Öll lásbogafórnarlömbin í sértrúarsöfnuði Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. maí 2019 16:00 Hótelið við ánna Ilz þar sem þau Torsten W., Kerstin E. og Farina C. fundust látin. Öll höfðu þau verið skotin til bana með lásboga. EPA/Sebastian Pieknik Talið er að karlmaðurinn sem skotinn var til bana með lásboga í Bæjaralandi um helgina hafi farið fyrir miðaldasérstrúarsöfnuði. Konurnar tvær sem fundust látnar við hlið mannsins, á hótelherbergi skamt fyrir utan bæinn Passau, eru jafnframt taldar hafa verið einhvers konar ambáttir mannsins, sem hann er sagður hafa ráðskast með að vild. Mál fólksins hefur vakið töluverða athygli, allt frá því að herbergisþerna gekk fram á lík fólksins og þrjá lásboga á laugardag. Lögreglu hefur ekki viljað gefa formlega upp hvernig fólkið tengdist né varpa ljósi á dauða tveggja kvenna sem fundust í íbúð annarrar konunnar.Sjá einnig: Lásbogafórnarlömbin voru áhugafólk um miðaldir Ef marka má frásagnir þýskra fjölmiðla virðist maðurinn, Torsten W, hins vegar hafa beitt allar konurnar fjórar miklu líkamlegu og andlegu harðræði. RTL hefur eftir fjölda viðmælenda, sem sagt er þekkja til fólksins, að maðurinn hafi stjórnað þeim eins og þrælahaldari. Talið er að um einhvers konar sértrúarsöfnuð hafi verið að ræða sem sagður er hafa lagt mikið upp úr hvers kyns miðaldamenningu og kynlífi. Það kemur heim og saman við fyrri fréttir af málinu, en vitað er til þess að Torsten W og konurnar sem fundust á hótelherberginu með honum, sem hafa verið nafngreindar sem Kerstin E. og Farina C., hafi verið skráð á vefsíðu Alþjóðlegu burtreiðadeildarinnar (IJL) í Belgíu. Samtökin skipuleggja miðaldakeppnir þar sem félagar sýna hæfileika sína með miðaldavopn og í reiðmennsku.Tvær konur fundust jafnframt látnar í íbúð í Wittingen. Þær eru báðar taldar hafa verið meðlimir sértrúarsafnaðarins.EPA/HOLGER BODENKynntist Torsten í sögulegum bardagafélagi RTL ræddi jafnframt við hjón sem sögð eru óttast að 19 ára gömul stúlka, sem fannst látin í íbúð Farinu C. í Wittingen á mánudag, sé dóttir þeirra. Stúlkan, sem nafngreind er sem Carina U., er talin hafa fallið fyrir boðskap Torsten W. á árum áður og slitið öllum samskiptum við fjölskyldu sína. Foreldrar hennar segja að stúlkan hafi á æskuárum sínum við glaðlynd og lagt stund á sjálfsvarnaríþróttir. Talið er að kennarinn hennar hafi verið sá sem kom henni fyrst í kynni íþróttina, sem lýst er sem „sögulegum evrópskum bardaglistum“ á vef RTL. Þar er stúlkan sögð hafa kynnst Torsten W., en ekki liggur fyrir hvort hann lagði sjálfur stund á íþróttina. Foreldrar hennar lýsa því hvernig hún hafi orðið heltekin af manninum á aðeins örfáum vikum og sagt skilið við vini sína og fjölskyldu, orðið hlédræg og þunglynd. Í samtali við RTL segja foreldrarnir að þegar stúlkan hafi verið fárveik hafi hún ekki tekið annað í mál en að mæta á bardagaæfingar, þrátt fyrir að henni dytti ekki í hug að mæta í skólann. Ásókn hennar í íþróttina, og um leið í Torsten W., hafi verið líkust fíkn. Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta hver dánarorsök stúlknanna í Wittengen var, en engir lásbogar hafa fundist á vettvangi. Auk Carinu U. fannst lík hinnar 35 ára gömlu Gertrud C. í íbúðinni, en hún er talin hafa verið ástkona fyrrnefnds kennara, sem kom Carinu U. fyrst í samband við Torsten W. Gertrud C. er þannig jafnframt talin hafa verið meðlimur í miðaldasértrúarsöfnuðinum sem Torstein W. fór fyrir.Nánar á vef RTL. Þýskaland Tengdar fréttir Lásbogafórnarlömbin voru áhugafólk um miðaldir Tvær konur og ein karlmaður sem voru skotin til bana með lásboga um helgina voru skráð á vefsíðu áhugafólks um burtreiðar. Enn hefur ekki tekist að varpa ljósi á tengsl þeirra. 14. maí 2019 18:49 Fundu lík heima hjá konu sem var skotin með lásboga Þýska lögreglan rannsakar nú tengsl tveggja líkfunda. Tvö lík fundust heima hjá konu sem var skotin til bana með lásboga hundruð kílómetrum sunnar í Þýskalandi um helgina. 13. maí 2019 15:15 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Sjá meira
Talið er að karlmaðurinn sem skotinn var til bana með lásboga í Bæjaralandi um helgina hafi farið fyrir miðaldasérstrúarsöfnuði. Konurnar tvær sem fundust látnar við hlið mannsins, á hótelherbergi skamt fyrir utan bæinn Passau, eru jafnframt taldar hafa verið einhvers konar ambáttir mannsins, sem hann er sagður hafa ráðskast með að vild. Mál fólksins hefur vakið töluverða athygli, allt frá því að herbergisþerna gekk fram á lík fólksins og þrjá lásboga á laugardag. Lögreglu hefur ekki viljað gefa formlega upp hvernig fólkið tengdist né varpa ljósi á dauða tveggja kvenna sem fundust í íbúð annarrar konunnar.Sjá einnig: Lásbogafórnarlömbin voru áhugafólk um miðaldir Ef marka má frásagnir þýskra fjölmiðla virðist maðurinn, Torsten W, hins vegar hafa beitt allar konurnar fjórar miklu líkamlegu og andlegu harðræði. RTL hefur eftir fjölda viðmælenda, sem sagt er þekkja til fólksins, að maðurinn hafi stjórnað þeim eins og þrælahaldari. Talið er að um einhvers konar sértrúarsöfnuð hafi verið að ræða sem sagður er hafa lagt mikið upp úr hvers kyns miðaldamenningu og kynlífi. Það kemur heim og saman við fyrri fréttir af málinu, en vitað er til þess að Torsten W og konurnar sem fundust á hótelherberginu með honum, sem hafa verið nafngreindar sem Kerstin E. og Farina C., hafi verið skráð á vefsíðu Alþjóðlegu burtreiðadeildarinnar (IJL) í Belgíu. Samtökin skipuleggja miðaldakeppnir þar sem félagar sýna hæfileika sína með miðaldavopn og í reiðmennsku.Tvær konur fundust jafnframt látnar í íbúð í Wittingen. Þær eru báðar taldar hafa verið meðlimir sértrúarsafnaðarins.EPA/HOLGER BODENKynntist Torsten í sögulegum bardagafélagi RTL ræddi jafnframt við hjón sem sögð eru óttast að 19 ára gömul stúlka, sem fannst látin í íbúð Farinu C. í Wittingen á mánudag, sé dóttir þeirra. Stúlkan, sem nafngreind er sem Carina U., er talin hafa fallið fyrir boðskap Torsten W. á árum áður og slitið öllum samskiptum við fjölskyldu sína. Foreldrar hennar segja að stúlkan hafi á æskuárum sínum við glaðlynd og lagt stund á sjálfsvarnaríþróttir. Talið er að kennarinn hennar hafi verið sá sem kom henni fyrst í kynni íþróttina, sem lýst er sem „sögulegum evrópskum bardaglistum“ á vef RTL. Þar er stúlkan sögð hafa kynnst Torsten W., en ekki liggur fyrir hvort hann lagði sjálfur stund á íþróttina. Foreldrar hennar lýsa því hvernig hún hafi orðið heltekin af manninum á aðeins örfáum vikum og sagt skilið við vini sína og fjölskyldu, orðið hlédræg og þunglynd. Í samtali við RTL segja foreldrarnir að þegar stúlkan hafi verið fárveik hafi hún ekki tekið annað í mál en að mæta á bardagaæfingar, þrátt fyrir að henni dytti ekki í hug að mæta í skólann. Ásókn hennar í íþróttina, og um leið í Torsten W., hafi verið líkust fíkn. Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta hver dánarorsök stúlknanna í Wittengen var, en engir lásbogar hafa fundist á vettvangi. Auk Carinu U. fannst lík hinnar 35 ára gömlu Gertrud C. í íbúðinni, en hún er talin hafa verið ástkona fyrrnefnds kennara, sem kom Carinu U. fyrst í samband við Torsten W. Gertrud C. er þannig jafnframt talin hafa verið meðlimur í miðaldasértrúarsöfnuðinum sem Torstein W. fór fyrir.Nánar á vef RTL.
Þýskaland Tengdar fréttir Lásbogafórnarlömbin voru áhugafólk um miðaldir Tvær konur og ein karlmaður sem voru skotin til bana með lásboga um helgina voru skráð á vefsíðu áhugafólks um burtreiðar. Enn hefur ekki tekist að varpa ljósi á tengsl þeirra. 14. maí 2019 18:49 Fundu lík heima hjá konu sem var skotin með lásboga Þýska lögreglan rannsakar nú tengsl tveggja líkfunda. Tvö lík fundust heima hjá konu sem var skotin til bana með lásboga hundruð kílómetrum sunnar í Þýskalandi um helgina. 13. maí 2019 15:15 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Sjá meira
Lásbogafórnarlömbin voru áhugafólk um miðaldir Tvær konur og ein karlmaður sem voru skotin til bana með lásboga um helgina voru skráð á vefsíðu áhugafólks um burtreiðar. Enn hefur ekki tekist að varpa ljósi á tengsl þeirra. 14. maí 2019 18:49
Fundu lík heima hjá konu sem var skotin með lásboga Þýska lögreglan rannsakar nú tengsl tveggja líkfunda. Tvö lík fundust heima hjá konu sem var skotin til bana með lásboga hundruð kílómetrum sunnar í Þýskalandi um helgina. 13. maí 2019 15:15