Snjallsímar í frjálsu falli Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. maí 2019 07:15 Þessi er jafnvel enn óseldur. Nordicphotos/Getty Snjallsímaframleiðendur eru í sterkum mótbyr og markaðurinn er í frjálsu falli. Þannig hafa Sundar Pichai, forstjóri Google, og greiningarfyrirtækið Canalys lýst stöðu snjallsímamarkaðarins nýverið. Tölurnar sem birtust í skýrslu Canalys fyrir fyrsta ársfjórðung fyrr í mánuðinum renna stoðum undir þennan málflutning. Hjá risunum tveimur á markaði, Samsung og Apple, sem höfðu um 39 prósenta markaðshlutdeild á fyrsta ársfjórðungi 2018, er staðan einna svörtust. Markaðshlutdeildin stóð í 35,6 í ár og seldum snjallsímum fækkaði samanlagt um tuttugu milljónir. Sala hjá Apple dróst saman um 23,2 prósent og Samsung um tíu prósent. Heilt yfir dróst sala snjallsíma á heimsvísu saman um 6,8 prósent. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður. Greinendur sem tæknimiðillinn Techcrunch ræddi við bentu á að nýjasta flaggskip Apple, iPhone XS, hafi verið of líkur fyrri síma og að snjallsímar nú séu orðnir það góðir og dýrir að neytendur kaupi sér sjaldnar nýja síma. Þá hefur áður verið bent á það að sala nýrra snjallsíma í Kína, sem áður keyrði áfram vöxtinn, hefur dregist saman undanfarin misseri. Þrátt fyrir samdrátt í heildina mátti finna augljósan sigurvegara á fyrsta ársfjórðungi ársins. Sala á Huawei-símum jókst nefnilega um helming miðað við sama tíma í fyrra. Úr 39 milljónum í 59. Svo virðist sem háværar ásakanir um að fyrirtækið njósni um neytendur hafi lítil áhrif á heildarmyndina. Apple Birtist í Fréttablaðinu Google Huawei Samsung Tækni Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Snjallsímaframleiðendur eru í sterkum mótbyr og markaðurinn er í frjálsu falli. Þannig hafa Sundar Pichai, forstjóri Google, og greiningarfyrirtækið Canalys lýst stöðu snjallsímamarkaðarins nýverið. Tölurnar sem birtust í skýrslu Canalys fyrir fyrsta ársfjórðung fyrr í mánuðinum renna stoðum undir þennan málflutning. Hjá risunum tveimur á markaði, Samsung og Apple, sem höfðu um 39 prósenta markaðshlutdeild á fyrsta ársfjórðungi 2018, er staðan einna svörtust. Markaðshlutdeildin stóð í 35,6 í ár og seldum snjallsímum fækkaði samanlagt um tuttugu milljónir. Sala hjá Apple dróst saman um 23,2 prósent og Samsung um tíu prósent. Heilt yfir dróst sala snjallsíma á heimsvísu saman um 6,8 prósent. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður. Greinendur sem tæknimiðillinn Techcrunch ræddi við bentu á að nýjasta flaggskip Apple, iPhone XS, hafi verið of líkur fyrri síma og að snjallsímar nú séu orðnir það góðir og dýrir að neytendur kaupi sér sjaldnar nýja síma. Þá hefur áður verið bent á það að sala nýrra snjallsíma í Kína, sem áður keyrði áfram vöxtinn, hefur dregist saman undanfarin misseri. Þrátt fyrir samdrátt í heildina mátti finna augljósan sigurvegara á fyrsta ársfjórðungi ársins. Sala á Huawei-símum jókst nefnilega um helming miðað við sama tíma í fyrra. Úr 39 milljónum í 59. Svo virðist sem háværar ásakanir um að fyrirtækið njósni um neytendur hafi lítil áhrif á heildarmyndina.
Apple Birtist í Fréttablaðinu Google Huawei Samsung Tækni Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira