Airbnb aukið ójöfnuð Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. maí 2019 13:24 Hátt hlutfall eigna í miðborg Reykjavíkur er skráð á Airbnb. Vísir/vilhelm Fjöldi eigna á höfuðborgarsvæðinu sem skráður er á Airbnb tvöfaldaðist á árunum 2016 til 2018, fjölgaði úr 2032 í 4154. Þéttleiki Airbnb-eigna er mestur í 101 Reykjavík og næsta nágrenni en í sumum götum er allt að 70% eigna skráðar á síðuna. Svo virðist sem Airbnb, rétt eins og stuttir leigusamningar, hafi ýtt undir félagslegan ójöfnuð á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar á áhrifum Airbnb á húsnæðismarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu. Dr. Anne-Cécile Mermet, borgarlandfræðingur og lektor við Sorbonne háskóla í París, framkvæmdi rannsóknina fyrir hönd Höfuðborgarstofu með styrk frá Ferðamálastofu og Íbúðalánasjóði. Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt. Annars vegar að gera tölfræðilega úttekt á þróun framboðs og landfræðilegri dreifingu Airbnb á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2016-2018 og kanna hversu stór hlutfall hafði tilskilið leyfi. Hins vegar var kannað á hvaða forsendum leigusalar starfrækja Airbnb á höfuðborgarsvæðinu, hvaða áhrif starfsemin hefur haft á húsnæðismarkaðinn og hvaða áhrif það hefur haft í för með sér fyrir heimamenn.Allt að 70 prósent götunnar á Airbnb Um 80 prósent eigna á höfuðborgarsvæðinu, sem skráðar eru á Airbnb, eru í Reykjavík; 37 prósent í 101 Reykjavík, 17 prósent í 105 Reykjavík og 7 prósent í 107 Reykjavík. Miðborgin og næsta nágrenni hennar hýsir því rúmlega 60 prósent skráðra eigna. Alls voru 2657 eignir skráðar í Reykjavík í apríl í ár og þar af voru 58 prósent starfræktar án lögbundins leyfis. Þær götur sem hafa flestar Airbnb eignir á skrá eru Laugavegur, Hverfisgata, Grettisgata, Berþórugata, Óðinsgata og Bjarnarstígur en allt að 70 prósent eigna í þessum götum eru skráðar hjá Airbnb. Niðurstöður rannsóknarinnar benda jafnframt til að leigusalar séu ekki „ekki einsleitur hópur með einsleit markmið,“ eins og það er orðað. Viðskiptaaðferðir þeirra eru því ólíkar, rétt eins og áhrifin. „Á meðan sum viðskiptamódel hafa fært eignarhald frá heimilum til fjárfesta og viðskipta, hafa önnur hjálpað íbúum að halda í heimili sín og/eða eiga fyrir lífsnauðsynjum.“ Þrátt fyrir það virðist Airbnb og stuttir leigusamningar hafa ýtt undir félagslegan ójöfnuð, ef marka má niðurstöðurnar. „Starfsemin getur skapað fjárhagsleg tækifæri fyrir þá sem þegar eiga eignir og þannig treyst enn betur stöðu þeirra á húsnæðismarkaði. Hins vegar eru afleiðingarnar minna framboð og hærra verð sem gerir þeim sem eru á höttunum eftir að eignast heimili til kaups eða leigu erfiðara fyrir.“Kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar má nálgast hér. Airbnb Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Fjöldi eigna á höfuðborgarsvæðinu sem skráður er á Airbnb tvöfaldaðist á árunum 2016 til 2018, fjölgaði úr 2032 í 4154. Þéttleiki Airbnb-eigna er mestur í 101 Reykjavík og næsta nágrenni en í sumum götum er allt að 70% eigna skráðar á síðuna. Svo virðist sem Airbnb, rétt eins og stuttir leigusamningar, hafi ýtt undir félagslegan ójöfnuð á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar á áhrifum Airbnb á húsnæðismarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu. Dr. Anne-Cécile Mermet, borgarlandfræðingur og lektor við Sorbonne háskóla í París, framkvæmdi rannsóknina fyrir hönd Höfuðborgarstofu með styrk frá Ferðamálastofu og Íbúðalánasjóði. Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt. Annars vegar að gera tölfræðilega úttekt á þróun framboðs og landfræðilegri dreifingu Airbnb á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2016-2018 og kanna hversu stór hlutfall hafði tilskilið leyfi. Hins vegar var kannað á hvaða forsendum leigusalar starfrækja Airbnb á höfuðborgarsvæðinu, hvaða áhrif starfsemin hefur haft á húsnæðismarkaðinn og hvaða áhrif það hefur haft í för með sér fyrir heimamenn.Allt að 70 prósent götunnar á Airbnb Um 80 prósent eigna á höfuðborgarsvæðinu, sem skráðar eru á Airbnb, eru í Reykjavík; 37 prósent í 101 Reykjavík, 17 prósent í 105 Reykjavík og 7 prósent í 107 Reykjavík. Miðborgin og næsta nágrenni hennar hýsir því rúmlega 60 prósent skráðra eigna. Alls voru 2657 eignir skráðar í Reykjavík í apríl í ár og þar af voru 58 prósent starfræktar án lögbundins leyfis. Þær götur sem hafa flestar Airbnb eignir á skrá eru Laugavegur, Hverfisgata, Grettisgata, Berþórugata, Óðinsgata og Bjarnarstígur en allt að 70 prósent eigna í þessum götum eru skráðar hjá Airbnb. Niðurstöður rannsóknarinnar benda jafnframt til að leigusalar séu ekki „ekki einsleitur hópur með einsleit markmið,“ eins og það er orðað. Viðskiptaaðferðir þeirra eru því ólíkar, rétt eins og áhrifin. „Á meðan sum viðskiptamódel hafa fært eignarhald frá heimilum til fjárfesta og viðskipta, hafa önnur hjálpað íbúum að halda í heimili sín og/eða eiga fyrir lífsnauðsynjum.“ Þrátt fyrir það virðist Airbnb og stuttir leigusamningar hafa ýtt undir félagslegan ójöfnuð, ef marka má niðurstöðurnar. „Starfsemin getur skapað fjárhagsleg tækifæri fyrir þá sem þegar eiga eignir og þannig treyst enn betur stöðu þeirra á húsnæðismarkaði. Hins vegar eru afleiðingarnar minna framboð og hærra verð sem gerir þeim sem eru á höttunum eftir að eignast heimili til kaups eða leigu erfiðara fyrir.“Kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar má nálgast hér.
Airbnb Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira