Hatari nýtti tímann og heimsótti Betlehem Ari Brynjólfsson skrifar 9. maí 2019 06:15 Meðlimir Hatara hafa í nógu að snúast í Ísrael en æft verður í dag. Fram undan er langur og strangur dagur fyrir meðlimi hljómsveitarinnar Hatara. Æft verður stíft í Expo-höllinni í Tel Avív í Ísrael. Er þetta önnur æfingin, en sú fyrsta fór fram á sunnudaginn. Samkvæmt upplýsingum innan úr herbúðum Hatara verður atriðið útfært nánar og verður nálægt því sem sjónvarpsáhorfendur fá að sjá þegar hljómsveitin keppir fyrir Íslands hönd í fyrri undanúrslitariðlinum á fimmtudaginn í næstu viku. Í gær var frjáls dagur og fékk hljómsveitin, ásamt öllu sínu fríða föruneyti, að slaka á og fara í skoðunarferðir. „Hatari fór í fróðlega ferð til Betlehem,“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvara Hatara. „Hópurinn vildi nýta tímann til að kynnast krókum og kimum samfélagsins, ræða við Ísraelsmenn og Palestínumenn, til að átta sig betur á þversagnakenndum raunveruleika landsins og komast nær sannleikanum.“ Eftir æfingar á morgun mun Hatari mæta á blaðamannafund. Blaðamönnum hefur fjölgað töluvert í Tel Avív síðustu daga og má búast við miklu fjölmenni á morgun. Meðlimir Hatara hafa vakið mikla athygli fyrir að vilja nota dagskrárvaldið til að ræða málefni Ísraels og Palestínumanna. Eftir að það barst í tal á síðasta blaðamannafundi var spyrlinum skipað af yfirboðurum sínum að ljúka fundinum. Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Ísrael Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fram undan er langur og strangur dagur fyrir meðlimi hljómsveitarinnar Hatara. Æft verður stíft í Expo-höllinni í Tel Avív í Ísrael. Er þetta önnur æfingin, en sú fyrsta fór fram á sunnudaginn. Samkvæmt upplýsingum innan úr herbúðum Hatara verður atriðið útfært nánar og verður nálægt því sem sjónvarpsáhorfendur fá að sjá þegar hljómsveitin keppir fyrir Íslands hönd í fyrri undanúrslitariðlinum á fimmtudaginn í næstu viku. Í gær var frjáls dagur og fékk hljómsveitin, ásamt öllu sínu fríða föruneyti, að slaka á og fara í skoðunarferðir. „Hatari fór í fróðlega ferð til Betlehem,“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvara Hatara. „Hópurinn vildi nýta tímann til að kynnast krókum og kimum samfélagsins, ræða við Ísraelsmenn og Palestínumenn, til að átta sig betur á þversagnakenndum raunveruleika landsins og komast nær sannleikanum.“ Eftir æfingar á morgun mun Hatari mæta á blaðamannafund. Blaðamönnum hefur fjölgað töluvert í Tel Avív síðustu daga og má búast við miklu fjölmenni á morgun. Meðlimir Hatara hafa vakið mikla athygli fyrir að vilja nota dagskrárvaldið til að ræða málefni Ísraels og Palestínumanna. Eftir að það barst í tal á síðasta blaðamannafundi var spyrlinum skipað af yfirboðurum sínum að ljúka fundinum.
Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Ísrael Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira