Skammaði Breta fyrir mögulegt samstarf við Huawei Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2019 23:37 Mike Pompeo í London í dag. AP/Mandel Ngan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skammaði Breta, einhverja helstu bandamenn Bandaríkjanna, þegar hann flutti ræðu í London í dag, vegna mögulegrar samvinnu þeirra við Kína og tæknirisann Huawei. Bandaríkin hafa beðið bandamenn sína um að hætta að nota tækni frá Huawei við uppbyggingu 5G samskiptakerfa og hafa sakað fyrirtækið um að starfa með og fyrir leyniþjónustu Kína. Hann sagði yfirvöld Kína reglulega stela tækni fyrirtækja og yfirvalda í Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum og þá oft í gegnum netið og í hernaðarlegum tilgangi Ríkisstjórn landsins gæti samkvæmt lögum Kína, krafist aðgangs að gögnum sem flæða í gegnum kerfi Huawei og fyrirtækisins ZTE. Pompeo spurði af hverju nokkur aðili myndi veita ríkisstjórn, sem hafi þegar brotið af sér með afgerandi hætti á netheimum, þetta vald. Hann sagði að samband Breta og fyrirtækisins gæti komið niður á samvinnu ríkjanna í málefnum leyniþjónusta. Það væri þar að auki í hag Kínverja sem vilji reka fleyg á milli vestrænna bandamanna. Ráðherrann sagðist hafa trú á því að Bretar myndu ekki taka ákvörðun sem myndi ógna samvinnu þeirra við Bandaríkin. Forsvarsmenn Huawei segjast ekki starfa með leyniþjónustu Kína og engum stafi ógn af fyrirtækinu. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, sagði að ríkisstjórnin væri ekki búin að taka endanlega ákvörðun um aðkomu Huawei að uppbyggingu 5G samskiptakerfa þar í landi. Bandaríkin Bretland Huawei Kína Tengdar fréttir CIA sakar Huawei um njósnir Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur sakað Huawei um að þyggja fjármagn frá undirstofnunum varnarmálaráðuneytis Kína. 21. apríl 2019 10:27 Ákæra á hendur Huawei gæti tafið uppbyggingu 5G kerfa Vodafone Group í Evrópu hefur sett kaup á búnaði frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei í biðstöðu eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið höfðaði sakamál á hendur fyrirtækinu fyrir stórfelldan hugverkaþjófnað og brot á viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Ákvörðunin gæti haft áhrif á uppbyggingu á 5G kerfum hér á landi. 30. janúar 2019 19:30 Kínverskur risi í klandri Bandaríkin standa fyrir samstilltu átaki gegn kínverska tæknirisanum Huawei. Kínverjarnir eru sakaðir um njósnir fyrir hið opinbera, brot á viðskiptaþvingunum og hugverkaþjófnað. Þeir neita þó alfarið sök og stjórnvöld í Kína segja málið einfaldlega pólitískt. Það kemur á versta tíma fyrir Huawei sem tekur nú þátt í 5G-bylgjunni. 2. febrúar 2019 09:30 Huawei stefnir Bandaríkjastjórn vegna banns Bandarísk stjórnvöld bönnuðu alríkisstofnunum að nota búnað kínverska tæknirisans. Fyrirtækið telur lagaákvæði sem bannið byggir á stangast á við stjórnarskrá Bandaríkjanna. 7. mars 2019 07:30 Bretar gefa grænt ljós á 5G kerfi Huawei Theresa May forsætisráðherra Bretlands og meðráðherrar hennar hafa heimilað kínverska fjarskiptarisanum Huawei að taka þátt í uppbyggingu á fimmtu kynslóðar farsímakerfum (5G) í Bretlandi þrátt fyrir varnaðarorð stjórnvalda í Bandaríkjunum um að það gæti stefnt samvinnu ríkjanna í öryggis- og varnarmálum í uppnám. 24. apríl 2019 14:00 Huawei fagnar afstöðu ESB Ríkjum Evrópusambandsins verður gert skylt að deila gögnum sín á milli um netöryggisógnir við uppbyggingu 5G-farsímanetkerfis og þannig móta stefnu í hvernig á að takast á við slíkar ógnir fyrir lok árs. 27. mars 2019 06:15 Stjórnvöld í Kanada tilbúin að framselja fjármálastjóra Huawei til Bandaríkjanna Lokaákvörðun um framsal verður í höndum dómstóla í Kanada. 1. mars 2019 19:37 Setja kaup á frekari búnaði frá Huawei í biðstöðu Vodafone Group hefur sett kaup á frekari búnaði frá Huawei í biðstöðu eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið höfðaði sakamál á hendur fyrirtækinu fyrir stórfelldan hugverkaþjófnað og brot á viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Þá hefur BT Group fjarlægt búnað Huawei úr farsímakerfum sínum í Bretlandi. 30. janúar 2019 12:15 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skammaði Breta, einhverja helstu bandamenn Bandaríkjanna, þegar hann flutti ræðu í London í dag, vegna mögulegrar samvinnu þeirra við Kína og tæknirisann Huawei. Bandaríkin hafa beðið bandamenn sína um að hætta að nota tækni frá Huawei við uppbyggingu 5G samskiptakerfa og hafa sakað fyrirtækið um að starfa með og fyrir leyniþjónustu Kína. Hann sagði yfirvöld Kína reglulega stela tækni fyrirtækja og yfirvalda í Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum og þá oft í gegnum netið og í hernaðarlegum tilgangi Ríkisstjórn landsins gæti samkvæmt lögum Kína, krafist aðgangs að gögnum sem flæða í gegnum kerfi Huawei og fyrirtækisins ZTE. Pompeo spurði af hverju nokkur aðili myndi veita ríkisstjórn, sem hafi þegar brotið af sér með afgerandi hætti á netheimum, þetta vald. Hann sagði að samband Breta og fyrirtækisins gæti komið niður á samvinnu ríkjanna í málefnum leyniþjónusta. Það væri þar að auki í hag Kínverja sem vilji reka fleyg á milli vestrænna bandamanna. Ráðherrann sagðist hafa trú á því að Bretar myndu ekki taka ákvörðun sem myndi ógna samvinnu þeirra við Bandaríkin. Forsvarsmenn Huawei segjast ekki starfa með leyniþjónustu Kína og engum stafi ógn af fyrirtækinu. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, sagði að ríkisstjórnin væri ekki búin að taka endanlega ákvörðun um aðkomu Huawei að uppbyggingu 5G samskiptakerfa þar í landi.
Bandaríkin Bretland Huawei Kína Tengdar fréttir CIA sakar Huawei um njósnir Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur sakað Huawei um að þyggja fjármagn frá undirstofnunum varnarmálaráðuneytis Kína. 21. apríl 2019 10:27 Ákæra á hendur Huawei gæti tafið uppbyggingu 5G kerfa Vodafone Group í Evrópu hefur sett kaup á búnaði frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei í biðstöðu eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið höfðaði sakamál á hendur fyrirtækinu fyrir stórfelldan hugverkaþjófnað og brot á viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Ákvörðunin gæti haft áhrif á uppbyggingu á 5G kerfum hér á landi. 30. janúar 2019 19:30 Kínverskur risi í klandri Bandaríkin standa fyrir samstilltu átaki gegn kínverska tæknirisanum Huawei. Kínverjarnir eru sakaðir um njósnir fyrir hið opinbera, brot á viðskiptaþvingunum og hugverkaþjófnað. Þeir neita þó alfarið sök og stjórnvöld í Kína segja málið einfaldlega pólitískt. Það kemur á versta tíma fyrir Huawei sem tekur nú þátt í 5G-bylgjunni. 2. febrúar 2019 09:30 Huawei stefnir Bandaríkjastjórn vegna banns Bandarísk stjórnvöld bönnuðu alríkisstofnunum að nota búnað kínverska tæknirisans. Fyrirtækið telur lagaákvæði sem bannið byggir á stangast á við stjórnarskrá Bandaríkjanna. 7. mars 2019 07:30 Bretar gefa grænt ljós á 5G kerfi Huawei Theresa May forsætisráðherra Bretlands og meðráðherrar hennar hafa heimilað kínverska fjarskiptarisanum Huawei að taka þátt í uppbyggingu á fimmtu kynslóðar farsímakerfum (5G) í Bretlandi þrátt fyrir varnaðarorð stjórnvalda í Bandaríkjunum um að það gæti stefnt samvinnu ríkjanna í öryggis- og varnarmálum í uppnám. 24. apríl 2019 14:00 Huawei fagnar afstöðu ESB Ríkjum Evrópusambandsins verður gert skylt að deila gögnum sín á milli um netöryggisógnir við uppbyggingu 5G-farsímanetkerfis og þannig móta stefnu í hvernig á að takast á við slíkar ógnir fyrir lok árs. 27. mars 2019 06:15 Stjórnvöld í Kanada tilbúin að framselja fjármálastjóra Huawei til Bandaríkjanna Lokaákvörðun um framsal verður í höndum dómstóla í Kanada. 1. mars 2019 19:37 Setja kaup á frekari búnaði frá Huawei í biðstöðu Vodafone Group hefur sett kaup á frekari búnaði frá Huawei í biðstöðu eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið höfðaði sakamál á hendur fyrirtækinu fyrir stórfelldan hugverkaþjófnað og brot á viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Þá hefur BT Group fjarlægt búnað Huawei úr farsímakerfum sínum í Bretlandi. 30. janúar 2019 12:15 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
CIA sakar Huawei um njósnir Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur sakað Huawei um að þyggja fjármagn frá undirstofnunum varnarmálaráðuneytis Kína. 21. apríl 2019 10:27
Ákæra á hendur Huawei gæti tafið uppbyggingu 5G kerfa Vodafone Group í Evrópu hefur sett kaup á búnaði frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei í biðstöðu eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið höfðaði sakamál á hendur fyrirtækinu fyrir stórfelldan hugverkaþjófnað og brot á viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Ákvörðunin gæti haft áhrif á uppbyggingu á 5G kerfum hér á landi. 30. janúar 2019 19:30
Kínverskur risi í klandri Bandaríkin standa fyrir samstilltu átaki gegn kínverska tæknirisanum Huawei. Kínverjarnir eru sakaðir um njósnir fyrir hið opinbera, brot á viðskiptaþvingunum og hugverkaþjófnað. Þeir neita þó alfarið sök og stjórnvöld í Kína segja málið einfaldlega pólitískt. Það kemur á versta tíma fyrir Huawei sem tekur nú þátt í 5G-bylgjunni. 2. febrúar 2019 09:30
Huawei stefnir Bandaríkjastjórn vegna banns Bandarísk stjórnvöld bönnuðu alríkisstofnunum að nota búnað kínverska tæknirisans. Fyrirtækið telur lagaákvæði sem bannið byggir á stangast á við stjórnarskrá Bandaríkjanna. 7. mars 2019 07:30
Bretar gefa grænt ljós á 5G kerfi Huawei Theresa May forsætisráðherra Bretlands og meðráðherrar hennar hafa heimilað kínverska fjarskiptarisanum Huawei að taka þátt í uppbyggingu á fimmtu kynslóðar farsímakerfum (5G) í Bretlandi þrátt fyrir varnaðarorð stjórnvalda í Bandaríkjunum um að það gæti stefnt samvinnu ríkjanna í öryggis- og varnarmálum í uppnám. 24. apríl 2019 14:00
Huawei fagnar afstöðu ESB Ríkjum Evrópusambandsins verður gert skylt að deila gögnum sín á milli um netöryggisógnir við uppbyggingu 5G-farsímanetkerfis og þannig móta stefnu í hvernig á að takast á við slíkar ógnir fyrir lok árs. 27. mars 2019 06:15
Stjórnvöld í Kanada tilbúin að framselja fjármálastjóra Huawei til Bandaríkjanna Lokaákvörðun um framsal verður í höndum dómstóla í Kanada. 1. mars 2019 19:37
Setja kaup á frekari búnaði frá Huawei í biðstöðu Vodafone Group hefur sett kaup á frekari búnaði frá Huawei í biðstöðu eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið höfðaði sakamál á hendur fyrirtækinu fyrir stórfelldan hugverkaþjófnað og brot á viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Þá hefur BT Group fjarlægt búnað Huawei úr farsímakerfum sínum í Bretlandi. 30. janúar 2019 12:15