilinu frá miðjum júní og fram í júlí. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Næsti þristur verður elsta flugvél sögunnar til að komast til Íslands DC 3-vélin, sem fór í loftið frá Narsarsuaq á Grænlandi núna í hádeginu, verður elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands, þegar hún lendir á Reykjavíkurflugvelli síðdegis, tæplega 82 ára gömul. Hún er jafnframt sá þristur sem mestan flugtíma á að baki. 28. maí 2019 13:49 Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00
Næsti þristur verður elsta flugvél sögunnar til að komast til Íslands DC 3-vélin, sem fór í loftið frá Narsarsuaq á Grænlandi núna í hádeginu, verður elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands, þegar hún lendir á Reykjavíkurflugvelli síðdegis, tæplega 82 ára gömul. Hún er jafnframt sá þristur sem mestan flugtíma á að baki. 28. maí 2019 13:49
Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15