Sýrlandsstjórn talin fremja stríðsglæpi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. maí 2019 22:21 Sprengjuárásir á sjúkrahús í Idlib. getty/Huseyin Fazil Karen Pierce, sendiherra Bretlands hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að Sýrlandsstjórn gæti verið að stunda stríðsglæpi. Þetta kemur fram eftir að myndband birtist hjá Sky News þar sem stjórnarherinn sést ráðast á sjúkrahús í Idlib. Talið er að árásirnar hafi verið gerðar vísvitandi. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky News. Í samtali við Sky sagði Pierce þetta vera „mjög átakanlegt“ og „stangast á við alþjóðleg mannúðarlög.“ „Að beina marki sínu beint á sjúkrahús og skóla… gæti verið stríðsglæpur,“ bætti hún við. „Við höfum verið að þrýsta á sýrlensk- og rússnesk yfirvöld að ganga úr skugga um að þau fari eftir alþjóðlegum mannúðarlögum.“ Hún sagði Rússa beita Sýrlensk stjórnvöld þrýstingi í málinu, en bætti við að stjórn Assad, forseta Sýrlands, „hlusti ekki og þetta muni á endanum vera tekið til greina þegar stjórnin verði rannsökuð vegna glæpa gegn mannkyni og mögulega stríðsglæpa.“ Pierce sagði að verið væri að vinna í því að fá sýrlensk stjórnvöld til að hætta að gera almenning að skotmarki og að ná fram öðru vopnahléi.Krefst að blaðamenn séu ekki gerðir að skotmörkum Hún talaði einnig um árásina sem gerð var á bresku blaðakonuna Alex Crawford og teymi hennar í Idlib í síðustu viku, sem gerð var af árásarliði Sýrlandsstjórnar, og sagði: „Ég held að þeir vilji ekki að fólk viti sannleikann.“ „Ég held að þeir búi einnig yfir hatri á fréttamönnum. Jafnvel fyrir átökin var stjórnin ekkert rosalega umburðarlynd. Það bælir niður mótmælaraddir og fullt af fólki er í haldi vegna skoðana sinna.“ „Stjórnarfarið býr ekki yfir þeim eiginleikum sem við teljum þurfa fyrir þróað þingræði.“ „Ég held líka að þeir virði ekki fjölmiðlafrelsi á þann hátt sem við vonumst eftir.“ Á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna tjáði Pierce hinum fulltrúunum að hún hefði miklar áhyggjur vegna árásarinnar á blaðamennina og bað sendiherra Sýrlands að staðfesta að fjölmiðlafólk yrði ekki gert að skotspónum. Bashar Jaafari, sendiherra Sýrlands, svaraði henni því að blaðamenn þyrftu vegabréfsáritun til að komast inn í landið og að fjölmiðlafulltrúar þyrftu að sækja um hana. Price sagði „ég vil hafa það alveg á hreinu, að fjölmiðlateymi Sky News var ekki réttmætt skotmark.“ „Að ráðast vísvitandi á blaðamenn er ekki leyfilegt og ég bið fulltrúa Sýrlands um að koma þeim skilaboðum áleiðis til ríkisstjórnar sinnar og lofi okkur að þeir verði ekki gerðir að skotspónum.“ Bretland Sýrland Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira
Karen Pierce, sendiherra Bretlands hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að Sýrlandsstjórn gæti verið að stunda stríðsglæpi. Þetta kemur fram eftir að myndband birtist hjá Sky News þar sem stjórnarherinn sést ráðast á sjúkrahús í Idlib. Talið er að árásirnar hafi verið gerðar vísvitandi. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky News. Í samtali við Sky sagði Pierce þetta vera „mjög átakanlegt“ og „stangast á við alþjóðleg mannúðarlög.“ „Að beina marki sínu beint á sjúkrahús og skóla… gæti verið stríðsglæpur,“ bætti hún við. „Við höfum verið að þrýsta á sýrlensk- og rússnesk yfirvöld að ganga úr skugga um að þau fari eftir alþjóðlegum mannúðarlögum.“ Hún sagði Rússa beita Sýrlensk stjórnvöld þrýstingi í málinu, en bætti við að stjórn Assad, forseta Sýrlands, „hlusti ekki og þetta muni á endanum vera tekið til greina þegar stjórnin verði rannsökuð vegna glæpa gegn mannkyni og mögulega stríðsglæpa.“ Pierce sagði að verið væri að vinna í því að fá sýrlensk stjórnvöld til að hætta að gera almenning að skotmarki og að ná fram öðru vopnahléi.Krefst að blaðamenn séu ekki gerðir að skotmörkum Hún talaði einnig um árásina sem gerð var á bresku blaðakonuna Alex Crawford og teymi hennar í Idlib í síðustu viku, sem gerð var af árásarliði Sýrlandsstjórnar, og sagði: „Ég held að þeir vilji ekki að fólk viti sannleikann.“ „Ég held að þeir búi einnig yfir hatri á fréttamönnum. Jafnvel fyrir átökin var stjórnin ekkert rosalega umburðarlynd. Það bælir niður mótmælaraddir og fullt af fólki er í haldi vegna skoðana sinna.“ „Stjórnarfarið býr ekki yfir þeim eiginleikum sem við teljum þurfa fyrir þróað þingræði.“ „Ég held líka að þeir virði ekki fjölmiðlafrelsi á þann hátt sem við vonumst eftir.“ Á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna tjáði Pierce hinum fulltrúunum að hún hefði miklar áhyggjur vegna árásarinnar á blaðamennina og bað sendiherra Sýrlands að staðfesta að fjölmiðlafólk yrði ekki gert að skotspónum. Bashar Jaafari, sendiherra Sýrlands, svaraði henni því að blaðamenn þyrftu vegabréfsáritun til að komast inn í landið og að fjölmiðlafulltrúar þyrftu að sækja um hana. Price sagði „ég vil hafa það alveg á hreinu, að fjölmiðlateymi Sky News var ekki réttmætt skotmark.“ „Að ráðast vísvitandi á blaðamenn er ekki leyfilegt og ég bið fulltrúa Sýrlands um að koma þeim skilaboðum áleiðis til ríkisstjórnar sinnar og lofi okkur að þeir verði ekki gerðir að skotspónum.“
Bretland Sýrland Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira