Ætla að tryggja að andstæðingar Ísraels skemmi ekki Eurovision Birgir Olgeirsson skrifar 7. maí 2019 11:34 Frá Tel Aviv þar sem keppnin er haldin í ár. Vísir/Getty Ísraelsk stjórnvöld munu ekki hika við að meina einstaklingum inngöngu í landið sem hafa í hyggju að trufla Eurovision-söngvakeppnina sem fer fram í Tel Aviv í næstu viku. Greint er frá þessu á vef breska dagblaðsins The Guardian en þar segir að Ísraelsmenn óttist að þeir sem eru andvígir stefnu þarlendra yfirvalda í varðandi Palestínumenn muni reyna að nýta sér Eurovision til að mótmæla því. BDS-hreyfingin, sem berst fyrir sniðgöngu á ísraelskum vörum í ljósi framgöngu þeirra gegn Palestínumönnum, hefur sakað ísraelsk stjórnvöld um að nota tónlist til að hvítþvo stefnu sína gagnvart Palestínumanna á Vesturbakkanum og á Gaza. Enginn af þeim 42 sem tryggðu sér þátttökurétt í Eurovison í forkeppnum í sínu landi hafa dregið sig úr keppni en skipuleggjendur hennar óttast að mótmælendur reyni að nýta hana til að koma boðskap sínum til skila til þeirra hundruð milljóna sem horfa á hana. „Þetta verður risa partí þar sem þúsundir taka þátt en við munum vera á verði til að tryggja að enginn komi hér til að trufla eða skemma,“ er haft eftir talsmanni utanríkisráðherra Ísraels, Emmanuel Nahshon, á vef Guardian. „Við viljum ekki meina neinum inngöngu í landið. En ef við vitum með vissu að einhver er á móti Ísrael og hefur það eitt á dagskrá að trufla viðburðinn þá munum við beita öllum löglegum aðferðum varðandi inngöngu,“ bætir Nahshon við. Sú sem hafði sigur í Eurovision í fyrra, Netta Barzilai, hefur gagnrýnt þá sem ætla að sniðganga keppnina. „Þetta er hátíð ljóss. Þeir sem ætla að sniðganga hátíð ljóss dreifa myrkri.“ Eurovision Ísrael Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Ísraelsk stjórnvöld munu ekki hika við að meina einstaklingum inngöngu í landið sem hafa í hyggju að trufla Eurovision-söngvakeppnina sem fer fram í Tel Aviv í næstu viku. Greint er frá þessu á vef breska dagblaðsins The Guardian en þar segir að Ísraelsmenn óttist að þeir sem eru andvígir stefnu þarlendra yfirvalda í varðandi Palestínumenn muni reyna að nýta sér Eurovision til að mótmæla því. BDS-hreyfingin, sem berst fyrir sniðgöngu á ísraelskum vörum í ljósi framgöngu þeirra gegn Palestínumönnum, hefur sakað ísraelsk stjórnvöld um að nota tónlist til að hvítþvo stefnu sína gagnvart Palestínumanna á Vesturbakkanum og á Gaza. Enginn af þeim 42 sem tryggðu sér þátttökurétt í Eurovison í forkeppnum í sínu landi hafa dregið sig úr keppni en skipuleggjendur hennar óttast að mótmælendur reyni að nýta hana til að koma boðskap sínum til skila til þeirra hundruð milljóna sem horfa á hana. „Þetta verður risa partí þar sem þúsundir taka þátt en við munum vera á verði til að tryggja að enginn komi hér til að trufla eða skemma,“ er haft eftir talsmanni utanríkisráðherra Ísraels, Emmanuel Nahshon, á vef Guardian. „Við viljum ekki meina neinum inngöngu í landið. En ef við vitum með vissu að einhver er á móti Ísrael og hefur það eitt á dagskrá að trufla viðburðinn þá munum við beita öllum löglegum aðferðum varðandi inngöngu,“ bætir Nahshon við. Sú sem hafði sigur í Eurovision í fyrra, Netta Barzilai, hefur gagnrýnt þá sem ætla að sniðganga keppnina. „Þetta er hátíð ljóss. Þeir sem ætla að sniðganga hátíð ljóss dreifa myrkri.“
Eurovision Ísrael Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira