Ætla að tryggja að andstæðingar Ísraels skemmi ekki Eurovision Birgir Olgeirsson skrifar 7. maí 2019 11:34 Frá Tel Aviv þar sem keppnin er haldin í ár. Vísir/Getty Ísraelsk stjórnvöld munu ekki hika við að meina einstaklingum inngöngu í landið sem hafa í hyggju að trufla Eurovision-söngvakeppnina sem fer fram í Tel Aviv í næstu viku. Greint er frá þessu á vef breska dagblaðsins The Guardian en þar segir að Ísraelsmenn óttist að þeir sem eru andvígir stefnu þarlendra yfirvalda í varðandi Palestínumenn muni reyna að nýta sér Eurovision til að mótmæla því. BDS-hreyfingin, sem berst fyrir sniðgöngu á ísraelskum vörum í ljósi framgöngu þeirra gegn Palestínumönnum, hefur sakað ísraelsk stjórnvöld um að nota tónlist til að hvítþvo stefnu sína gagnvart Palestínumanna á Vesturbakkanum og á Gaza. Enginn af þeim 42 sem tryggðu sér þátttökurétt í Eurovison í forkeppnum í sínu landi hafa dregið sig úr keppni en skipuleggjendur hennar óttast að mótmælendur reyni að nýta hana til að koma boðskap sínum til skila til þeirra hundruð milljóna sem horfa á hana. „Þetta verður risa partí þar sem þúsundir taka þátt en við munum vera á verði til að tryggja að enginn komi hér til að trufla eða skemma,“ er haft eftir talsmanni utanríkisráðherra Ísraels, Emmanuel Nahshon, á vef Guardian. „Við viljum ekki meina neinum inngöngu í landið. En ef við vitum með vissu að einhver er á móti Ísrael og hefur það eitt á dagskrá að trufla viðburðinn þá munum við beita öllum löglegum aðferðum varðandi inngöngu,“ bætir Nahshon við. Sú sem hafði sigur í Eurovision í fyrra, Netta Barzilai, hefur gagnrýnt þá sem ætla að sniðganga keppnina. „Þetta er hátíð ljóss. Þeir sem ætla að sniðganga hátíð ljóss dreifa myrkri.“ Eurovision Ísrael Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Ísraelsk stjórnvöld munu ekki hika við að meina einstaklingum inngöngu í landið sem hafa í hyggju að trufla Eurovision-söngvakeppnina sem fer fram í Tel Aviv í næstu viku. Greint er frá þessu á vef breska dagblaðsins The Guardian en þar segir að Ísraelsmenn óttist að þeir sem eru andvígir stefnu þarlendra yfirvalda í varðandi Palestínumenn muni reyna að nýta sér Eurovision til að mótmæla því. BDS-hreyfingin, sem berst fyrir sniðgöngu á ísraelskum vörum í ljósi framgöngu þeirra gegn Palestínumönnum, hefur sakað ísraelsk stjórnvöld um að nota tónlist til að hvítþvo stefnu sína gagnvart Palestínumanna á Vesturbakkanum og á Gaza. Enginn af þeim 42 sem tryggðu sér þátttökurétt í Eurovison í forkeppnum í sínu landi hafa dregið sig úr keppni en skipuleggjendur hennar óttast að mótmælendur reyni að nýta hana til að koma boðskap sínum til skila til þeirra hundruð milljóna sem horfa á hana. „Þetta verður risa partí þar sem þúsundir taka þátt en við munum vera á verði til að tryggja að enginn komi hér til að trufla eða skemma,“ er haft eftir talsmanni utanríkisráðherra Ísraels, Emmanuel Nahshon, á vef Guardian. „Við viljum ekki meina neinum inngöngu í landið. En ef við vitum með vissu að einhver er á móti Ísrael og hefur það eitt á dagskrá að trufla viðburðinn þá munum við beita öllum löglegum aðferðum varðandi inngöngu,“ bætir Nahshon við. Sú sem hafði sigur í Eurovision í fyrra, Netta Barzilai, hefur gagnrýnt þá sem ætla að sniðganga keppnina. „Þetta er hátíð ljóss. Þeir sem ætla að sniðganga hátíð ljóss dreifa myrkri.“
Eurovision Ísrael Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira