Ekki einu sinni allir Hatarar vissu að fánanum yrði veifað Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 19. maí 2019 00:36 Dansarar Hatara þau Ástrós Guðjónsdóttir, Andrean Sigurgeirsson og Sólbjört Sigurðardóttir. Vísir/Kolbeinn Tumi Sú ákvörðun Hatara að halda á palenstínska fánanum í beinni útsendingu í lok Eurovision í kvöld var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. Það varð ljóst við komuna á hótelið sem íslenski hópurinn dvelur á að Sólbjört Sigurðardóttir, dansari Hatara, hefði ekki vitað af því að palenstínska fánanum yrði veifað. Var greinilegt að hún var ekki sátt við það. Það voru þeir Matthías Tryggvi Haraldsson, Einar Hrafn Stefánsson og Andrean Sigurgeirsson sem héldu fánunum á milli sín í útsendingunni þegar stig sjónvarpsáhorfenda til Íslands voru tilkynnt.Svona var augnablikið í Tel Aviv. pic.twitter.com/xfBnlWa2gu— Vísir (@visir_is) May 19, 2019 „Þetta er allt samkvæmt áætlun og ég segi bara skál, með ást frá Íslandi,“ sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar tveggja söngvara sveitarinnar þegar fréttamaður innti hann eftir svörum að lokinni keppni. Einar Hrafn Stefánsson, sem er í hlutverki trommugimpsins í hópnum og unnusti Sólbjartar, vildi ekki ræða málið fyrir utan keppnishöllina í kvöld.Palestínski fáninn birtist á Instagram-reikningi Hatara í kvöld.Hatari hefur verið sem ein heild í lengri tíma í undirbúningi sínum fyrir stóra kvöldið í kvöld. Matthías Tryggvi og Klemens Hannigan, söngvarar sveitarinnar, hafa þó alltaf haft orð fyrir sveitinni í viðtölum. Þar hafa þeir oft verið í karakter, neitað að svara spurningum eða komið með svör þess efnis að hætta væri á að svör þeirra yrðu ranglega túlkuð. Jafnvel þótt spurningarnar séu á borð við hvernig þeir hafi það. Eurovision-þátttaka Hatara er gjörningur og raunar er verið að gera heimildarmynd um gjörninginn hér úti. „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel,“ heyrðist í kvenrödd á myndbandi sem Einar Hrafn birti á samfélagsmiðlum í kvöld. Þar má sjá starfsmenn í höllinni taka fána Palestínu af liðsmönnum Hatara. Ljóst er að annaðhvort Sólbjört eða Ástrós létu þau ummæli falla og stóð greinilega ekki á sama. Öryggisverðirnir virkuðu ákveðnir og ósáttir við uppátæki Hatara.Óttast ekki afleiðingar Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, tjáði Vísi fyrr í kvöld að RÚV hefði ekki haft neina hugmynd um plön Hatara að veifa fánanum. Uppátæki þeirra hefur vakið mikil viðbrögð og fjalla fjölmiðlar víða um heim um framtakið. Raunar hafa Hatarar komið boðskap sínum í marga af stæsrtu fjölmiðla Evrópu og víðar undanfarna daga. Felix á ekki von á að uppátæki Hatara hafi afleiðingar. „Nei, ég efast um það. Við eigum eftir að ræða þetta við EBU og sjá hvað þeir hafa að segja, en ég held ekki. Þetta var ákvörðun listamannanna og það svo sem blandast engum hugur um það að þetta hefur aðeins legið í loftinu,“ sagði Felix og kvaðst feginn að þurfa ekki lengur að lifa í óvissu um hverju sveitin kynni að taka upp á. „Þetta er það sem þau vildu og þetta var þeirra statement [yfirlýsing].“Að neðan má sjá þegar blaðamenn Vísis tóku á móti Hatara og íslenska hópnum fyrir utan keppnishöllina. Eurovision Ísrael Palestína Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Sú ákvörðun Hatara að halda á palenstínska fánanum í beinni útsendingu í lok Eurovision í kvöld var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. Það varð ljóst við komuna á hótelið sem íslenski hópurinn dvelur á að Sólbjört Sigurðardóttir, dansari Hatara, hefði ekki vitað af því að palenstínska fánanum yrði veifað. Var greinilegt að hún var ekki sátt við það. Það voru þeir Matthías Tryggvi Haraldsson, Einar Hrafn Stefánsson og Andrean Sigurgeirsson sem héldu fánunum á milli sín í útsendingunni þegar stig sjónvarpsáhorfenda til Íslands voru tilkynnt.Svona var augnablikið í Tel Aviv. pic.twitter.com/xfBnlWa2gu— Vísir (@visir_is) May 19, 2019 „Þetta er allt samkvæmt áætlun og ég segi bara skál, með ást frá Íslandi,“ sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar tveggja söngvara sveitarinnar þegar fréttamaður innti hann eftir svörum að lokinni keppni. Einar Hrafn Stefánsson, sem er í hlutverki trommugimpsins í hópnum og unnusti Sólbjartar, vildi ekki ræða málið fyrir utan keppnishöllina í kvöld.Palestínski fáninn birtist á Instagram-reikningi Hatara í kvöld.Hatari hefur verið sem ein heild í lengri tíma í undirbúningi sínum fyrir stóra kvöldið í kvöld. Matthías Tryggvi og Klemens Hannigan, söngvarar sveitarinnar, hafa þó alltaf haft orð fyrir sveitinni í viðtölum. Þar hafa þeir oft verið í karakter, neitað að svara spurningum eða komið með svör þess efnis að hætta væri á að svör þeirra yrðu ranglega túlkuð. Jafnvel þótt spurningarnar séu á borð við hvernig þeir hafi það. Eurovision-þátttaka Hatara er gjörningur og raunar er verið að gera heimildarmynd um gjörninginn hér úti. „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel,“ heyrðist í kvenrödd á myndbandi sem Einar Hrafn birti á samfélagsmiðlum í kvöld. Þar má sjá starfsmenn í höllinni taka fána Palestínu af liðsmönnum Hatara. Ljóst er að annaðhvort Sólbjört eða Ástrós létu þau ummæli falla og stóð greinilega ekki á sama. Öryggisverðirnir virkuðu ákveðnir og ósáttir við uppátæki Hatara.Óttast ekki afleiðingar Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, tjáði Vísi fyrr í kvöld að RÚV hefði ekki haft neina hugmynd um plön Hatara að veifa fánanum. Uppátæki þeirra hefur vakið mikil viðbrögð og fjalla fjölmiðlar víða um heim um framtakið. Raunar hafa Hatarar komið boðskap sínum í marga af stæsrtu fjölmiðla Evrópu og víðar undanfarna daga. Felix á ekki von á að uppátæki Hatara hafi afleiðingar. „Nei, ég efast um það. Við eigum eftir að ræða þetta við EBU og sjá hvað þeir hafa að segja, en ég held ekki. Þetta var ákvörðun listamannanna og það svo sem blandast engum hugur um það að þetta hefur aðeins legið í loftinu,“ sagði Felix og kvaðst feginn að þurfa ekki lengur að lifa í óvissu um hverju sveitin kynni að taka upp á. „Þetta er það sem þau vildu og þetta var þeirra statement [yfirlýsing].“Að neðan má sjá þegar blaðamenn Vísis tóku á móti Hatara og íslenska hópnum fyrir utan keppnishöllina.
Eurovision Ísrael Palestína Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira