Dúx Borgarholtsskóla fór beint frá Silfurbergi á Smáþjóðaleikana í Svartfjallalandi Andri Eysteinsson skrifar 29. maí 2019 11:30 Magnús Gauti ásamt Kristjáni Ara Arasyni, sviðsstjóra bóknáms við útskriftarathöfnina síðasta laugardag. Mynd/Kristín Bogadóttir „Það var enginn tími til afslöppunar eftir útskriftina, ég fór beint út daginn eftir,“ sagði dúx Borgarholtsskóla, Magnús Gauti Úlfarsson, sem var staddur á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi þegar Vísir náði af honum tali. Magnúsi er greinilega margt til lista lagt en auk þess að vera afburða námsmaður er hann einn fremsti borðtennisspilari Íslands. Magnús er einn sex fulltrúa Íslands í borðtenniskeppni Smáþjóðaleikanna og keppir í liðakeppninni og í einliðaleik. Hér á Íslandi leikur Magnús með liði Badmintonfélags Hafnarfjarðar sem varð Íslandsmeistari karla í apríl síðastliðnum og hefur sjálfur orðið Íslandsmeistari í einliðaleik síðustu tvö ár, 2018 og 2019. Með sigrinum 2018 varð Magnús fyrsti Íslandsmeistarinn, sem ekki kom úr röðum Víkings frá árinu 1993. Þá varð Magnús einnig Íslandsmeistari í tvíliðaleik karla í ár ásamt félaga sínum Birgi Ívarssyni. Borðtennis skipar því stóran sess í lífi Magnúsar en Magnús lagði sig allan fram við að sinna bæði leik og námi vel. „Það fór lítill tími í annað en æfingar og nám, ég æfi yfir 20 klukkustundir á viku og síðan þarf að læra vel, sérstaklega ef það eru próf eða verkefnaskil á döfinni. En það truflaði mig ekkert, enda eru flestir af mínum bestu vinum innan borðtennishreyfingarinnar,“ segir Magnús.Heldur til Norðurlanda og heillast af Lyfjafræði Magnús segist ekki hafa stefnt á að dúxa í framhaldsskóla fyrr en að tvær annir voru eftir, „ég hugsaði bara, af hverju ekki og gaf allt í botn til þess að ná markmiðinu,“ sagði Magnús Gauti. „Lykillinn fyrir mig er að læra þangað til maður skilur efnið. Aldrei hætta að lesa fyrir próf fyrr en allt er komið á hreint, þá flýgur maður í gegnum prófin og þarf ekkert að stressa sig á hlutunum, segir Magnús og bætir við að forvitni og áhugi geri allt svo miklu einfaldara. Aðferðir Magnúsar skiluðu honum 9,51 í meðaleinkunn sem tilkynnt var við útskriftina í Silfurbergi í Hörpu, síðasta laugardag.Magnús hélt eins og áður sagði rakleitt til Svartfjallalands eftir útskrift en seinna í sumar heldur hann ásamt félögum sínum í þeirra eigin útskriftarferð til Ítalíu. Þegar Ítalíuförinni lýkur stefnir Magnús á að halda til Norðurlandanna til æfinga og stefnir hann þar á nám í Lyfjafræði samhliða borðtennisæfingum.Spurður um heilræði fyrir nemendur sem dreymir um að dúxa stendur ekki á svörum hjá borðtenniskappanum. „ Vertu ábyrgur, ekki sleppa verkefni sama hversu lítið það gildir. Auk þess er mikilvægt að gera hlutina sjálfur og ekki treysta á að aðrir geri þá fyrir þig. Spurðu ef þú skilur ekki og síðast en ekki síst þarf að eiga sér líf utan lærdómsins,“ sagði Magnús Gauti Úlfarsson, margfaldur Íslandsmeistari í Borðtennis, keppandi á Smáþjóðaleikunum og dúx Borgarholtsskóla vorið 2019. Borðtennis Reykjavík Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
„Það var enginn tími til afslöppunar eftir útskriftina, ég fór beint út daginn eftir,“ sagði dúx Borgarholtsskóla, Magnús Gauti Úlfarsson, sem var staddur á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi þegar Vísir náði af honum tali. Magnúsi er greinilega margt til lista lagt en auk þess að vera afburða námsmaður er hann einn fremsti borðtennisspilari Íslands. Magnús er einn sex fulltrúa Íslands í borðtenniskeppni Smáþjóðaleikanna og keppir í liðakeppninni og í einliðaleik. Hér á Íslandi leikur Magnús með liði Badmintonfélags Hafnarfjarðar sem varð Íslandsmeistari karla í apríl síðastliðnum og hefur sjálfur orðið Íslandsmeistari í einliðaleik síðustu tvö ár, 2018 og 2019. Með sigrinum 2018 varð Magnús fyrsti Íslandsmeistarinn, sem ekki kom úr röðum Víkings frá árinu 1993. Þá varð Magnús einnig Íslandsmeistari í tvíliðaleik karla í ár ásamt félaga sínum Birgi Ívarssyni. Borðtennis skipar því stóran sess í lífi Magnúsar en Magnús lagði sig allan fram við að sinna bæði leik og námi vel. „Það fór lítill tími í annað en æfingar og nám, ég æfi yfir 20 klukkustundir á viku og síðan þarf að læra vel, sérstaklega ef það eru próf eða verkefnaskil á döfinni. En það truflaði mig ekkert, enda eru flestir af mínum bestu vinum innan borðtennishreyfingarinnar,“ segir Magnús.Heldur til Norðurlanda og heillast af Lyfjafræði Magnús segist ekki hafa stefnt á að dúxa í framhaldsskóla fyrr en að tvær annir voru eftir, „ég hugsaði bara, af hverju ekki og gaf allt í botn til þess að ná markmiðinu,“ sagði Magnús Gauti. „Lykillinn fyrir mig er að læra þangað til maður skilur efnið. Aldrei hætta að lesa fyrir próf fyrr en allt er komið á hreint, þá flýgur maður í gegnum prófin og þarf ekkert að stressa sig á hlutunum, segir Magnús og bætir við að forvitni og áhugi geri allt svo miklu einfaldara. Aðferðir Magnúsar skiluðu honum 9,51 í meðaleinkunn sem tilkynnt var við útskriftina í Silfurbergi í Hörpu, síðasta laugardag.Magnús hélt eins og áður sagði rakleitt til Svartfjallalands eftir útskrift en seinna í sumar heldur hann ásamt félögum sínum í þeirra eigin útskriftarferð til Ítalíu. Þegar Ítalíuförinni lýkur stefnir Magnús á að halda til Norðurlandanna til æfinga og stefnir hann þar á nám í Lyfjafræði samhliða borðtennisæfingum.Spurður um heilræði fyrir nemendur sem dreymir um að dúxa stendur ekki á svörum hjá borðtenniskappanum. „ Vertu ábyrgur, ekki sleppa verkefni sama hversu lítið það gildir. Auk þess er mikilvægt að gera hlutina sjálfur og ekki treysta á að aðrir geri þá fyrir þig. Spurðu ef þú skilur ekki og síðast en ekki síst þarf að eiga sér líf utan lærdómsins,“ sagði Magnús Gauti Úlfarsson, margfaldur Íslandsmeistari í Borðtennis, keppandi á Smáþjóðaleikunum og dúx Borgarholtsskóla vorið 2019.
Borðtennis Reykjavík Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira