Klopp ræddi Messi: Af hverju gerðir þú þetta? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2019 13:30 Jürgen Klopp og Lionel Messi eftir fyrri leikinn. Getty/Andrew Powell Lionel Messi var örlagavaldur Liverpool í fyrri leik Barcelona og Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en tvö mörk hans undir lok fyrri leiksins á Nývangi gerði verkefni Liverpool á Anfield nánast ómögulegt. Barcelona vann 3-0 og Liverpool þarf því að skora fjögur mörk í kvöld til þess að komast áfram í úrslitaleikinn á móti annaðhvort Ajax eða Tottenham. Messi hafði heppnina með sér í fyrra marki sínu en í því síðara sýndi hann snilli sína með því að skora frábær mark beint úr aukapyrnu af um 32 metra færi. Liverpool tekur á móti Barcelona klukkan 19.00 í kvöld en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.30. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í Lionel Messi á blaðamannafundi fyrir leikinn og þá sérstaklega út í það hvað hann sagði við argentínska snillinginn í leikslok á Nývangi."Why did you do that?!" Jurgen Klopp says he had a question for Lionel Messi at full-time last weekhttps://t.co/k0nzfxr5yCpic.twitter.com/Kkbe3hMw9U — Mirror Football (@MirrorFootball) May 6, 2019 Klopp faðmaði Messi í leikslok og margir vildu fá að vita hvað fór þeim á milli. „Þú talaðir við Messi eftir leikinn í Barcelona. Ég var að velta því fyrir mér hvað þú sagði við hann,“ spurði einn blaðamaður á fundunum. „Ég veit ekki hvað ég sagði við hann eða hvort ég sagði eitthvað,“ svaraði Jürgen Klopp sem var léttur á því eins og oft áður. Hann sagði að auðvitað gæti fólk farið að fylla í eyðurnar og ímyndað sér hvað hann sagði við Lionel Messi á þessum tímapunkti.Klopp asked if he spoke to Messi at Camp Nou. "I don't know if I said something, really. At that moment, I might have said 'why did you do that?!'" #LFC — Neil Jones (@neiljonesgoal) May 6, 2019Hann grínaðist síðan aðeins með það sem hann gæti hafa sagt við Messi: „Af hverju gerðir þú þetta?,“ sagði Klopp í léttum tón en tók það síðan strax fram að hann hefði ekki sagt neitt við Argentínumanninn. Klopp fór ekkert út í það hvað Liverpool ætlaði að gera til að stoppa Lionel Messi heldur talaði bara almennt um markmið liðsins. „Það lítur út fyrir að við þurfum að spila fullkominn leik til að vinna þá og við munum reyna það. Tökum eitt skref fyrir í einu,“ sagði Klopp. „Við þurfum að búa til rétta andrúmsloftið og nýta okkur það. Við þurfum að halda upp á þessa stund með góðum fótbolta. Þetta á að vera fótbolta partý. Við drekkum ekki áfengi á meðan leik stendur og gleðjumst því frekar með góðum fótbolta,“ sagði Klopp.Jürgen Klopp og Lionel Messi.Getty/Chris Brunskill Meistaradeild Evrópu Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já Sjá meira
Lionel Messi var örlagavaldur Liverpool í fyrri leik Barcelona og Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en tvö mörk hans undir lok fyrri leiksins á Nývangi gerði verkefni Liverpool á Anfield nánast ómögulegt. Barcelona vann 3-0 og Liverpool þarf því að skora fjögur mörk í kvöld til þess að komast áfram í úrslitaleikinn á móti annaðhvort Ajax eða Tottenham. Messi hafði heppnina með sér í fyrra marki sínu en í því síðara sýndi hann snilli sína með því að skora frábær mark beint úr aukapyrnu af um 32 metra færi. Liverpool tekur á móti Barcelona klukkan 19.00 í kvöld en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.30. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í Lionel Messi á blaðamannafundi fyrir leikinn og þá sérstaklega út í það hvað hann sagði við argentínska snillinginn í leikslok á Nývangi."Why did you do that?!" Jurgen Klopp says he had a question for Lionel Messi at full-time last weekhttps://t.co/k0nzfxr5yCpic.twitter.com/Kkbe3hMw9U — Mirror Football (@MirrorFootball) May 6, 2019 Klopp faðmaði Messi í leikslok og margir vildu fá að vita hvað fór þeim á milli. „Þú talaðir við Messi eftir leikinn í Barcelona. Ég var að velta því fyrir mér hvað þú sagði við hann,“ spurði einn blaðamaður á fundunum. „Ég veit ekki hvað ég sagði við hann eða hvort ég sagði eitthvað,“ svaraði Jürgen Klopp sem var léttur á því eins og oft áður. Hann sagði að auðvitað gæti fólk farið að fylla í eyðurnar og ímyndað sér hvað hann sagði við Lionel Messi á þessum tímapunkti.Klopp asked if he spoke to Messi at Camp Nou. "I don't know if I said something, really. At that moment, I might have said 'why did you do that?!'" #LFC — Neil Jones (@neiljonesgoal) May 6, 2019Hann grínaðist síðan aðeins með það sem hann gæti hafa sagt við Messi: „Af hverju gerðir þú þetta?,“ sagði Klopp í léttum tón en tók það síðan strax fram að hann hefði ekki sagt neitt við Argentínumanninn. Klopp fór ekkert út í það hvað Liverpool ætlaði að gera til að stoppa Lionel Messi heldur talaði bara almennt um markmið liðsins. „Það lítur út fyrir að við þurfum að spila fullkominn leik til að vinna þá og við munum reyna það. Tökum eitt skref fyrir í einu,“ sagði Klopp. „Við þurfum að búa til rétta andrúmsloftið og nýta okkur það. Við þurfum að halda upp á þessa stund með góðum fótbolta. Þetta á að vera fótbolta partý. Við drekkum ekki áfengi á meðan leik stendur og gleðjumst því frekar með góðum fótbolta,“ sagði Klopp.Jürgen Klopp og Lionel Messi.Getty/Chris Brunskill
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já Sjá meira