Fyrsti þristurinn í hópfluginu á leið til Reykjavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 19. maí 2019 16:30 Flugvélarnar eru á leiðinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast 75 ára afmælis innrásarinnar í Normandí. Ddaysquadron/Tom Demerly Fyrsti þristurinn í miklu hópflugi gamalla stríðsvéla yfir Atlantshafið er á leiðinni til Íslands frá Grænlandi. Lending á Reykjavíkurflugvelli er áætluð um klukkan 18.15, samkvæmt upplýsingum frá flugþjónustunni ACE FBO, sem annast afgreiðslu vélanna hérlendis. Vélarnar eru af gerðinni Douglas Dakota C-47, eins og hernaðarútgáfan var kölluð, og DC-3, en svo nefndist borgaralega útgáfan. Þær eru á leiðinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að taka þátt í athöfnum til að minnast þess að þann 6. júní næstkomandi verða 75 ár liðin frá D-deginum árið 1944, sem markaði upphaf innrásarinnar í Normandí í Frakklandi.Þristurinn sem væntanlegur er í kvöld kallast Clipper Tabitha May.Mynd/DdaysquadronSíðdegis á morgun eru ellefu vélar væntanlegar saman til Reykjavíkur og verður það stærsta hópflugið. Það ræðst þó af veðurspá hvort sú tímasetning stenst. Vélin sem væntanleg er í kvöld kallast Clipper Tabitha May en óvíst er hver endanlegur fjöldi verður. Flugflotanum verður lagt norðan við Loftleiðahótelið. Stefnt er að því að almenningi verði gefinn kostur á að skoða flugvélarnar á þriðjudag en áformað er að þær fljúgi áfram til Skotlands á miðvikudag. Vonast er til að hægt verði að fljúga íslenska þristinum Páli Sveinssyni frá Akureyri til Reykjavíkur á morgun til heiðurs flugflotanum. Það er þó háð því að flugvirkjum takist í tæka tíð að lagfæra olíuleka á öðrum hreyflinum, að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins. Hér má fylgjast með flugi Clipper Tabitha May, en hún hefur skrásetningarstafina N33611. Lesa má um leiðangurinn á heimasíðu D-Day Squadron. Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44 Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15 Fyrsta samflug þrista yfir Íslandi í sextíu ár Tveir fljúgandi forngripir af gerðinni Douglas DC-3 fóru í samflug í kvöld yfir Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. 28. ágúst 2017 21:56 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira
Fyrsti þristurinn í miklu hópflugi gamalla stríðsvéla yfir Atlantshafið er á leiðinni til Íslands frá Grænlandi. Lending á Reykjavíkurflugvelli er áætluð um klukkan 18.15, samkvæmt upplýsingum frá flugþjónustunni ACE FBO, sem annast afgreiðslu vélanna hérlendis. Vélarnar eru af gerðinni Douglas Dakota C-47, eins og hernaðarútgáfan var kölluð, og DC-3, en svo nefndist borgaralega útgáfan. Þær eru á leiðinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að taka þátt í athöfnum til að minnast þess að þann 6. júní næstkomandi verða 75 ár liðin frá D-deginum árið 1944, sem markaði upphaf innrásarinnar í Normandí í Frakklandi.Þristurinn sem væntanlegur er í kvöld kallast Clipper Tabitha May.Mynd/DdaysquadronSíðdegis á morgun eru ellefu vélar væntanlegar saman til Reykjavíkur og verður það stærsta hópflugið. Það ræðst þó af veðurspá hvort sú tímasetning stenst. Vélin sem væntanleg er í kvöld kallast Clipper Tabitha May en óvíst er hver endanlegur fjöldi verður. Flugflotanum verður lagt norðan við Loftleiðahótelið. Stefnt er að því að almenningi verði gefinn kostur á að skoða flugvélarnar á þriðjudag en áformað er að þær fljúgi áfram til Skotlands á miðvikudag. Vonast er til að hægt verði að fljúga íslenska þristinum Páli Sveinssyni frá Akureyri til Reykjavíkur á morgun til heiðurs flugflotanum. Það er þó háð því að flugvirkjum takist í tæka tíð að lagfæra olíuleka á öðrum hreyflinum, að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins. Hér má fylgjast með flugi Clipper Tabitha May, en hún hefur skrásetningarstafina N33611. Lesa má um leiðangurinn á heimasíðu D-Day Squadron.
Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44 Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15 Fyrsta samflug þrista yfir Íslandi í sextíu ár Tveir fljúgandi forngripir af gerðinni Douglas DC-3 fóru í samflug í kvöld yfir Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. 28. ágúst 2017 21:56 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira
Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44
Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15
Fyrsta samflug þrista yfir Íslandi í sextíu ár Tveir fljúgandi forngripir af gerðinni Douglas DC-3 fóru í samflug í kvöld yfir Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. 28. ágúst 2017 21:56