Vonar að bruninn raski ekki skólastarfi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. maí 2019 07:13 Bruninn í Seljaskóla í nótt kemur til með að hafa áhrifa á skólastarf fram að sumarleyfum í næsta mánuði. Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla var á vettvangi í nótt og segist hann hafa fengið tilkynningu um eld í skólanum rétt fyrir miðnætti frá viðbragðsaðilum innan skólans. Hann segir aðkomuna ekki hafa verið góða. „Það var reykur upp úr mæninum og virtist vera staðbundið en svo fljótlega fór reykurinn að dökkna og um eitt leitið í nótt var orðið ljóst mál að ekki yrði ráðið við þann eld sem þar var í gangi,“ segir Magnús um aðstæður þegar hann kom á staðinn. Stutt er síðan kviknaði í á svipuðum stað í skólanum en Magnús getur ekki getið sér til um eldsupptök nú. „Eldsupptökin þá, hefur okkur verið tjáð, að hafi verið út frá rafmagni. Við vitum ekkert hvað gerðist í kvöld. Það er langt í það að slökkvilið og lögregla nái að fara yfir vettvanginn. Við erum rétt búin að laga aðra álmu í húsinu, húsið er byggt þannig að þetta eru margar álmur. Það virðist ekki hafa verið nein tenging þarna á milli,“ segir Magnús.Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla, á vettvangi brunans í nótt.Vísir/JóhannKFór inn í skólann til að kanna með skemmdir í öðrum álmum „Mér sýnist vera ástæða til þess að þakka slökkviliðinu fyrir, þetta er ótrúlegt fólk sem við höfum og þeir hafa náð að bjarga því, sýnist okkur við fyrstu sýn, að það hefur ekki farið mikill reykur á milli og eldvarnarhurðir og annað sem er hérna virðist hafa haldið þokkalega, þannig að þetta virðist vera staðbundið. Það er samt gríðarlegt tjón í þessu húsi sem eldurinn er í,“ segir Magnús. Þrátt fyrir áfallið í nótt segir Magnús sjá fyrir sér að nemendur nái að klára skólaveturinn í næsta mánuði. „Það er augljóst mál að við þurfum að gera ráðstafanir. það eru einhverjar fjórar vikur eftir hjá okkur. Þegar þetta gerðist síðast að þá áttum við góða nágranna og góða vini hérna nálægt okkur sem að hafa boðið okkur aðstoð. Mér þykir nú líklega svona þegar að það er orðið kristilegur tími til þess að hringja í vini mína hérna í hverfinu að þá kannski munum við leitast eftir því og stefnan er sú að við getum verið með skólastarf í öllum skólanum á mánudag, en það er klárt mál að við munum þurfa aðstoð vina okkar til að finna húsnæði fyrir þau börn sem að voru í þessari álmu sem að mesta tjónið hefur orðið,“ segir Magnús. Eldurinn í þaki Seljaskóla var mikill.Vísir/Stöð2Sorglegt að horfa upp á þetta öðru sinni Magnús segir sorglegt að horfa upp á skólabygginguna svona illa farna og ferlegt að vera upplifa atburðinn öðru sinni á stuttum tíma. Hann segir að þó þetta sé bara hús að þá þyki honum vænt um það. „Þetta eru kennslustofur fyrir 11 og 12 ára gömul börn og það eru eingöngu kennslustofur í þessu húsi,“ segir Magnús. Aðspurður um ástandið á kennslustofunum segir Magnús að þrátt fyrir að steypt plata sé á milli kennslustofanna og þaksins hafi mikið vatn og mikill svartur reykur farið um bygginguna og gerir hann ráð fyrir að tjón vegna þess sé mjög mikið. Lögreglumál Reykjavík Skóla - og menntamál Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur í þaki Seljaskóla Eldur kom upp í þaki Seljaslóla í nótt. 12. maí 2019 01:30 Mikið tjón í Seljaskóla eftir bruna Mikil eldur kom upp í þaki Seljaskóla um miðnætti og barðist slökkvilið við eldinn í alla nótt. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði að aðstæður til slökkvistarfs hafi verið mjög erfiðar. 12. maí 2019 06:35 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Bruninn í Seljaskóla í nótt kemur til með að hafa áhrifa á skólastarf fram að sumarleyfum í næsta mánuði. Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla var á vettvangi í nótt og segist hann hafa fengið tilkynningu um eld í skólanum rétt fyrir miðnætti frá viðbragðsaðilum innan skólans. Hann segir aðkomuna ekki hafa verið góða. „Það var reykur upp úr mæninum og virtist vera staðbundið en svo fljótlega fór reykurinn að dökkna og um eitt leitið í nótt var orðið ljóst mál að ekki yrði ráðið við þann eld sem þar var í gangi,“ segir Magnús um aðstæður þegar hann kom á staðinn. Stutt er síðan kviknaði í á svipuðum stað í skólanum en Magnús getur ekki getið sér til um eldsupptök nú. „Eldsupptökin þá, hefur okkur verið tjáð, að hafi verið út frá rafmagni. Við vitum ekkert hvað gerðist í kvöld. Það er langt í það að slökkvilið og lögregla nái að fara yfir vettvanginn. Við erum rétt búin að laga aðra álmu í húsinu, húsið er byggt þannig að þetta eru margar álmur. Það virðist ekki hafa verið nein tenging þarna á milli,“ segir Magnús.Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla, á vettvangi brunans í nótt.Vísir/JóhannKFór inn í skólann til að kanna með skemmdir í öðrum álmum „Mér sýnist vera ástæða til þess að þakka slökkviliðinu fyrir, þetta er ótrúlegt fólk sem við höfum og þeir hafa náð að bjarga því, sýnist okkur við fyrstu sýn, að það hefur ekki farið mikill reykur á milli og eldvarnarhurðir og annað sem er hérna virðist hafa haldið þokkalega, þannig að þetta virðist vera staðbundið. Það er samt gríðarlegt tjón í þessu húsi sem eldurinn er í,“ segir Magnús. Þrátt fyrir áfallið í nótt segir Magnús sjá fyrir sér að nemendur nái að klára skólaveturinn í næsta mánuði. „Það er augljóst mál að við þurfum að gera ráðstafanir. það eru einhverjar fjórar vikur eftir hjá okkur. Þegar þetta gerðist síðast að þá áttum við góða nágranna og góða vini hérna nálægt okkur sem að hafa boðið okkur aðstoð. Mér þykir nú líklega svona þegar að það er orðið kristilegur tími til þess að hringja í vini mína hérna í hverfinu að þá kannski munum við leitast eftir því og stefnan er sú að við getum verið með skólastarf í öllum skólanum á mánudag, en það er klárt mál að við munum þurfa aðstoð vina okkar til að finna húsnæði fyrir þau börn sem að voru í þessari álmu sem að mesta tjónið hefur orðið,“ segir Magnús. Eldurinn í þaki Seljaskóla var mikill.Vísir/Stöð2Sorglegt að horfa upp á þetta öðru sinni Magnús segir sorglegt að horfa upp á skólabygginguna svona illa farna og ferlegt að vera upplifa atburðinn öðru sinni á stuttum tíma. Hann segir að þó þetta sé bara hús að þá þyki honum vænt um það. „Þetta eru kennslustofur fyrir 11 og 12 ára gömul börn og það eru eingöngu kennslustofur í þessu húsi,“ segir Magnús. Aðspurður um ástandið á kennslustofunum segir Magnús að þrátt fyrir að steypt plata sé á milli kennslustofanna og þaksins hafi mikið vatn og mikill svartur reykur farið um bygginguna og gerir hann ráð fyrir að tjón vegna þess sé mjög mikið.
Lögreglumál Reykjavík Skóla - og menntamál Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur í þaki Seljaskóla Eldur kom upp í þaki Seljaslóla í nótt. 12. maí 2019 01:30 Mikið tjón í Seljaskóla eftir bruna Mikil eldur kom upp í þaki Seljaskóla um miðnætti og barðist slökkvilið við eldinn í alla nótt. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði að aðstæður til slökkvistarfs hafi verið mjög erfiðar. 12. maí 2019 06:35 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Mikið tjón í Seljaskóla eftir bruna Mikil eldur kom upp í þaki Seljaskóla um miðnætti og barðist slökkvilið við eldinn í alla nótt. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði að aðstæður til slökkvistarfs hafi verið mjög erfiðar. 12. maí 2019 06:35
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent