Breyta Facebook Live vegna árásanna í Christchurch Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2019 11:59 Með breytingunum verður aðilum sem hafa brotið gegn tilteknum reglum samfélagsmiðilsins meinað að vera með beinar útsendingar í tiltekinn tíma. AP/Richard Drew Facebook hefur gert breytingar á Facebook Live til að reyna að draga úr því að þjónusta fyrirtækisins sé notuð til að „valda skaða eða dreifa hatri“. Breytingarnar eru til komnar vegna hryðjuverkaárásanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi þar sem maður sýndi frá því þegar hann skaut tugi manna til bana í beinni útsendingu á Facebook. Með breytingunum verður aðilum sem hafa brotið gegn tilteknum reglum samfélagsmiðilsins meinað að vera með beinar útsendingar í tiltekinn tíma. Það er nóg að brjóta einu sinni gegn skilmálum Facebook til að fá bann. Þar að auki kemur fram í bloggfærslu, sem Guy Rosen, einn af æðstu yfirmönnum Facebook , skrifar undir, að fyrirtækið sé að vinna að þróun aðferða til að finna breyttar útgáfur af bönnuðum myndböndum og taka þær úr birtingu.Sjá einnig: Eyddu einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á FacebookÞað gerðist ítrekað í kjölfar árásanna í Christchurch. Þó upprunalega myndbandið hafi verið tekið út var því dreift ítrekað og fengu breyttar útgáfur af því að vera lengi uppi á samfélagsmiðlinum. Þó er vert að taka fram að Facebook hefur verið gagnrýnt fyrir það hve langan tíma það tók að fjarlægja upprunalega myndbandið. Vegna þessa hefur Facebook varið 7,5 milljónum dala til rannsóknarverkefna með þremur háskólum til að bæta tækni fyrirtækisins til að greina myndir og myndbönd sjálfkrafa, svo hægt sé að fjarlægja þau án tafa.Sjá einnig: Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi FacebookÍ færslu Facebook segir að yfirgnæfandi meirihluti notenda samfélagsmiðilsins fylgi reglum hans eftir. Hins vegar sé hægt að misnota beinu útsendingarnar. Eftir breytingarnar er nóg að fremja eitt brot gegn alvarlegustu reglum Facebook til að geta ekki verið með beinar útsendingar í tiltekinn tíma og eru 30 dagar nefndir. Sem dæmi segir að ef einhver deili áróðri öfga- eða hryðjuverkamanna án samhengis geti hinn sami ekki verið með beinar útsendingar um tíma. Seinna meir mun bannið einnig fela í sér að umræddir aðilar geti ekki keypt auglýsingar. Bannið á einnig við nýja stefnu Facebook varðandi hættulega aðila og stofnanir sem leiddi til þess að Alex Jones og aðrir umdeildir aðilar voru bannaðir frá Facebook fyrr í þessum mánuði.Sjá einnig: Facebook bannar „hættulega“ öfgamennAllir eiga þeir sem voru bannaðir það sameiginlegt að hafa dreift efni sem talið hefur verið hatursáróður, kynþáttahatur eða gyðingahatur. Facebook segir að fólkið hafi brotið gegn skilmálum miðilsins. Einstaklingar og stofnanir sem boði ofbeldi eða hatur hafi alltaf verið bannaðar á Facebook. Jacinda Adern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, segir að um gott „fyrsta skref“ sé að ræða, samkvæmt BBC. Hún mun stýra ráðstefnu með Emmanuel Macron, forseta Frakklands, í París um helgina þar sem fjallað verður um öfga á internetinu. Markmið ráðstefnunnar er að finna leiðir til að samræma alþjóðlegar aðgerðir svo hægt verði að koma í veg fyrir að samfélagsmiðlar séu notaðir til að ýta undir hryðjuverkastarfsemi og jafnvel ýta undir hryðjuverk. Leiðtogar frá Evrópu, Kanada og Mið-Austurlöndum munu sækja ráðstefnuna auk forsvarsmanna samfélagsmiðlafyrirtækja eins og Facebook, Google og Twitter. Facebook Hryðjuverk í Christchurch Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Facebook hefur gert breytingar á Facebook Live til að reyna að draga úr því að þjónusta fyrirtækisins sé notuð til að „valda skaða eða dreifa hatri“. Breytingarnar eru til komnar vegna hryðjuverkaárásanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi þar sem maður sýndi frá því þegar hann skaut tugi manna til bana í beinni útsendingu á Facebook. Með breytingunum verður aðilum sem hafa brotið gegn tilteknum reglum samfélagsmiðilsins meinað að vera með beinar útsendingar í tiltekinn tíma. Það er nóg að brjóta einu sinni gegn skilmálum Facebook til að fá bann. Þar að auki kemur fram í bloggfærslu, sem Guy Rosen, einn af æðstu yfirmönnum Facebook , skrifar undir, að fyrirtækið sé að vinna að þróun aðferða til að finna breyttar útgáfur af bönnuðum myndböndum og taka þær úr birtingu.Sjá einnig: Eyddu einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á FacebookÞað gerðist ítrekað í kjölfar árásanna í Christchurch. Þó upprunalega myndbandið hafi verið tekið út var því dreift ítrekað og fengu breyttar útgáfur af því að vera lengi uppi á samfélagsmiðlinum. Þó er vert að taka fram að Facebook hefur verið gagnrýnt fyrir það hve langan tíma það tók að fjarlægja upprunalega myndbandið. Vegna þessa hefur Facebook varið 7,5 milljónum dala til rannsóknarverkefna með þremur háskólum til að bæta tækni fyrirtækisins til að greina myndir og myndbönd sjálfkrafa, svo hægt sé að fjarlægja þau án tafa.Sjá einnig: Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi FacebookÍ færslu Facebook segir að yfirgnæfandi meirihluti notenda samfélagsmiðilsins fylgi reglum hans eftir. Hins vegar sé hægt að misnota beinu útsendingarnar. Eftir breytingarnar er nóg að fremja eitt brot gegn alvarlegustu reglum Facebook til að geta ekki verið með beinar útsendingar í tiltekinn tíma og eru 30 dagar nefndir. Sem dæmi segir að ef einhver deili áróðri öfga- eða hryðjuverkamanna án samhengis geti hinn sami ekki verið með beinar útsendingar um tíma. Seinna meir mun bannið einnig fela í sér að umræddir aðilar geti ekki keypt auglýsingar. Bannið á einnig við nýja stefnu Facebook varðandi hættulega aðila og stofnanir sem leiddi til þess að Alex Jones og aðrir umdeildir aðilar voru bannaðir frá Facebook fyrr í þessum mánuði.Sjá einnig: Facebook bannar „hættulega“ öfgamennAllir eiga þeir sem voru bannaðir það sameiginlegt að hafa dreift efni sem talið hefur verið hatursáróður, kynþáttahatur eða gyðingahatur. Facebook segir að fólkið hafi brotið gegn skilmálum miðilsins. Einstaklingar og stofnanir sem boði ofbeldi eða hatur hafi alltaf verið bannaðar á Facebook. Jacinda Adern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, segir að um gott „fyrsta skref“ sé að ræða, samkvæmt BBC. Hún mun stýra ráðstefnu með Emmanuel Macron, forseta Frakklands, í París um helgina þar sem fjallað verður um öfga á internetinu. Markmið ráðstefnunnar er að finna leiðir til að samræma alþjóðlegar aðgerðir svo hægt verði að koma í veg fyrir að samfélagsmiðlar séu notaðir til að ýta undir hryðjuverkastarfsemi og jafnvel ýta undir hryðjuverk. Leiðtogar frá Evrópu, Kanada og Mið-Austurlöndum munu sækja ráðstefnuna auk forsvarsmanna samfélagsmiðlafyrirtækja eins og Facebook, Google og Twitter.
Facebook Hryðjuverk í Christchurch Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira