Nemendur MA slegnir eftir alvarlegt slys á dimmisjón Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2019 14:45 Frá dimmiteringu MA í gær. Hver bekkur sér um að útvega faraskjóta fyrir dimmisjón en algengast er að nemendur séu í vagni, sem dreginn er af traktori. Mynd/Aðsend Nemendur Menntaskólans á Akureyri eru slegnir eftir alvarlegt slys sem varð við dimmiteringu útskriftarnema í bænum í gær, að sögn formanns nemendafélags skólans sem dimmiteraði ásamt samnemendum sínum. Hún segir að einhverjir hafi nýtt sér aðhlynningu frá áfallateymi Rauða krossins en hlé var gert á hátíðahöldum gærdagsins eftir slysið. Stúlkan, sem var í hópi útskriftarnemanna í gær, hlaut alvarlega áverka á andliti er hún klemmdist í vökvaknúinni loku á malarflutningavagni, sem notaður var til að ferja hana og bekkjarfélaga hennar um bæinn.„Þvílíkt sjokk“ Slysið varð síðdegis í gær, um einn til tvo klukkutíma eftir að vagnar nemendanna lögðu af stað klukkan 14. Kolbrún Ósk Jóhannsdóttir, formaður Hugins, nemendafélags MA, skólaárið 2018-19, segir útskriftarnemendur skólans afar slegna eftir slysið. „Og sérstaklega þeir sem voru á þessum vagni, þetta er náttúrulega þvílíkt sjokk.“ Áfallateymi Rauða krossins var kallað út til að veita vitnum að slysinu aðhlynningu. Kolbrún segir að nokkrir hafi nýtt sér þjónustuna, þeir sem voru á vagninum með stúlkunni og vinir hennar. Stúlkan var svo flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur.Skemmtu sér fyrir hennar hönd Kolbrún, sem varð ekki vitni að slysinu sjálf og þekkir stúlkuna ekki persónulega, hefur eftir skólameistara MA að skólasystir hennar hafi brotnað illa á neðri hluta andlits við slysið. Sem betur fer hafi hún ekki slasast annars staðar. Þá var gert hlé á dimmiteringunni þegar slysið varð. „Við hættum og hittumst uppi í skóla og skólameistarinn ræddi við okkur. Allir þurftu aðeins að róa sig niður,“ segir Kolbrún. Eftir það hafi flestir ákveðið að halda dagskrá dagsins áfram. „Við vorum auðvitað öll mjög leið yfir þessu en þetta er náttúrulega dimmisjón og við vildum geta skemmt okkur, og þá einnig fyrir hennar hönd. Hún er að missa af þessu öllu saman.“ Ekkert fyllerísslys Þá leggur Kolbrún áherslu á að skemmtun gærdagsins hafi verið vímuefnalaus. Rík hefð sé fyrir því meðal nemenda MA að skemmta sér án áfengis og sú hafi einnig verið raunin þegar slysið varð. Um hafi verið að ræða raunverulegt óhapp en ekki fyllerísslys. Jóhannes Sigfússon aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að fólksflutningar með bílum á borð við þann sem átti í hlut í gær séu ólöglegir. Lögregla muni taka fyrir flutninga með slíkum bílum á dimmiteringum hér eftir. Að sögn Kolbrúnar er allur gangur á því hvernig útskriftarnemendur MA útvegi sér vagna og bíla á dimmisjón. Hver bekkur sjái um sinn vagn en þeir voru um sextán talsins í gær, og af ýmsum gerðum. Dimmiteringar hérlendis fara margar fram með þessum hætti. Þannig aka til að mynda útskriftarnemar Menntaskólans í Reykjavík um miðbæinn á stórum gámabílum við dimmiteringu á ári hverju. Akureyri Lögreglumál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Slasaðist alvarlega við dimmiteringu á Akureyri Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og fengu vitni að slysinu aðhlynningu hjá áfallateymi Rauða krossins. 16. maí 2019 12:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Nemendur Menntaskólans á Akureyri eru slegnir eftir alvarlegt slys sem varð við dimmiteringu útskriftarnema í bænum í gær, að sögn formanns nemendafélags skólans sem dimmiteraði ásamt samnemendum sínum. Hún segir að einhverjir hafi nýtt sér aðhlynningu frá áfallateymi Rauða krossins en hlé var gert á hátíðahöldum gærdagsins eftir slysið. Stúlkan, sem var í hópi útskriftarnemanna í gær, hlaut alvarlega áverka á andliti er hún klemmdist í vökvaknúinni loku á malarflutningavagni, sem notaður var til að ferja hana og bekkjarfélaga hennar um bæinn.„Þvílíkt sjokk“ Slysið varð síðdegis í gær, um einn til tvo klukkutíma eftir að vagnar nemendanna lögðu af stað klukkan 14. Kolbrún Ósk Jóhannsdóttir, formaður Hugins, nemendafélags MA, skólaárið 2018-19, segir útskriftarnemendur skólans afar slegna eftir slysið. „Og sérstaklega þeir sem voru á þessum vagni, þetta er náttúrulega þvílíkt sjokk.“ Áfallateymi Rauða krossins var kallað út til að veita vitnum að slysinu aðhlynningu. Kolbrún segir að nokkrir hafi nýtt sér þjónustuna, þeir sem voru á vagninum með stúlkunni og vinir hennar. Stúlkan var svo flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur.Skemmtu sér fyrir hennar hönd Kolbrún, sem varð ekki vitni að slysinu sjálf og þekkir stúlkuna ekki persónulega, hefur eftir skólameistara MA að skólasystir hennar hafi brotnað illa á neðri hluta andlits við slysið. Sem betur fer hafi hún ekki slasast annars staðar. Þá var gert hlé á dimmiteringunni þegar slysið varð. „Við hættum og hittumst uppi í skóla og skólameistarinn ræddi við okkur. Allir þurftu aðeins að róa sig niður,“ segir Kolbrún. Eftir það hafi flestir ákveðið að halda dagskrá dagsins áfram. „Við vorum auðvitað öll mjög leið yfir þessu en þetta er náttúrulega dimmisjón og við vildum geta skemmt okkur, og þá einnig fyrir hennar hönd. Hún er að missa af þessu öllu saman.“ Ekkert fyllerísslys Þá leggur Kolbrún áherslu á að skemmtun gærdagsins hafi verið vímuefnalaus. Rík hefð sé fyrir því meðal nemenda MA að skemmta sér án áfengis og sú hafi einnig verið raunin þegar slysið varð. Um hafi verið að ræða raunverulegt óhapp en ekki fyllerísslys. Jóhannes Sigfússon aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að fólksflutningar með bílum á borð við þann sem átti í hlut í gær séu ólöglegir. Lögregla muni taka fyrir flutninga með slíkum bílum á dimmiteringum hér eftir. Að sögn Kolbrúnar er allur gangur á því hvernig útskriftarnemendur MA útvegi sér vagna og bíla á dimmisjón. Hver bekkur sjái um sinn vagn en þeir voru um sextán talsins í gær, og af ýmsum gerðum. Dimmiteringar hérlendis fara margar fram með þessum hætti. Þannig aka til að mynda útskriftarnemar Menntaskólans í Reykjavík um miðbæinn á stórum gámabílum við dimmiteringu á ári hverju.
Akureyri Lögreglumál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Slasaðist alvarlega við dimmiteringu á Akureyri Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og fengu vitni að slysinu aðhlynningu hjá áfallateymi Rauða krossins. 16. maí 2019 12:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Slasaðist alvarlega við dimmiteringu á Akureyri Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og fengu vitni að slysinu aðhlynningu hjá áfallateymi Rauða krossins. 16. maí 2019 12:30