Vísar því til föðurhúsanna að hann sé með nýjan pítsustað á prjónunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. maí 2019 13:26 Þórarinn Ævarsson lét af störfum sem framkvæmdastjóri IKEA í gær. Vísir/Ernir „Ég held ég geti bara vísað þessu til föðurhúsanna en svo veit maður ekkert hvað mun gerast. Ég náttúrulega þekki þennan bransa og það getur vel verið að á einhverjum tímapunkti geri maður eitthvað svona en það er alltof snemmt að segja eitthvað til um það,“ segir Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA, spurður út í það hvort að hann sé með nýjan pítsustað á prjónunum.Fréttablaðið greindi frá því í dag að Þórarinn hefði áform um að opna nýjan pítsustað og hafði eftir heimildum. Þórarinn vildi ekki tjá sig við blaðið við vinnslu fréttarinnar en segir við Vísi að hann hafi látið af störfum hjá IKEA í gær og sé ekki með neitt í pípunum. Þórarinn kom á sínum tíma að því að opna Domino‘s hér á landi og veitti fyrirtækinu forystu á árunum 2000 til 2005. „Ég er búinn að fá fullt af tilboðum og er að líta í kringum mig en ætla að slaka aðeins á í vor og sumar. Svo bara sé ég til. Ég er að fara í mjög gott frí, ætla að njóta sumarsins með fjölskyldunni, veiða og ferðast,“ segir Þórarinn. Hann var framkvæmdastjóri IKEA í 14 ár og á morgun verður tilkynnt um hver taki við af honum. Þórarinn tekur sæti í stjórn fyrirtækisins og verður nýjum framkvæmdastjóra innan handar eins og þarf. „Ég tek símann ef hann hringir, svara honum og hjálpa honum eins og ég get. Ég þekki þennan rekstur inn og út og það er mér kappsmál að IKEA gangi vel og að nýjum manni gangi vel,“ segir Þórarinn. IKEA Veitingastaðir Vistaskipti Tengdar fréttir Góð kjör almennings enn þá aðaláhugamálið Í tilkynningu um starfslok Þórarins sem stjórn IKEA sendi út í dag segir að eigendur og stjórn IKEA hafi áform um að starfa með honum á öðrum vettvangi. Þórarinn vill lítið gefa upp um þann vettvang en segir að verið sé að skoða ýmsa möguleika. 16. apríl 2019 16:50 Þórarinn tekur sæti í stjórn IKEA Undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi, er hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn IKEA. 16. apríl 2019 15:24 Þórarinn er með nýjan pítsustað á prjónunum Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA, vinnur að því að opna pitsukeðju, samkvæmt heimildum Markaðarins. 1. maí 2019 08:30 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
„Ég held ég geti bara vísað þessu til föðurhúsanna en svo veit maður ekkert hvað mun gerast. Ég náttúrulega þekki þennan bransa og það getur vel verið að á einhverjum tímapunkti geri maður eitthvað svona en það er alltof snemmt að segja eitthvað til um það,“ segir Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA, spurður út í það hvort að hann sé með nýjan pítsustað á prjónunum.Fréttablaðið greindi frá því í dag að Þórarinn hefði áform um að opna nýjan pítsustað og hafði eftir heimildum. Þórarinn vildi ekki tjá sig við blaðið við vinnslu fréttarinnar en segir við Vísi að hann hafi látið af störfum hjá IKEA í gær og sé ekki með neitt í pípunum. Þórarinn kom á sínum tíma að því að opna Domino‘s hér á landi og veitti fyrirtækinu forystu á árunum 2000 til 2005. „Ég er búinn að fá fullt af tilboðum og er að líta í kringum mig en ætla að slaka aðeins á í vor og sumar. Svo bara sé ég til. Ég er að fara í mjög gott frí, ætla að njóta sumarsins með fjölskyldunni, veiða og ferðast,“ segir Þórarinn. Hann var framkvæmdastjóri IKEA í 14 ár og á morgun verður tilkynnt um hver taki við af honum. Þórarinn tekur sæti í stjórn fyrirtækisins og verður nýjum framkvæmdastjóra innan handar eins og þarf. „Ég tek símann ef hann hringir, svara honum og hjálpa honum eins og ég get. Ég þekki þennan rekstur inn og út og það er mér kappsmál að IKEA gangi vel og að nýjum manni gangi vel,“ segir Þórarinn.
IKEA Veitingastaðir Vistaskipti Tengdar fréttir Góð kjör almennings enn þá aðaláhugamálið Í tilkynningu um starfslok Þórarins sem stjórn IKEA sendi út í dag segir að eigendur og stjórn IKEA hafi áform um að starfa með honum á öðrum vettvangi. Þórarinn vill lítið gefa upp um þann vettvang en segir að verið sé að skoða ýmsa möguleika. 16. apríl 2019 16:50 Þórarinn tekur sæti í stjórn IKEA Undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi, er hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn IKEA. 16. apríl 2019 15:24 Þórarinn er með nýjan pítsustað á prjónunum Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA, vinnur að því að opna pitsukeðju, samkvæmt heimildum Markaðarins. 1. maí 2019 08:30 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Góð kjör almennings enn þá aðaláhugamálið Í tilkynningu um starfslok Þórarins sem stjórn IKEA sendi út í dag segir að eigendur og stjórn IKEA hafi áform um að starfa með honum á öðrum vettvangi. Þórarinn vill lítið gefa upp um þann vettvang en segir að verið sé að skoða ýmsa möguleika. 16. apríl 2019 16:50
Þórarinn tekur sæti í stjórn IKEA Undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi, er hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn IKEA. 16. apríl 2019 15:24
Þórarinn er með nýjan pítsustað á prjónunum Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA, vinnur að því að opna pitsukeðju, samkvæmt heimildum Markaðarins. 1. maí 2019 08:30