Nemendur MA slegnir eftir alvarlegt slys á dimmisjón Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2019 14:45 Frá dimmiteringu MA í gær. Hver bekkur sér um að útvega faraskjóta fyrir dimmisjón en algengast er að nemendur séu í vagni, sem dreginn er af traktori. Mynd/Aðsend Nemendur Menntaskólans á Akureyri eru slegnir eftir alvarlegt slys sem varð við dimmiteringu útskriftarnema í bænum í gær, að sögn formanns nemendafélags skólans sem dimmiteraði ásamt samnemendum sínum. Hún segir að einhverjir hafi nýtt sér aðhlynningu frá áfallateymi Rauða krossins en hlé var gert á hátíðahöldum gærdagsins eftir slysið. Stúlkan, sem var í hópi útskriftarnemanna í gær, hlaut alvarlega áverka á andliti er hún klemmdist í vökvaknúinni loku á malarflutningavagni, sem notaður var til að ferja hana og bekkjarfélaga hennar um bæinn.„Þvílíkt sjokk“ Slysið varð síðdegis í gær, um einn til tvo klukkutíma eftir að vagnar nemendanna lögðu af stað klukkan 14. Kolbrún Ósk Jóhannsdóttir, formaður Hugins, nemendafélags MA, skólaárið 2018-19, segir útskriftarnemendur skólans afar slegna eftir slysið. „Og sérstaklega þeir sem voru á þessum vagni, þetta er náttúrulega þvílíkt sjokk.“ Áfallateymi Rauða krossins var kallað út til að veita vitnum að slysinu aðhlynningu. Kolbrún segir að nokkrir hafi nýtt sér þjónustuna, þeir sem voru á vagninum með stúlkunni og vinir hennar. Stúlkan var svo flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur.Skemmtu sér fyrir hennar hönd Kolbrún, sem varð ekki vitni að slysinu sjálf og þekkir stúlkuna ekki persónulega, hefur eftir skólameistara MA að skólasystir hennar hafi brotnað illa á neðri hluta andlits við slysið. Sem betur fer hafi hún ekki slasast annars staðar. Þá var gert hlé á dimmiteringunni þegar slysið varð. „Við hættum og hittumst uppi í skóla og skólameistarinn ræddi við okkur. Allir þurftu aðeins að róa sig niður,“ segir Kolbrún. Eftir það hafi flestir ákveðið að halda dagskrá dagsins áfram. „Við vorum auðvitað öll mjög leið yfir þessu en þetta er náttúrulega dimmisjón og við vildum geta skemmt okkur, og þá einnig fyrir hennar hönd. Hún er að missa af þessu öllu saman.“ Ekkert fyllerísslys Þá leggur Kolbrún áherslu á að skemmtun gærdagsins hafi verið vímuefnalaus. Rík hefð sé fyrir því meðal nemenda MA að skemmta sér án áfengis og sú hafi einnig verið raunin þegar slysið varð. Um hafi verið að ræða raunverulegt óhapp en ekki fyllerísslys. Jóhannes Sigfússon aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að fólksflutningar með bílum á borð við þann sem átti í hlut í gær séu ólöglegir. Lögregla muni taka fyrir flutninga með slíkum bílum á dimmiteringum hér eftir. Að sögn Kolbrúnar er allur gangur á því hvernig útskriftarnemendur MA útvegi sér vagna og bíla á dimmisjón. Hver bekkur sjái um sinn vagn en þeir voru um sextán talsins í gær, og af ýmsum gerðum. Dimmiteringar hérlendis fara margar fram með þessum hætti. Þannig aka til að mynda útskriftarnemar Menntaskólans í Reykjavík um miðbæinn á stórum gámabílum við dimmiteringu á ári hverju. Akureyri Lögreglumál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Slasaðist alvarlega við dimmiteringu á Akureyri Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og fengu vitni að slysinu aðhlynningu hjá áfallateymi Rauða krossins. 16. maí 2019 12:30 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Nemendur Menntaskólans á Akureyri eru slegnir eftir alvarlegt slys sem varð við dimmiteringu útskriftarnema í bænum í gær, að sögn formanns nemendafélags skólans sem dimmiteraði ásamt samnemendum sínum. Hún segir að einhverjir hafi nýtt sér aðhlynningu frá áfallateymi Rauða krossins en hlé var gert á hátíðahöldum gærdagsins eftir slysið. Stúlkan, sem var í hópi útskriftarnemanna í gær, hlaut alvarlega áverka á andliti er hún klemmdist í vökvaknúinni loku á malarflutningavagni, sem notaður var til að ferja hana og bekkjarfélaga hennar um bæinn.„Þvílíkt sjokk“ Slysið varð síðdegis í gær, um einn til tvo klukkutíma eftir að vagnar nemendanna lögðu af stað klukkan 14. Kolbrún Ósk Jóhannsdóttir, formaður Hugins, nemendafélags MA, skólaárið 2018-19, segir útskriftarnemendur skólans afar slegna eftir slysið. „Og sérstaklega þeir sem voru á þessum vagni, þetta er náttúrulega þvílíkt sjokk.“ Áfallateymi Rauða krossins var kallað út til að veita vitnum að slysinu aðhlynningu. Kolbrún segir að nokkrir hafi nýtt sér þjónustuna, þeir sem voru á vagninum með stúlkunni og vinir hennar. Stúlkan var svo flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur.Skemmtu sér fyrir hennar hönd Kolbrún, sem varð ekki vitni að slysinu sjálf og þekkir stúlkuna ekki persónulega, hefur eftir skólameistara MA að skólasystir hennar hafi brotnað illa á neðri hluta andlits við slysið. Sem betur fer hafi hún ekki slasast annars staðar. Þá var gert hlé á dimmiteringunni þegar slysið varð. „Við hættum og hittumst uppi í skóla og skólameistarinn ræddi við okkur. Allir þurftu aðeins að róa sig niður,“ segir Kolbrún. Eftir það hafi flestir ákveðið að halda dagskrá dagsins áfram. „Við vorum auðvitað öll mjög leið yfir þessu en þetta er náttúrulega dimmisjón og við vildum geta skemmt okkur, og þá einnig fyrir hennar hönd. Hún er að missa af þessu öllu saman.“ Ekkert fyllerísslys Þá leggur Kolbrún áherslu á að skemmtun gærdagsins hafi verið vímuefnalaus. Rík hefð sé fyrir því meðal nemenda MA að skemmta sér án áfengis og sú hafi einnig verið raunin þegar slysið varð. Um hafi verið að ræða raunverulegt óhapp en ekki fyllerísslys. Jóhannes Sigfússon aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að fólksflutningar með bílum á borð við þann sem átti í hlut í gær séu ólöglegir. Lögregla muni taka fyrir flutninga með slíkum bílum á dimmiteringum hér eftir. Að sögn Kolbrúnar er allur gangur á því hvernig útskriftarnemendur MA útvegi sér vagna og bíla á dimmisjón. Hver bekkur sjái um sinn vagn en þeir voru um sextán talsins í gær, og af ýmsum gerðum. Dimmiteringar hérlendis fara margar fram með þessum hætti. Þannig aka til að mynda útskriftarnemar Menntaskólans í Reykjavík um miðbæinn á stórum gámabílum við dimmiteringu á ári hverju.
Akureyri Lögreglumál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Slasaðist alvarlega við dimmiteringu á Akureyri Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og fengu vitni að slysinu aðhlynningu hjá áfallateymi Rauða krossins. 16. maí 2019 12:30 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Slasaðist alvarlega við dimmiteringu á Akureyri Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og fengu vitni að slysinu aðhlynningu hjá áfallateymi Rauða krossins. 16. maí 2019 12:30