Hvetur til kynlífsverkfalls til að mótmæla þungunarrofslöggjöf Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 12. maí 2019 16:21 Alyssa Milano hvetur til kynlífsmótmæla. Getty/Michael Tran Leikkonan og #metoo aðgerðasinninn Alyssa Milano hvetur konur til að taka þátt í svokölluðu kynlífsverkfalli til að mótmæla nýjum þungungarrofslögum í sem voru samþykkt í Georgíu fylki í Bandaríkjunum í síðustu viku. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. „Þar til konur hafa lagalegt forræði yfir eigin líkama getum við ekki hætt á að verða þungaðar,“ skrifaði hún á Twitter. Georgía setti í síðustu viku lög í gildi sem eru með þeim ströngustu þegar kemur að þungunarrofum í Bandaríkjunum, en Mississippi, Ohio og Kentucky hafa nú sett á sambærilega löggjöf. Nýju lögin kveða á um að þungunarrof sé óheimilað eftir 6. viku meðgöngu og að missi konur fóstur gætu þær þurft að sanna fyrir lögregluyfirvöldum að hafa ekki farið í ólöglegt þungunarrof. Our reproductive rights are being erased.Until women have legal control over our own bodies we just cannot risk pregnancy. JOIN ME by not having sex until we get bodily autonomy back.I'm calling for a #SexStrike. Pass it on. pic.twitter.com/uOgN4FKwpg— Alyssa Milano (@Alyssa_Milano) May 11, 2019 Hvað felst í lögunum og hvers vegna eru þau umdeild? Lögin segja að ekki megi framkvæma þungunarrof eftir að hjartsláttur finnist – sem, samkvæmt löggjöfum í Georgíu, er á sjöttu viku. Fæstar konur hafa á sjöttu viku gert sér grein fyrir að þungun sé til staðar, til að mynda byrjar morgunógleði ekki fyrr en á níundu viku. Alríkisdómari gæti komið í veg fyrir að svona lög taki gildi, sem var gert í Kentucky á þeim forsendum að lögin falli ekki undir stjórnarskrána. Svipuð löggjöf sem var sett í Mississippi hefur einnig sætt mótspyrnu og er talið líklegt að alríkisdómari skoði það mál betur. Löggjöf sem var komið á í Ohio komst ekki í gildi, var hafnað af fylkisstjóra Ohio sem beitti neitunarvaldi sínu til að koma henni frá.I hope the #womenofGeorgia stop having sex with men until these indignities are overturned.— Bette Midler (@BetteMidler) May 11, 2019 Kynlífsverkfallið og Hollywood Milano tísti á laugardag að grípa þyrfti til aðgerða, og bæði hún og myllumerkið #SexStrike vöktu mikla athygli og meira en 35 þúsund manns líkuðu við tístið og því var deilt meira en 12 þúsund sinnum. Leikkonan Bette Midler tók undir með Milano í tísti. Margir mótmæltu þessu á netinu, bæði stuðningsmenn laganna og einstaklingar sem gerðu athugasemd við þá hugmynd að konur stunduðu aðeins kynlíf til að gera karlmönnum til geðs. „Ég kann að meta ásetninginn, en kynlífsverkfall er slæm hugmynd byggð á kynjamisrétti,“ skrifaði einstaklingur á Twitter. „Það er eins og verið sé að meina að við veitum kynlíf sem umbun til þeirra sem eru verðugir. Það útilokar ánægju kvenna.“ To @BrianKempGA & Speaker Ralston:Attached, is an open letter signed by 50 actors against #HB481. On behalf of the undersigned--as people often called to work in GA or those of us contractually bound to work in GA--we hope you'll reconsider signing this bill. #HBIsBadForBusiness pic.twitter.com/DsOmAWYU2x— Alyssa Milano (@Alyssa_Milano) March 28, 2019 Á meðan lagafrumvarpið var enn ekki samþykkt skrifuðu fimmtíu leikarar undir tillögu um að sniðganga kvikmynda- og sjónvarps framleiðslu fylkisins, þar á meðal voru Milano, Amy Schumer, Christina Applegate, Alec Baldwin og Sean Penn. „Við viljum halda áfram framleiðslu í Georgíu,“ sagði í bréfinu sem fylgdi. „En við getum ekki gert það án þess að mótmæla og við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að færa iðnaðinn okkar í fylki sem er öruggara fyrir konur, ef þetta verður að lögum.“ Fleiri leikarar hafa lýst yfir stuðningi sínum, auk nokkurra framkvæmdarstjóra sjálfstæðra framleiðslufyrirtækja. Bandaríkin Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Leikkonan og #metoo aðgerðasinninn Alyssa Milano hvetur konur til að taka þátt í svokölluðu kynlífsverkfalli til að mótmæla nýjum þungungarrofslögum í sem voru samþykkt í Georgíu fylki í Bandaríkjunum í síðustu viku. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. „Þar til konur hafa lagalegt forræði yfir eigin líkama getum við ekki hætt á að verða þungaðar,“ skrifaði hún á Twitter. Georgía setti í síðustu viku lög í gildi sem eru með þeim ströngustu þegar kemur að þungunarrofum í Bandaríkjunum, en Mississippi, Ohio og Kentucky hafa nú sett á sambærilega löggjöf. Nýju lögin kveða á um að þungunarrof sé óheimilað eftir 6. viku meðgöngu og að missi konur fóstur gætu þær þurft að sanna fyrir lögregluyfirvöldum að hafa ekki farið í ólöglegt þungunarrof. Our reproductive rights are being erased.Until women have legal control over our own bodies we just cannot risk pregnancy. JOIN ME by not having sex until we get bodily autonomy back.I'm calling for a #SexStrike. Pass it on. pic.twitter.com/uOgN4FKwpg— Alyssa Milano (@Alyssa_Milano) May 11, 2019 Hvað felst í lögunum og hvers vegna eru þau umdeild? Lögin segja að ekki megi framkvæma þungunarrof eftir að hjartsláttur finnist – sem, samkvæmt löggjöfum í Georgíu, er á sjöttu viku. Fæstar konur hafa á sjöttu viku gert sér grein fyrir að þungun sé til staðar, til að mynda byrjar morgunógleði ekki fyrr en á níundu viku. Alríkisdómari gæti komið í veg fyrir að svona lög taki gildi, sem var gert í Kentucky á þeim forsendum að lögin falli ekki undir stjórnarskrána. Svipuð löggjöf sem var sett í Mississippi hefur einnig sætt mótspyrnu og er talið líklegt að alríkisdómari skoði það mál betur. Löggjöf sem var komið á í Ohio komst ekki í gildi, var hafnað af fylkisstjóra Ohio sem beitti neitunarvaldi sínu til að koma henni frá.I hope the #womenofGeorgia stop having sex with men until these indignities are overturned.— Bette Midler (@BetteMidler) May 11, 2019 Kynlífsverkfallið og Hollywood Milano tísti á laugardag að grípa þyrfti til aðgerða, og bæði hún og myllumerkið #SexStrike vöktu mikla athygli og meira en 35 þúsund manns líkuðu við tístið og því var deilt meira en 12 þúsund sinnum. Leikkonan Bette Midler tók undir með Milano í tísti. Margir mótmæltu þessu á netinu, bæði stuðningsmenn laganna og einstaklingar sem gerðu athugasemd við þá hugmynd að konur stunduðu aðeins kynlíf til að gera karlmönnum til geðs. „Ég kann að meta ásetninginn, en kynlífsverkfall er slæm hugmynd byggð á kynjamisrétti,“ skrifaði einstaklingur á Twitter. „Það er eins og verið sé að meina að við veitum kynlíf sem umbun til þeirra sem eru verðugir. Það útilokar ánægju kvenna.“ To @BrianKempGA & Speaker Ralston:Attached, is an open letter signed by 50 actors against #HB481. On behalf of the undersigned--as people often called to work in GA or those of us contractually bound to work in GA--we hope you'll reconsider signing this bill. #HBIsBadForBusiness pic.twitter.com/DsOmAWYU2x— Alyssa Milano (@Alyssa_Milano) March 28, 2019 Á meðan lagafrumvarpið var enn ekki samþykkt skrifuðu fimmtíu leikarar undir tillögu um að sniðganga kvikmynda- og sjónvarps framleiðslu fylkisins, þar á meðal voru Milano, Amy Schumer, Christina Applegate, Alec Baldwin og Sean Penn. „Við viljum halda áfram framleiðslu í Georgíu,“ sagði í bréfinu sem fylgdi. „En við getum ekki gert það án þess að mótmæla og við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að færa iðnaðinn okkar í fylki sem er öruggara fyrir konur, ef þetta verður að lögum.“ Fleiri leikarar hafa lýst yfir stuðningi sínum, auk nokkurra framkvæmdarstjóra sjálfstæðra framleiðslufyrirtækja.
Bandaríkin Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira