Raptors menn réðu ekkert við skælbrosandi Joel Embiid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2019 07:30 Það var gaman hjá Joel Embiid í nótt. Getty/Mitchell Leff Philadelphia 76ers er komið yfir í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Toronto Raptors í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 21 stigs sigur í Philadelphia í nótt, 116-95. Maður kvöldsins var án efa Joel Embiid, miðherji Philadelphia 76ers, en hann skoraði 33 stig í leiknum auk þess að taka 10 fráköst og verja 5 skot.@JoelEmbiid (33 PTS, 10 REB, 5 BLK) drops a #NBAPlayoffs career-high, guiding the @sixers (2-1) to victory in Game 3! #PhilaUnite Game 4: Sunday (5/5), 3:30pm/et, ABC pic.twitter.com/yj13ArdNbQ — NBA (@NBA) May 3, 2019„Þegar ég hef gaman þá breytist leikur minn inn á vellinum,“ sagði Joel Embiid eftir leik. „Það er alltaf verið að segja við mig að ef ég brosi ekki inn á vellinum þá þýðir það að ég er að spila illa eða ekki að leggja mig nógu mikið fram. Ég veit því til að koma mér í gang þá þarf ég að hafa gaman inn á gólfinu,“ sagði Joel Embiid. Joel Embiid skoraði fimm stigum meira í þessum leik (33) heldur en í fyrstu tveimur leikjunum til samans (28). Hann hækkað skotnýtingu sína úr 28 prósentum upp í 50 prósent og varði líka fimm sinnum fleiri skot í leik þrjú í nótt en í leikjum eitt og tvö til samans.Joel Embiid scored 33 PTS and grabbed 10 REB in 28 minutes-played in the @sixers Game 3 win, becoming the first player since Kevin McHale (1990) to record 30+ PTS and 10+ REB in under 30 minutes-played in a playoff game. @EliasSportspic.twitter.com/edSNiU0OIY — NBA.com/Stats (@nbastats) May 3, 2019Eins og sjá má hér fyrir ofan þá varð Joel Embiid í nótt fyrsti leikmaðurinn í 29 ár til að ná 33 stigum og 10 fráköstum á innan við 30 mínútum í leik í úrslitakeppninni. Því hafði enginn náð síðan að Kevin McHale gerði það með Boston liðinu vorið 1990. Jimmy Butler var besti maður 76ers í sigrinum í leik tvö og bætti við 22 stigum, 9 fráköstum og 9 stoðsendingum í leiknum í nótt. Leikstjórnandinn Ben Simmons var með 10 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar.@JimmyButler's (22 PTS, 9 REB, 9 AST) near triple-double helps the @sixers defeat TOR and go up 2-1 in the series! #PhilaUnite#NBAPlayoffs Game 4: Sunday (5/5), 3:30pm/et, ABC pic.twitter.com/ghV0onr6XU — NBA (@NBA) May 3, 2019Kawhi Leonard var með 33 stig á 37 mínútum fyrir Toronto og Pascal Siakam skoraði 20 stig. Kyle Lowry var aftur á móti aðeins með 8 stig og klikkaði á 8 af 10 skotum sínum. Liðið tapaði líka með 28 stigum þær 39 mínútur sem Kyle Lowry spilaði. Toronto Raptors vann fyrsta leikinn í einvíginu með 13 stigum en síðan hefur 76ers liðið svaraði með tveimur sigrum í röð. Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar. Næsti leikur er í Philadelphia á sunnudaginn kemur. Staðan í undanúrslitaeinvígunum fjórum er hér fyrir neðan.The @sixers take a 2-1 series lead with the WIN Thursday night! #NBAPlayoffspic.twitter.com/KW3grhe58i — NBA (@NBA) May 3, 2019 NBA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Philadelphia 76ers er komið yfir í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Toronto Raptors í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 21 stigs sigur í Philadelphia í nótt, 116-95. Maður kvöldsins var án efa Joel Embiid, miðherji Philadelphia 76ers, en hann skoraði 33 stig í leiknum auk þess að taka 10 fráköst og verja 5 skot.@JoelEmbiid (33 PTS, 10 REB, 5 BLK) drops a #NBAPlayoffs career-high, guiding the @sixers (2-1) to victory in Game 3! #PhilaUnite Game 4: Sunday (5/5), 3:30pm/et, ABC pic.twitter.com/yj13ArdNbQ — NBA (@NBA) May 3, 2019„Þegar ég hef gaman þá breytist leikur minn inn á vellinum,“ sagði Joel Embiid eftir leik. „Það er alltaf verið að segja við mig að ef ég brosi ekki inn á vellinum þá þýðir það að ég er að spila illa eða ekki að leggja mig nógu mikið fram. Ég veit því til að koma mér í gang þá þarf ég að hafa gaman inn á gólfinu,“ sagði Joel Embiid. Joel Embiid skoraði fimm stigum meira í þessum leik (33) heldur en í fyrstu tveimur leikjunum til samans (28). Hann hækkað skotnýtingu sína úr 28 prósentum upp í 50 prósent og varði líka fimm sinnum fleiri skot í leik þrjú í nótt en í leikjum eitt og tvö til samans.Joel Embiid scored 33 PTS and grabbed 10 REB in 28 minutes-played in the @sixers Game 3 win, becoming the first player since Kevin McHale (1990) to record 30+ PTS and 10+ REB in under 30 minutes-played in a playoff game. @EliasSportspic.twitter.com/edSNiU0OIY — NBA.com/Stats (@nbastats) May 3, 2019Eins og sjá má hér fyrir ofan þá varð Joel Embiid í nótt fyrsti leikmaðurinn í 29 ár til að ná 33 stigum og 10 fráköstum á innan við 30 mínútum í leik í úrslitakeppninni. Því hafði enginn náð síðan að Kevin McHale gerði það með Boston liðinu vorið 1990. Jimmy Butler var besti maður 76ers í sigrinum í leik tvö og bætti við 22 stigum, 9 fráköstum og 9 stoðsendingum í leiknum í nótt. Leikstjórnandinn Ben Simmons var með 10 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar.@JimmyButler's (22 PTS, 9 REB, 9 AST) near triple-double helps the @sixers defeat TOR and go up 2-1 in the series! #PhilaUnite#NBAPlayoffs Game 4: Sunday (5/5), 3:30pm/et, ABC pic.twitter.com/ghV0onr6XU — NBA (@NBA) May 3, 2019Kawhi Leonard var með 33 stig á 37 mínútum fyrir Toronto og Pascal Siakam skoraði 20 stig. Kyle Lowry var aftur á móti aðeins með 8 stig og klikkaði á 8 af 10 skotum sínum. Liðið tapaði líka með 28 stigum þær 39 mínútur sem Kyle Lowry spilaði. Toronto Raptors vann fyrsta leikinn í einvíginu með 13 stigum en síðan hefur 76ers liðið svaraði með tveimur sigrum í röð. Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar. Næsti leikur er í Philadelphia á sunnudaginn kemur. Staðan í undanúrslitaeinvígunum fjórum er hér fyrir neðan.The @sixers take a 2-1 series lead with the WIN Thursday night! #NBAPlayoffspic.twitter.com/KW3grhe58i — NBA (@NBA) May 3, 2019
NBA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira