Fulltrúar Tesla funduðu með íslenskum embættismönnum um rafbílavæðingu Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. maí 2019 22:35 Elon Musk er stofnandi Tesla. Fulltrúar frá fyrirtækinu áttu fundi með embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður en ákveðið var að opna útibú á Íslandi og auglýsa fimm stöður. Getty/Troy Harvey Fulltrúar bandaríska rafbílaframleiðandans Tesla áttu fundi með íslenskum embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður tekin var ákvörðun um að opna útibú á Íslandi og auglýsa fimm lausar stöður. Rafbílar eru orðinn raunhæfur kostur þar sem verð á slíkum bílum hefur lækkað á síðustu árum. Einn útbreiddasti hreini rafbíllinn hér á landi er Nissan Leaf en nýr slíkur bíll kostar 4,2 milljónir króna. „Nú er Ísland í öðru sæti í rafbílavæðingu á heimsvísu miðað við höfðatölu. Við erum að rafbílavæðast hraðar en önnur lönd ef Noregur er undanskilinn,“ segir Jóhann G. Ólafsson formaður Rafbílasambands Íslands. Tesla hyggst opna útibú og verslun á Íslandi og er undirbúningur vegna þessara áforma kominn á fullan skrið. Tesla auglýsti á dögunum fimm lausar stöður til umsóknar í Reykjavík. Undirbúningurinn hefur staðið yfir lengi og samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 áttu fulltrúar Tesla fundi með embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður en tekin var ákvörðun um opnun hér. Áhuginn virðist þó algjörlega sjálfsprottinn. Fulltrúar Tesla funduðu meðal annars með Stefáni Eiríkssyni borgarritara og starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur í sitt hvoru lagi. Even Sandvold Roland, talsmaður Tesla í Noregi, segir að Ísland hafi mikla möguleika á að verða fyrsta þjóðin sem selji eingöngu bifreiðar sem eru lausar við kolefnisútblástur. Samsetning loftslags og endurnýjanlegrar orku geri það að verkum að Ísland sé kjörið fyrir rafbíla. Framtíðarsýn Tesla sé að flýta fyrir orkuskiptum og Ísland gæti leikið mikilvægt hlutverk í því sambandi. Það er orðið raunhæft að eiga rafbíl á Íslandi því hægt er að keyra hringinn í kringum landið á slíkum bílum eftir að hleðslustöð fyrir rafbíla var opnuð við Mývatn. Þá er frekari fjárfesting innviða á döfinni í fjölmörgum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Bílar Orkumál Tesla Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Fulltrúar bandaríska rafbílaframleiðandans Tesla áttu fundi með íslenskum embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður tekin var ákvörðun um að opna útibú á Íslandi og auglýsa fimm lausar stöður. Rafbílar eru orðinn raunhæfur kostur þar sem verð á slíkum bílum hefur lækkað á síðustu árum. Einn útbreiddasti hreini rafbíllinn hér á landi er Nissan Leaf en nýr slíkur bíll kostar 4,2 milljónir króna. „Nú er Ísland í öðru sæti í rafbílavæðingu á heimsvísu miðað við höfðatölu. Við erum að rafbílavæðast hraðar en önnur lönd ef Noregur er undanskilinn,“ segir Jóhann G. Ólafsson formaður Rafbílasambands Íslands. Tesla hyggst opna útibú og verslun á Íslandi og er undirbúningur vegna þessara áforma kominn á fullan skrið. Tesla auglýsti á dögunum fimm lausar stöður til umsóknar í Reykjavík. Undirbúningurinn hefur staðið yfir lengi og samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 áttu fulltrúar Tesla fundi með embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður en tekin var ákvörðun um opnun hér. Áhuginn virðist þó algjörlega sjálfsprottinn. Fulltrúar Tesla funduðu meðal annars með Stefáni Eiríkssyni borgarritara og starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur í sitt hvoru lagi. Even Sandvold Roland, talsmaður Tesla í Noregi, segir að Ísland hafi mikla möguleika á að verða fyrsta þjóðin sem selji eingöngu bifreiðar sem eru lausar við kolefnisútblástur. Samsetning loftslags og endurnýjanlegrar orku geri það að verkum að Ísland sé kjörið fyrir rafbíla. Framtíðarsýn Tesla sé að flýta fyrir orkuskiptum og Ísland gæti leikið mikilvægt hlutverk í því sambandi. Það er orðið raunhæft að eiga rafbíl á Íslandi því hægt er að keyra hringinn í kringum landið á slíkum bílum eftir að hleðslustöð fyrir rafbíla var opnuð við Mývatn. Þá er frekari fjárfesting innviða á döfinni í fjölmörgum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.
Bílar Orkumál Tesla Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira