Takk fyrir! Valgerður Rúnarsdóttir skrifar 7. maí 2019 07:15 Takk fyrir að styðja okkur hjá SÁÁ til þess að taka á móti einstaklingum og fjölskyldum, sem leita aðstoðar okkar vegna vanda af áfengi og öðrum vímuefnum. Með ykkar aðstoð getum við veitt 30% meiri þjónustu en ríkið greiðir fyrir með samningum Sjúkratrygginga Íslands. Hjá SÁÁ bjóðast margs konar inngrip allt frá viðtölum, kynningum og meðferð í göngudeildum, í inniliggjandi meðferð við fíknsjúkdómi til mislangs tíma. Úrræðin eru einstaklingsmiðuð og meðferðarlínur eru sérhæfðar eftir aldri, kyni og mismunandi neyslu. Sjúkrahúsvist á Vogi er meðal annars með lyfjameðferðum, afeitrun, skimunum smitsjúkdóma og meðferða þeirra, upphaf sálfélagslegrar meðferðar og einstaklingsbundin áætlun um næsta skref. Allt frá skaðaminnkun í markvissa bataáætlun. Á Vog vilja miklu fleiri koma en við ráðum við að sinna. Því miður er það svo. Það eru þung skref að taka ákvörðun um að biðja um inniliggjandi meðferð við fíknsjúkdómi. Það er alltaf aðdragandi að því, endurteknar tilraunir á eigin spýtur og með öðru fagfólki eins og heimilislækni, sálfræðingi, félagsráðgjafa og fleirum. Sjúkrahúsið Vogur er fjársvelt heilbrigðisstofnun, sem ætti þó að fá svigrúm til miklu meiri af kasta. Þörfin er til staðar. Eftirspurnin er til staðar. Það er ungt fólk sem hefur væntingar og skyldur sem biður um aðstoð, það þarf að sinna því. Vaxandi hópur eldri einstaklinga hefur knýjandi þörf fyrir aðstoð. Í nútíma velferðarþjónustu er mikið talað um að mæta fólki þar sem það er, virða ákvörðunarrétt einstaklinga og vinna að valdeflingu hvers og eins. Þetta eru allt eðlilegar kröfur og leiðandi í samskiptum í heilbrigðiskerfinu í dag, hvort sem um er að ræða skaðaminnkun eða meðferð til lækninga. Svo er einnig hjá SÁÁ. Er mismunun einstaklinga eftir því hvert val þeirra er? Þegar einstaklingur hefur tekið ákvörðun um að hætta neyslu áfengis eða annarra vímuefna og þarf til þess aðstoð, þá er slæmt að valið standi honum ekki opið. Það þurfa að vera opnar dyr, tækifæri til inngripa og meðferðar, þar sem einstaklingurinn tekur ábyrgð á sjúkdómi og bata við honum. Ef ekki kæmi til stuðningur ykkar við SÁÁ, væri þjónusta okkar umtalsvert minni þrátt fyrir augljósa þörf fyrir það sem gert er í dag. Helst af öllu vildum við geta gert betur, sinnt fleirum og sinnt þeim fyrr, útrýmt biðlista á Vog og aukið til muna meðferð og möguleika í göngudeildum. Á meðan stuðningurinn er til staðar, höldum við áfram að gera okkar besta fyrir fólk með fíknsjúkdóm og fjölskyldur þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Takk fyrir að styðja okkur hjá SÁÁ til þess að taka á móti einstaklingum og fjölskyldum, sem leita aðstoðar okkar vegna vanda af áfengi og öðrum vímuefnum. Með ykkar aðstoð getum við veitt 30% meiri þjónustu en ríkið greiðir fyrir með samningum Sjúkratrygginga Íslands. Hjá SÁÁ bjóðast margs konar inngrip allt frá viðtölum, kynningum og meðferð í göngudeildum, í inniliggjandi meðferð við fíknsjúkdómi til mislangs tíma. Úrræðin eru einstaklingsmiðuð og meðferðarlínur eru sérhæfðar eftir aldri, kyni og mismunandi neyslu. Sjúkrahúsvist á Vogi er meðal annars með lyfjameðferðum, afeitrun, skimunum smitsjúkdóma og meðferða þeirra, upphaf sálfélagslegrar meðferðar og einstaklingsbundin áætlun um næsta skref. Allt frá skaðaminnkun í markvissa bataáætlun. Á Vog vilja miklu fleiri koma en við ráðum við að sinna. Því miður er það svo. Það eru þung skref að taka ákvörðun um að biðja um inniliggjandi meðferð við fíknsjúkdómi. Það er alltaf aðdragandi að því, endurteknar tilraunir á eigin spýtur og með öðru fagfólki eins og heimilislækni, sálfræðingi, félagsráðgjafa og fleirum. Sjúkrahúsið Vogur er fjársvelt heilbrigðisstofnun, sem ætti þó að fá svigrúm til miklu meiri af kasta. Þörfin er til staðar. Eftirspurnin er til staðar. Það er ungt fólk sem hefur væntingar og skyldur sem biður um aðstoð, það þarf að sinna því. Vaxandi hópur eldri einstaklinga hefur knýjandi þörf fyrir aðstoð. Í nútíma velferðarþjónustu er mikið talað um að mæta fólki þar sem það er, virða ákvörðunarrétt einstaklinga og vinna að valdeflingu hvers og eins. Þetta eru allt eðlilegar kröfur og leiðandi í samskiptum í heilbrigðiskerfinu í dag, hvort sem um er að ræða skaðaminnkun eða meðferð til lækninga. Svo er einnig hjá SÁÁ. Er mismunun einstaklinga eftir því hvert val þeirra er? Þegar einstaklingur hefur tekið ákvörðun um að hætta neyslu áfengis eða annarra vímuefna og þarf til þess aðstoð, þá er slæmt að valið standi honum ekki opið. Það þurfa að vera opnar dyr, tækifæri til inngripa og meðferðar, þar sem einstaklingurinn tekur ábyrgð á sjúkdómi og bata við honum. Ef ekki kæmi til stuðningur ykkar við SÁÁ, væri þjónusta okkar umtalsvert minni þrátt fyrir augljósa þörf fyrir það sem gert er í dag. Helst af öllu vildum við geta gert betur, sinnt fleirum og sinnt þeim fyrr, útrýmt biðlista á Vog og aukið til muna meðferð og möguleika í göngudeildum. Á meðan stuðningurinn er til staðar, höldum við áfram að gera okkar besta fyrir fólk með fíknsjúkdóm og fjölskyldur þeirra.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar