Ráfuðu um fjöllin í marga daga í leit að fórnarlömbum áður en þeir völdu Maren og Louisu Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2019 12:43 Þrír mannanna sem handteknir voru í Marrakesh skömmu eftir að lík kvennanna fundust. Þeir eru grunaðir um að hafa myrt þær. Mynd/Lögregla í Marokkó Hryðjuverkamennirnir sem ákærðir eru fyrir morðin á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember síðastliðnum ætluðu að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir höfðu hins vegar ekki efni á ferðalaginu og ákváðu því að myrða erlenda ferðamenn í nafni samtakanna heima í Marokkó. Þetta hefur norska dagblaðið VG upp úr gögnum málsins. Konurnar tvær, hin norska Maren Ueland og hin danska Louisa Vesterager-Jespersen, voru á bakpokaferðalagi í Imlil-fjöllum í Atlasfjallgarðinum í Marokkó þegar þær voru myrtar á hrottalegan hátt í tjaldi sínu. Þrír marokkóskir menn, auk vitorðsmanns, hafa verið ákærðir fyrir að hafa framið morðin og tuttugu til viðbótar fyrir aðild að þeim.Myrtu konurnar á „ISIS-mátann“ Í skjölunum eru raktar ítarlegar lýsingar mannanna á aðdraganda morðanna og verknaðinum sjálfum. Þá segja þeir frá hollustu sinni við ISIS og lýsa því hvernig þeir leituðu uppi ferðamenn til að myrða þá á „ISIS-mátann“. Mennirnir hittust reglulega og ræddu „hnignun“ samfélagsins í Marokkó, sem þeir töldu ekki samræmast ofsatrú sinni. Þá hafi dreymt um að fara til Sýrlands og berjast í nafni ISIS en ekki haft efni á ferðalaginu.Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó þann 17. desember síðastliðinn.Myndir/FacebookÞeir sættust því á að stofna hryðjuverkahóp, sverja ISIS hollustu sína, og sitja fyrir erlendum ferðamönnum í Imlil-fjöllum. Þeir hafi gengið um fjöllin í nokkra daga og komu auga á „mörg möguleg fórnarlömb“ áður en þeir ákváðu að myrða Maren og Louisu.Segist sjá eftir morðunum Þá er haft eftir hryðjuverkamönnunum að konurnar hafi verið að tjalda þegar þeir komu auga á þær. Einn mannanna skar gat á tjaldið og réðust þeir því næst til atlögu. Þá játaði annar mannanna að hafa tekið morðin upp á myndband, sem síðar komst í dreifingu á samfélagsmiðlum. Einn mannanna sagðist jafnframt sjá eftir morðunum. Þá áttu þremenningarnir sér vitorðsmann, sem var á ferð með þeim í fjöllunum, en hann tók þó ekki þátt í morðunum með beinum hætti. Talið er að hann hafi verið að undirbúa felustað fyrir félaga sína á meðan þeir frömdu voðaverkið. Þessi fjórði maður gleymdi jafnframt skilríkjum sínum í tjaldinu, sem leiddi að lokum til handtöku þremenninganna. Réttarhöld yfir 24 mönnum í tengslum við morðin, og þar á meðal höfuðpaurunum fjórum, hefjast í Marokkó á morgun, 16. maí. Verjandi mannanna segir í samtali við VG hann búist við því að þeir játi á sig hryðjuverk er þeir verða leiddir fyrir dómara á morgun. Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Noregur Tengdar fréttir Réttarhöldunum í Marokkó frestað Réttarhöld yfir 24 einstaklingum, sem grunaðir eru um aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember, hófust í dag. 2. maí 2019 15:05 Dauðadóms krafist: „Verri en skepnur“ Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. 11. maí 2019 12:26 Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Hryðjuverkamennirnir sem ákærðir eru fyrir morðin á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember síðastliðnum ætluðu að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir höfðu hins vegar ekki efni á ferðalaginu og ákváðu því að myrða erlenda ferðamenn í nafni samtakanna heima í Marokkó. Þetta hefur norska dagblaðið VG upp úr gögnum málsins. Konurnar tvær, hin norska Maren Ueland og hin danska Louisa Vesterager-Jespersen, voru á bakpokaferðalagi í Imlil-fjöllum í Atlasfjallgarðinum í Marokkó þegar þær voru myrtar á hrottalegan hátt í tjaldi sínu. Þrír marokkóskir menn, auk vitorðsmanns, hafa verið ákærðir fyrir að hafa framið morðin og tuttugu til viðbótar fyrir aðild að þeim.Myrtu konurnar á „ISIS-mátann“ Í skjölunum eru raktar ítarlegar lýsingar mannanna á aðdraganda morðanna og verknaðinum sjálfum. Þá segja þeir frá hollustu sinni við ISIS og lýsa því hvernig þeir leituðu uppi ferðamenn til að myrða þá á „ISIS-mátann“. Mennirnir hittust reglulega og ræddu „hnignun“ samfélagsins í Marokkó, sem þeir töldu ekki samræmast ofsatrú sinni. Þá hafi dreymt um að fara til Sýrlands og berjast í nafni ISIS en ekki haft efni á ferðalaginu.Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó þann 17. desember síðastliðinn.Myndir/FacebookÞeir sættust því á að stofna hryðjuverkahóp, sverja ISIS hollustu sína, og sitja fyrir erlendum ferðamönnum í Imlil-fjöllum. Þeir hafi gengið um fjöllin í nokkra daga og komu auga á „mörg möguleg fórnarlömb“ áður en þeir ákváðu að myrða Maren og Louisu.Segist sjá eftir morðunum Þá er haft eftir hryðjuverkamönnunum að konurnar hafi verið að tjalda þegar þeir komu auga á þær. Einn mannanna skar gat á tjaldið og réðust þeir því næst til atlögu. Þá játaði annar mannanna að hafa tekið morðin upp á myndband, sem síðar komst í dreifingu á samfélagsmiðlum. Einn mannanna sagðist jafnframt sjá eftir morðunum. Þá áttu þremenningarnir sér vitorðsmann, sem var á ferð með þeim í fjöllunum, en hann tók þó ekki þátt í morðunum með beinum hætti. Talið er að hann hafi verið að undirbúa felustað fyrir félaga sína á meðan þeir frömdu voðaverkið. Þessi fjórði maður gleymdi jafnframt skilríkjum sínum í tjaldinu, sem leiddi að lokum til handtöku þremenninganna. Réttarhöld yfir 24 mönnum í tengslum við morðin, og þar á meðal höfuðpaurunum fjórum, hefjast í Marokkó á morgun, 16. maí. Verjandi mannanna segir í samtali við VG hann búist við því að þeir játi á sig hryðjuverk er þeir verða leiddir fyrir dómara á morgun.
Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Noregur Tengdar fréttir Réttarhöldunum í Marokkó frestað Réttarhöld yfir 24 einstaklingum, sem grunaðir eru um aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember, hófust í dag. 2. maí 2019 15:05 Dauðadóms krafist: „Verri en skepnur“ Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. 11. maí 2019 12:26 Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Réttarhöldunum í Marokkó frestað Réttarhöld yfir 24 einstaklingum, sem grunaðir eru um aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember, hófust í dag. 2. maí 2019 15:05
Dauðadóms krafist: „Verri en skepnur“ Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. 11. maí 2019 12:26
Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29