Raptors menn réðu ekkert við skælbrosandi Joel Embiid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2019 07:30 Það var gaman hjá Joel Embiid í nótt. Getty/Mitchell Leff Philadelphia 76ers er komið yfir í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Toronto Raptors í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 21 stigs sigur í Philadelphia í nótt, 116-95. Maður kvöldsins var án efa Joel Embiid, miðherji Philadelphia 76ers, en hann skoraði 33 stig í leiknum auk þess að taka 10 fráköst og verja 5 skot.@JoelEmbiid (33 PTS, 10 REB, 5 BLK) drops a #NBAPlayoffs career-high, guiding the @sixers (2-1) to victory in Game 3! #PhilaUnite Game 4: Sunday (5/5), 3:30pm/et, ABC pic.twitter.com/yj13ArdNbQ — NBA (@NBA) May 3, 2019„Þegar ég hef gaman þá breytist leikur minn inn á vellinum,“ sagði Joel Embiid eftir leik. „Það er alltaf verið að segja við mig að ef ég brosi ekki inn á vellinum þá þýðir það að ég er að spila illa eða ekki að leggja mig nógu mikið fram. Ég veit því til að koma mér í gang þá þarf ég að hafa gaman inn á gólfinu,“ sagði Joel Embiid. Joel Embiid skoraði fimm stigum meira í þessum leik (33) heldur en í fyrstu tveimur leikjunum til samans (28). Hann hækkað skotnýtingu sína úr 28 prósentum upp í 50 prósent og varði líka fimm sinnum fleiri skot í leik þrjú í nótt en í leikjum eitt og tvö til samans.Joel Embiid scored 33 PTS and grabbed 10 REB in 28 minutes-played in the @sixers Game 3 win, becoming the first player since Kevin McHale (1990) to record 30+ PTS and 10+ REB in under 30 minutes-played in a playoff game. @EliasSportspic.twitter.com/edSNiU0OIY — NBA.com/Stats (@nbastats) May 3, 2019Eins og sjá má hér fyrir ofan þá varð Joel Embiid í nótt fyrsti leikmaðurinn í 29 ár til að ná 33 stigum og 10 fráköstum á innan við 30 mínútum í leik í úrslitakeppninni. Því hafði enginn náð síðan að Kevin McHale gerði það með Boston liðinu vorið 1990. Jimmy Butler var besti maður 76ers í sigrinum í leik tvö og bætti við 22 stigum, 9 fráköstum og 9 stoðsendingum í leiknum í nótt. Leikstjórnandinn Ben Simmons var með 10 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar.@JimmyButler's (22 PTS, 9 REB, 9 AST) near triple-double helps the @sixers defeat TOR and go up 2-1 in the series! #PhilaUnite#NBAPlayoffs Game 4: Sunday (5/5), 3:30pm/et, ABC pic.twitter.com/ghV0onr6XU — NBA (@NBA) May 3, 2019Kawhi Leonard var með 33 stig á 37 mínútum fyrir Toronto og Pascal Siakam skoraði 20 stig. Kyle Lowry var aftur á móti aðeins með 8 stig og klikkaði á 8 af 10 skotum sínum. Liðið tapaði líka með 28 stigum þær 39 mínútur sem Kyle Lowry spilaði. Toronto Raptors vann fyrsta leikinn í einvíginu með 13 stigum en síðan hefur 76ers liðið svaraði með tveimur sigrum í röð. Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar. Næsti leikur er í Philadelphia á sunnudaginn kemur. Staðan í undanúrslitaeinvígunum fjórum er hér fyrir neðan.The @sixers take a 2-1 series lead with the WIN Thursday night! #NBAPlayoffspic.twitter.com/KW3grhe58i — NBA (@NBA) May 3, 2019 NBA Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Sjá meira
Philadelphia 76ers er komið yfir í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Toronto Raptors í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 21 stigs sigur í Philadelphia í nótt, 116-95. Maður kvöldsins var án efa Joel Embiid, miðherji Philadelphia 76ers, en hann skoraði 33 stig í leiknum auk þess að taka 10 fráköst og verja 5 skot.@JoelEmbiid (33 PTS, 10 REB, 5 BLK) drops a #NBAPlayoffs career-high, guiding the @sixers (2-1) to victory in Game 3! #PhilaUnite Game 4: Sunday (5/5), 3:30pm/et, ABC pic.twitter.com/yj13ArdNbQ — NBA (@NBA) May 3, 2019„Þegar ég hef gaman þá breytist leikur minn inn á vellinum,“ sagði Joel Embiid eftir leik. „Það er alltaf verið að segja við mig að ef ég brosi ekki inn á vellinum þá þýðir það að ég er að spila illa eða ekki að leggja mig nógu mikið fram. Ég veit því til að koma mér í gang þá þarf ég að hafa gaman inn á gólfinu,“ sagði Joel Embiid. Joel Embiid skoraði fimm stigum meira í þessum leik (33) heldur en í fyrstu tveimur leikjunum til samans (28). Hann hækkað skotnýtingu sína úr 28 prósentum upp í 50 prósent og varði líka fimm sinnum fleiri skot í leik þrjú í nótt en í leikjum eitt og tvö til samans.Joel Embiid scored 33 PTS and grabbed 10 REB in 28 minutes-played in the @sixers Game 3 win, becoming the first player since Kevin McHale (1990) to record 30+ PTS and 10+ REB in under 30 minutes-played in a playoff game. @EliasSportspic.twitter.com/edSNiU0OIY — NBA.com/Stats (@nbastats) May 3, 2019Eins og sjá má hér fyrir ofan þá varð Joel Embiid í nótt fyrsti leikmaðurinn í 29 ár til að ná 33 stigum og 10 fráköstum á innan við 30 mínútum í leik í úrslitakeppninni. Því hafði enginn náð síðan að Kevin McHale gerði það með Boston liðinu vorið 1990. Jimmy Butler var besti maður 76ers í sigrinum í leik tvö og bætti við 22 stigum, 9 fráköstum og 9 stoðsendingum í leiknum í nótt. Leikstjórnandinn Ben Simmons var með 10 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar.@JimmyButler's (22 PTS, 9 REB, 9 AST) near triple-double helps the @sixers defeat TOR and go up 2-1 in the series! #PhilaUnite#NBAPlayoffs Game 4: Sunday (5/5), 3:30pm/et, ABC pic.twitter.com/ghV0onr6XU — NBA (@NBA) May 3, 2019Kawhi Leonard var með 33 stig á 37 mínútum fyrir Toronto og Pascal Siakam skoraði 20 stig. Kyle Lowry var aftur á móti aðeins með 8 stig og klikkaði á 8 af 10 skotum sínum. Liðið tapaði líka með 28 stigum þær 39 mínútur sem Kyle Lowry spilaði. Toronto Raptors vann fyrsta leikinn í einvíginu með 13 stigum en síðan hefur 76ers liðið svaraði með tveimur sigrum í röð. Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar. Næsti leikur er í Philadelphia á sunnudaginn kemur. Staðan í undanúrslitaeinvígunum fjórum er hér fyrir neðan.The @sixers take a 2-1 series lead with the WIN Thursday night! #NBAPlayoffspic.twitter.com/KW3grhe58i — NBA (@NBA) May 3, 2019
NBA Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Sjá meira