Klopp ræddi Messi: Af hverju gerðir þú þetta? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2019 13:30 Jürgen Klopp og Lionel Messi eftir fyrri leikinn. Getty/Andrew Powell Lionel Messi var örlagavaldur Liverpool í fyrri leik Barcelona og Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en tvö mörk hans undir lok fyrri leiksins á Nývangi gerði verkefni Liverpool á Anfield nánast ómögulegt. Barcelona vann 3-0 og Liverpool þarf því að skora fjögur mörk í kvöld til þess að komast áfram í úrslitaleikinn á móti annaðhvort Ajax eða Tottenham. Messi hafði heppnina með sér í fyrra marki sínu en í því síðara sýndi hann snilli sína með því að skora frábær mark beint úr aukapyrnu af um 32 metra færi. Liverpool tekur á móti Barcelona klukkan 19.00 í kvöld en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.30. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í Lionel Messi á blaðamannafundi fyrir leikinn og þá sérstaklega út í það hvað hann sagði við argentínska snillinginn í leikslok á Nývangi."Why did you do that?!" Jurgen Klopp says he had a question for Lionel Messi at full-time last weekhttps://t.co/k0nzfxr5yCpic.twitter.com/Kkbe3hMw9U — Mirror Football (@MirrorFootball) May 6, 2019 Klopp faðmaði Messi í leikslok og margir vildu fá að vita hvað fór þeim á milli. „Þú talaðir við Messi eftir leikinn í Barcelona. Ég var að velta því fyrir mér hvað þú sagði við hann,“ spurði einn blaðamaður á fundunum. „Ég veit ekki hvað ég sagði við hann eða hvort ég sagði eitthvað,“ svaraði Jürgen Klopp sem var léttur á því eins og oft áður. Hann sagði að auðvitað gæti fólk farið að fylla í eyðurnar og ímyndað sér hvað hann sagði við Lionel Messi á þessum tímapunkti.Klopp asked if he spoke to Messi at Camp Nou. "I don't know if I said something, really. At that moment, I might have said 'why did you do that?!'" #LFC — Neil Jones (@neiljonesgoal) May 6, 2019Hann grínaðist síðan aðeins með það sem hann gæti hafa sagt við Messi: „Af hverju gerðir þú þetta?,“ sagði Klopp í léttum tón en tók það síðan strax fram að hann hefði ekki sagt neitt við Argentínumanninn. Klopp fór ekkert út í það hvað Liverpool ætlaði að gera til að stoppa Lionel Messi heldur talaði bara almennt um markmið liðsins. „Það lítur út fyrir að við þurfum að spila fullkominn leik til að vinna þá og við munum reyna það. Tökum eitt skref fyrir í einu,“ sagði Klopp. „Við þurfum að búa til rétta andrúmsloftið og nýta okkur það. Við þurfum að halda upp á þessa stund með góðum fótbolta. Þetta á að vera fótbolta partý. Við drekkum ekki áfengi á meðan leik stendur og gleðjumst því frekar með góðum fótbolta,“ sagði Klopp.Jürgen Klopp og Lionel Messi.Getty/Chris Brunskill Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fleiri fréttir Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira
Lionel Messi var örlagavaldur Liverpool í fyrri leik Barcelona og Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en tvö mörk hans undir lok fyrri leiksins á Nývangi gerði verkefni Liverpool á Anfield nánast ómögulegt. Barcelona vann 3-0 og Liverpool þarf því að skora fjögur mörk í kvöld til þess að komast áfram í úrslitaleikinn á móti annaðhvort Ajax eða Tottenham. Messi hafði heppnina með sér í fyrra marki sínu en í því síðara sýndi hann snilli sína með því að skora frábær mark beint úr aukapyrnu af um 32 metra færi. Liverpool tekur á móti Barcelona klukkan 19.00 í kvöld en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.30. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í Lionel Messi á blaðamannafundi fyrir leikinn og þá sérstaklega út í það hvað hann sagði við argentínska snillinginn í leikslok á Nývangi."Why did you do that?!" Jurgen Klopp says he had a question for Lionel Messi at full-time last weekhttps://t.co/k0nzfxr5yCpic.twitter.com/Kkbe3hMw9U — Mirror Football (@MirrorFootball) May 6, 2019 Klopp faðmaði Messi í leikslok og margir vildu fá að vita hvað fór þeim á milli. „Þú talaðir við Messi eftir leikinn í Barcelona. Ég var að velta því fyrir mér hvað þú sagði við hann,“ spurði einn blaðamaður á fundunum. „Ég veit ekki hvað ég sagði við hann eða hvort ég sagði eitthvað,“ svaraði Jürgen Klopp sem var léttur á því eins og oft áður. Hann sagði að auðvitað gæti fólk farið að fylla í eyðurnar og ímyndað sér hvað hann sagði við Lionel Messi á þessum tímapunkti.Klopp asked if he spoke to Messi at Camp Nou. "I don't know if I said something, really. At that moment, I might have said 'why did you do that?!'" #LFC — Neil Jones (@neiljonesgoal) May 6, 2019Hann grínaðist síðan aðeins með það sem hann gæti hafa sagt við Messi: „Af hverju gerðir þú þetta?,“ sagði Klopp í léttum tón en tók það síðan strax fram að hann hefði ekki sagt neitt við Argentínumanninn. Klopp fór ekkert út í það hvað Liverpool ætlaði að gera til að stoppa Lionel Messi heldur talaði bara almennt um markmið liðsins. „Það lítur út fyrir að við þurfum að spila fullkominn leik til að vinna þá og við munum reyna það. Tökum eitt skref fyrir í einu,“ sagði Klopp. „Við þurfum að búa til rétta andrúmsloftið og nýta okkur það. Við þurfum að halda upp á þessa stund með góðum fótbolta. Þetta á að vera fótbolta partý. Við drekkum ekki áfengi á meðan leik stendur og gleðjumst því frekar með góðum fótbolta,“ sagði Klopp.Jürgen Klopp og Lionel Messi.Getty/Chris Brunskill
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fleiri fréttir Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira