Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. maí 2019 07:59 Vincent Tan á leik Cardiff í maí í fyrra. Getty/Nathan Munkley Samningar dótturfélags malasíska fjárfestingafélagsins Berjaya Corporation um kaup á 80% hlut í Icelandair Hotels eru á lokametrunum. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. Stofnandi fjárfestingafélagsins er malasíski viðskiptajöfurinn Vincent Tan, eigandi breska knattspyrnufélagsins Cardiff City. Icelandair ákvað í maí í fyrra að hefja söluferli á Icelandair Hotels og fasteignum sem tilheyra hótelrekstrinum. Mun Icelandair nú selja 80% hlut sinn í félaginu og halda eftir fimmtungshlut í því, að því er fram kemur í frétt Morgunblaðsins. Í byrjun apríl var greint frá því að viðræður um sölu á hótelkeðjunni væru á lokastigi en ekki var þó gefið upp við hvern Icelandair Group ætti í viðræðum við. Icelandair Hotels reka hótelin Reykjavík Natura, Reykjavík Marina og hótel á Akureyri, Flúðum, Vík, Mývatni, Borgarnesi og í Héraði. Í febrúar var greint frá því að dótturfélag Berjaya Corporations væri að ganga frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. Heildarvirði þess samnings nemur tæplega 14 milljónum dala eða jafnvirði um 1.670 milljóna króna. Ferðamennska á Íslandi Icelandair Tengdar fréttir Sala Icelandair Hotels á lokastigi Icelandair Group stefnir á að eiga áfram 20 prósent hlut í dótturfélagi þess, Icelandair Hotels, sem nú er í söluferli. Ákveðið hefur verið að ganga til lokasamningaviðræðna um sölu á hótelkeðjunni. 3. apríl 2019 16:07 Miklar breytingar á skipulagi Icelandair og sala á Iceland Travel í bígerð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair og annarra félaga, tilkynnti í dag um talsverðar breytingar á skipulagi félagsins. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að hefja undirbúning á sölu á ferðaskrifstofunni Iceland Travel. 6. febrúar 2019 12:51 Tilboðum í Icelandair Hotels skilað í vikulok Fjárfestar sem fóru áfram í aðra umferð söluferlisins á Icelandair Hotels, dótturfélagi Icelandair Group, hafa frest fram til 1. mars næstkomandi til að skila inn skuldbindandi tilboðum í hótelkeðjuna, samkvæmt heimildum Markaðarins. 27. febrúar 2019 08:30 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Sjá meira
Samningar dótturfélags malasíska fjárfestingafélagsins Berjaya Corporation um kaup á 80% hlut í Icelandair Hotels eru á lokametrunum. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. Stofnandi fjárfestingafélagsins er malasíski viðskiptajöfurinn Vincent Tan, eigandi breska knattspyrnufélagsins Cardiff City. Icelandair ákvað í maí í fyrra að hefja söluferli á Icelandair Hotels og fasteignum sem tilheyra hótelrekstrinum. Mun Icelandair nú selja 80% hlut sinn í félaginu og halda eftir fimmtungshlut í því, að því er fram kemur í frétt Morgunblaðsins. Í byrjun apríl var greint frá því að viðræður um sölu á hótelkeðjunni væru á lokastigi en ekki var þó gefið upp við hvern Icelandair Group ætti í viðræðum við. Icelandair Hotels reka hótelin Reykjavík Natura, Reykjavík Marina og hótel á Akureyri, Flúðum, Vík, Mývatni, Borgarnesi og í Héraði. Í febrúar var greint frá því að dótturfélag Berjaya Corporations væri að ganga frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. Heildarvirði þess samnings nemur tæplega 14 milljónum dala eða jafnvirði um 1.670 milljóna króna.
Ferðamennska á Íslandi Icelandair Tengdar fréttir Sala Icelandair Hotels á lokastigi Icelandair Group stefnir á að eiga áfram 20 prósent hlut í dótturfélagi þess, Icelandair Hotels, sem nú er í söluferli. Ákveðið hefur verið að ganga til lokasamningaviðræðna um sölu á hótelkeðjunni. 3. apríl 2019 16:07 Miklar breytingar á skipulagi Icelandair og sala á Iceland Travel í bígerð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair og annarra félaga, tilkynnti í dag um talsverðar breytingar á skipulagi félagsins. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að hefja undirbúning á sölu á ferðaskrifstofunni Iceland Travel. 6. febrúar 2019 12:51 Tilboðum í Icelandair Hotels skilað í vikulok Fjárfestar sem fóru áfram í aðra umferð söluferlisins á Icelandair Hotels, dótturfélagi Icelandair Group, hafa frest fram til 1. mars næstkomandi til að skila inn skuldbindandi tilboðum í hótelkeðjuna, samkvæmt heimildum Markaðarins. 27. febrúar 2019 08:30 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Sjá meira
Sala Icelandair Hotels á lokastigi Icelandair Group stefnir á að eiga áfram 20 prósent hlut í dótturfélagi þess, Icelandair Hotels, sem nú er í söluferli. Ákveðið hefur verið að ganga til lokasamningaviðræðna um sölu á hótelkeðjunni. 3. apríl 2019 16:07
Miklar breytingar á skipulagi Icelandair og sala á Iceland Travel í bígerð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair og annarra félaga, tilkynnti í dag um talsverðar breytingar á skipulagi félagsins. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að hefja undirbúning á sölu á ferðaskrifstofunni Iceland Travel. 6. febrúar 2019 12:51
Tilboðum í Icelandair Hotels skilað í vikulok Fjárfestar sem fóru áfram í aðra umferð söluferlisins á Icelandair Hotels, dótturfélagi Icelandair Group, hafa frest fram til 1. mars næstkomandi til að skila inn skuldbindandi tilboðum í hótelkeðjuna, samkvæmt heimildum Markaðarins. 27. febrúar 2019 08:30