Eurovision spá Google bendir til verðlaunasætis hjá Hatara Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 17. maí 2019 17:21 Hatari á sviði í Ísrael á þriðjudaginn. Nordicphotos/AFP Franska söngkonan Bilal Hassani með lagið Roi mun standa uppi sem sigurvegari í Eurovision þetta árið sé miðað við áhuga á söngkonunni á Google. Hatari með lagið Hatrið mun sigra hafnar í öðru sæti, Sergey Lazarev frá Rússlandi með Scream í því þriðja og Hollendingurinn fljúgandi Duncan Laurence í fjórða sæti. En er eitthvað að marka leit á Google þegar kemur að úrslitum í Eurovision? Um þetta fjallar Maarten Lambrechts fyrir Google News Initiative. Eins og alþjóð veit ráðast úrslitin af niðurstöðu dómnefndar sem gildir til helmings á móti atkvæðum fólks í símakosningu. Ef fólk greiddi atkvæði í hverju landi fyrir sig í samræmi við hve oft hefur verið leitað að framlögum landanna á Google yrði niðurstaðan eftirfarandi.Frakkar tróna á toppnum hjá Google og Ísrael á botninum.Athygli vekur að á sama tíma og veðbankar telja 47% líkur á hollenskum sigri, langmestar líkur, hafnar hann aðeins í fjórða sæti miðað við Google leit. Malta, Danmörk og gestgjafarnir frá Ísrael hafa í neðstu sætum með núll stig byggt á leitarvélanotkun.Hér má skoða á gagnvirku korti hver stigafjöldin yrði frá öðrum löndum sé miðað við Google leit. Ísland fengi tólf stig frá Bretum, Finnum, Noregi, Danmörku, Hollandi, Póllandi og Ítalíu.Gulu löndin gefa Íslandi tólf stig sé miðað við Google leit. Danir, Norðmenn og Finnar eru spenntir fyrir Hatara ásamt Bretum, Ítölum, Hollendingum og Pólverjum.Árið 2017 reyndist leit á Google hafa gott forspárgildi fyrir úrslitin í Eurovision. Mest var leitað að Salvador Sobral sem stóð uppi sem sigurvegari. Í fyrra var Fuego Eleni Foureira frá Kýpur spáð sigri samkvæmt Google en hafnaði í öðru sæti. Líta þarf yfir stærra tímabil til að átta sig á hvort um hundaheppni hafi verið að ræða eða hvort Google hafi eitthvað til síns máls. Google News Initiative tók því saman gögn úr síðustu fimmtán keppnum og bar saman Google leit við niðurstöðu í keppninni til að skoða hvort einhver fylgni væri þar á milli. Í ljós kom að sterk fylgni var á milli leitar á Google og símakosningarinnar. Mest var leitað að Rússum yfir þetta tímabil á meðan Búlgarir fengu flest atkvæði í símakosningu miðað við leit. Á grafinu hér að neðan má sjá fylgnina. Í tilfelli Íslands höfum við fengið aðeins fleiri stig en reikna hefði mátt með miðað við leit á Google.Mest hefur verið leitað að framlagi Rússa undanfarin ár en Búlgarir fengið flest stig að meðaltali.Kafað er enn dýpra í fræðin og fylgni skoðuð á hverju ári fyrir sig. Þá kemur í ljós að árin 2007,2008 og 2014-2017 var sterk fylgni á milli en öllu minni önnur ár. Níu ár af fimmtán fengu framlögin sem mest var leitað að flest stigin. Átta af þessum níu árum unnu framlögin með flest atkvæði í símakosningu, þ.e. niðurstaða dómnefnda breytti ekki niðurstöðunni. Við þetta má bæta að horft hefur verið á atriði Íslands frá því á þriðjudaginn rúmlega 1,2 milljón sinnum undanfarna þrjá sólarhringa sem er sannarlega í efri kantinum hjá framlögum í Eurovision. Fæstar þjóðir hafa fengið yfir milljón áhorf.Hatari er í áttunda sæti veðbanka sem stendur. Eurovision Google Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Franska söngkonan Bilal Hassani með lagið Roi mun standa uppi sem sigurvegari í Eurovision þetta árið sé miðað við áhuga á söngkonunni á Google. Hatari með lagið Hatrið mun sigra hafnar í öðru sæti, Sergey Lazarev frá Rússlandi með Scream í því þriðja og Hollendingurinn fljúgandi Duncan Laurence í fjórða sæti. En er eitthvað að marka leit á Google þegar kemur að úrslitum í Eurovision? Um þetta fjallar Maarten Lambrechts fyrir Google News Initiative. Eins og alþjóð veit ráðast úrslitin af niðurstöðu dómnefndar sem gildir til helmings á móti atkvæðum fólks í símakosningu. Ef fólk greiddi atkvæði í hverju landi fyrir sig í samræmi við hve oft hefur verið leitað að framlögum landanna á Google yrði niðurstaðan eftirfarandi.Frakkar tróna á toppnum hjá Google og Ísrael á botninum.Athygli vekur að á sama tíma og veðbankar telja 47% líkur á hollenskum sigri, langmestar líkur, hafnar hann aðeins í fjórða sæti miðað við Google leit. Malta, Danmörk og gestgjafarnir frá Ísrael hafa í neðstu sætum með núll stig byggt á leitarvélanotkun.Hér má skoða á gagnvirku korti hver stigafjöldin yrði frá öðrum löndum sé miðað við Google leit. Ísland fengi tólf stig frá Bretum, Finnum, Noregi, Danmörku, Hollandi, Póllandi og Ítalíu.Gulu löndin gefa Íslandi tólf stig sé miðað við Google leit. Danir, Norðmenn og Finnar eru spenntir fyrir Hatara ásamt Bretum, Ítölum, Hollendingum og Pólverjum.Árið 2017 reyndist leit á Google hafa gott forspárgildi fyrir úrslitin í Eurovision. Mest var leitað að Salvador Sobral sem stóð uppi sem sigurvegari. Í fyrra var Fuego Eleni Foureira frá Kýpur spáð sigri samkvæmt Google en hafnaði í öðru sæti. Líta þarf yfir stærra tímabil til að átta sig á hvort um hundaheppni hafi verið að ræða eða hvort Google hafi eitthvað til síns máls. Google News Initiative tók því saman gögn úr síðustu fimmtán keppnum og bar saman Google leit við niðurstöðu í keppninni til að skoða hvort einhver fylgni væri þar á milli. Í ljós kom að sterk fylgni var á milli leitar á Google og símakosningarinnar. Mest var leitað að Rússum yfir þetta tímabil á meðan Búlgarir fengu flest atkvæði í símakosningu miðað við leit. Á grafinu hér að neðan má sjá fylgnina. Í tilfelli Íslands höfum við fengið aðeins fleiri stig en reikna hefði mátt með miðað við leit á Google.Mest hefur verið leitað að framlagi Rússa undanfarin ár en Búlgarir fengið flest stig að meðaltali.Kafað er enn dýpra í fræðin og fylgni skoðuð á hverju ári fyrir sig. Þá kemur í ljós að árin 2007,2008 og 2014-2017 var sterk fylgni á milli en öllu minni önnur ár. Níu ár af fimmtán fengu framlögin sem mest var leitað að flest stigin. Átta af þessum níu árum unnu framlögin með flest atkvæði í símakosningu, þ.e. niðurstaða dómnefnda breytti ekki niðurstöðunni. Við þetta má bæta að horft hefur verið á atriði Íslands frá því á þriðjudaginn rúmlega 1,2 milljón sinnum undanfarna þrjá sólarhringa sem er sannarlega í efri kantinum hjá framlögum í Eurovision. Fæstar þjóðir hafa fengið yfir milljón áhorf.Hatari er í áttunda sæti veðbanka sem stendur.
Eurovision Google Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira