Boris Johnson vill verða formaður Íhaldsflokksins Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. maí 2019 14:51 Boris Johnson var ötull talsmaður þess að Bretland yfirgæfi Evrópusambandið. Nordicphotos/AFP Boris Johnson, fyrrverandi utanríksráðherra Bretlands, mun bjóða sig fram til formennsku í Íhaldsflokknum eftir að núverandi formaður segir starfi sínu lausu. Þetta staðfesti Johnson á viðskiptaþingi í Manchester í dag. Þegar hann var spurður hvort hann hygðist gefa kost á sér til formannsstarfa eftir að Theresa May hættir sagði Johnson: „Auðvitað mun ég gera það. Ég held að það ætti ekki að koma neinum á óvart.“ May hefur gefið það út að hún muni segja af sér ef breska þingið samþykkir Brexit-samning hennar. Hún mun leggja hann í fjórða skipti fyrir þingið í júníbyrjun en, rétt eins og með fyrri tilraunir, er talið að samningnum verði hafnað. May situr nú á rökstólum með forystu Verkmannaflokksins í leit að sameiginlegri lausn í Brexit-málum. Þær þreifingar eru óvinsælar í báðum flokkum og taldar ólíklegar til árangurs - ekki síst í ljósi þess að Evrópusambandið hefur gefið það út að samningurinn sem nú er á borðinu sé sá eini í stöðunni.Fjölmörg nefnd Gert er ráð fyrir því að fleiri Íhaldsmenn muni sækjast eftir formannsembættinu og lýsa yfir áhuga sínum á næstu vikum. Nú þegar hafa ráðherrann Rory Stewart, sem fer fyrir þróunaraðstoðarmálum í ríkisstjórn May, og fyrrverandi atvinnumálaráðherrann Esther McVey lýst yfir framboði. Þingflokksformaður Íhaldsflokksins, Andrea Leadsom, segist jafnframt vera að íhuga næstu skref. Fleiri nöfn hafa verið nefnd sem líklegri frambjóðendur, jafnt fyrrverandi sem núverandi ráðherra, og nefnir breska ríkisútvarpið í því samhengi þau Michael Gove, Amber Rudd, Sajid Javid, Dominic Raab, Jeremy Hunt, Penny Mordaunt og Liz Truss. Bretland Brexit Tengdar fréttir Boris Johnson segir May stefna í allsherjar uppgjöf Boris Johnson, fyrrum utanríkisráðherra Bretlands og borgarstjóri Lundúnar, sakar Theresu May forsætisráðherra Bretlands um að stefna í allsherjar uppgjöf í Brexit samningaviðræðunum. 11. nóvember 2018 22:22 Sjá rautt vegna samstarfs við Corbyn Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins eru foxillir vegna viðræðna leiðtogans við leiðtoga Verkamannaflokksins. Þau reyna nú að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur á þingi í Brexit-málinu. 4. apríl 2019 07:00 Tugir Íhaldsmanna sagðir tilbúnir að fara gegn Theresu May Að minnsta kosti áttatíu þingmenn Íhaldsflokksins eru tilbúnir til þess að greiða atkvæði gegn frumvörpum ríkisstjórnar Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May um útgönguna úr Evrópusambandinu ef May lætur ekki af stefnu sinni um mjúka útgöngu í málaflokknum. 11. september 2018 07:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Boris Johnson, fyrrverandi utanríksráðherra Bretlands, mun bjóða sig fram til formennsku í Íhaldsflokknum eftir að núverandi formaður segir starfi sínu lausu. Þetta staðfesti Johnson á viðskiptaþingi í Manchester í dag. Þegar hann var spurður hvort hann hygðist gefa kost á sér til formannsstarfa eftir að Theresa May hættir sagði Johnson: „Auðvitað mun ég gera það. Ég held að það ætti ekki að koma neinum á óvart.“ May hefur gefið það út að hún muni segja af sér ef breska þingið samþykkir Brexit-samning hennar. Hún mun leggja hann í fjórða skipti fyrir þingið í júníbyrjun en, rétt eins og með fyrri tilraunir, er talið að samningnum verði hafnað. May situr nú á rökstólum með forystu Verkmannaflokksins í leit að sameiginlegri lausn í Brexit-málum. Þær þreifingar eru óvinsælar í báðum flokkum og taldar ólíklegar til árangurs - ekki síst í ljósi þess að Evrópusambandið hefur gefið það út að samningurinn sem nú er á borðinu sé sá eini í stöðunni.Fjölmörg nefnd Gert er ráð fyrir því að fleiri Íhaldsmenn muni sækjast eftir formannsembættinu og lýsa yfir áhuga sínum á næstu vikum. Nú þegar hafa ráðherrann Rory Stewart, sem fer fyrir þróunaraðstoðarmálum í ríkisstjórn May, og fyrrverandi atvinnumálaráðherrann Esther McVey lýst yfir framboði. Þingflokksformaður Íhaldsflokksins, Andrea Leadsom, segist jafnframt vera að íhuga næstu skref. Fleiri nöfn hafa verið nefnd sem líklegri frambjóðendur, jafnt fyrrverandi sem núverandi ráðherra, og nefnir breska ríkisútvarpið í því samhengi þau Michael Gove, Amber Rudd, Sajid Javid, Dominic Raab, Jeremy Hunt, Penny Mordaunt og Liz Truss.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Boris Johnson segir May stefna í allsherjar uppgjöf Boris Johnson, fyrrum utanríkisráðherra Bretlands og borgarstjóri Lundúnar, sakar Theresu May forsætisráðherra Bretlands um að stefna í allsherjar uppgjöf í Brexit samningaviðræðunum. 11. nóvember 2018 22:22 Sjá rautt vegna samstarfs við Corbyn Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins eru foxillir vegna viðræðna leiðtogans við leiðtoga Verkamannaflokksins. Þau reyna nú að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur á þingi í Brexit-málinu. 4. apríl 2019 07:00 Tugir Íhaldsmanna sagðir tilbúnir að fara gegn Theresu May Að minnsta kosti áttatíu þingmenn Íhaldsflokksins eru tilbúnir til þess að greiða atkvæði gegn frumvörpum ríkisstjórnar Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May um útgönguna úr Evrópusambandinu ef May lætur ekki af stefnu sinni um mjúka útgöngu í málaflokknum. 11. september 2018 07:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Boris Johnson segir May stefna í allsherjar uppgjöf Boris Johnson, fyrrum utanríkisráðherra Bretlands og borgarstjóri Lundúnar, sakar Theresu May forsætisráðherra Bretlands um að stefna í allsherjar uppgjöf í Brexit samningaviðræðunum. 11. nóvember 2018 22:22
Sjá rautt vegna samstarfs við Corbyn Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins eru foxillir vegna viðræðna leiðtogans við leiðtoga Verkamannaflokksins. Þau reyna nú að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur á þingi í Brexit-málinu. 4. apríl 2019 07:00
Tugir Íhaldsmanna sagðir tilbúnir að fara gegn Theresu May Að minnsta kosti áttatíu þingmenn Íhaldsflokksins eru tilbúnir til þess að greiða atkvæði gegn frumvörpum ríkisstjórnar Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May um útgönguna úr Evrópusambandinu ef May lætur ekki af stefnu sinni um mjúka útgöngu í málaflokknum. 11. september 2018 07:00