Forða því að handritin fuðri upp í flugslysi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. maí 2019 11:55 Hús íslenskunnar mun rísa á næstu þremur árum. Ekki var talið öruggt að hafa handritin á efri hæðum Húss íslenskunnar vegna nálægðar við Reykjavíkurflugvöll. Þetta kom fram í máli Guðrúnar Nordal, forstöðumanns Árnastofnunar, á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Guðrún sagði að búið væri að gera miklar rannsóknir á því hvernig væri best að koma handritunum fyrir í Húsi íslenskunnar sem taka á í notkun eftir um þrjú ár. „Það var til dæmis ekki talið öruggt að setja það á efri hæðirnar vegna þess að það er hætt við því að flugvél fljúgi á húsið því við erum svo nálægt flugvelli. Það er stór þáttur í því að hafa handritin niðri en ekki uppi,“ sagði Guðrún en leitað var til öryggisráðgjafa bæði hér heima og erlendis vegna þessa. Tilboði Ístaks sem tekið var hljóðar upp á 4,5 milljarða króna. Áfallinn kostnaður á verkefnið til dagsins í dag er 713 milljónir króna og við bætast svo áætlaðar verðlagsbreytingar út framkvæmdatímann upp á 371 milljón króna. Ýmis annar kostnaður bætist svo við framkvæmdina þannig að kostnaðaráætlunin nú hljóðar upp á alls 6,2 milljarða króna. Guðrún sagði það hafa verið vonbrigði hversu há tilboðin í verkið hefðu verið en mat markaðarins væri þetta. Þá væri um flókið hús að ræða. „Þetta er ekki venjulegt skrifstofuhús þar sem verða bara skrifstofur heldur þarf að byggja utan um handritin mikla geymslu. Það verður svona hús í húsinu og það verða líka miklar öryggiskröfur gerðar til sýningarinnar sjálfrar,“ sagði Guðrún en í húsinu verður sýning á handritunum sem hefur ekki verið hægt að bjóða upp á í langan tíma. Hún sagði að í grundvallaratriðum væri um sama hús að ræða og átti að byggja þegar skóflustungan var tekin árið 2013. Á fyrstu hæðinni, sem kölluð er almenningur, verður lifandi pláss þar sem sýningin á handritunum verður, bókasafn sem gengur upp eftir öllu húsinu, fyrirlestrasalur og veitingastaða. Á efri hæðum verður síðan starfsemi Háskóla Íslands, kennslurými og skrifstofur stofnunarinnar. Hlusta má á viðtalið við Guðrúnu í heild sinni á vef RÚV.Uppfært klukkan 15:17:Upphæðirnar sem fram komu í fréttinni um tilboð Ístaks og áætlaðan kostnað í fyrstu útgáfu hennar voru ekki réttar. Þetta hefur nú verið leiðrétt. Fréttir af flugi Handritasafn Árna Magnússonar Menning Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Ekki var talið öruggt að hafa handritin á efri hæðum Húss íslenskunnar vegna nálægðar við Reykjavíkurflugvöll. Þetta kom fram í máli Guðrúnar Nordal, forstöðumanns Árnastofnunar, á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Guðrún sagði að búið væri að gera miklar rannsóknir á því hvernig væri best að koma handritunum fyrir í Húsi íslenskunnar sem taka á í notkun eftir um þrjú ár. „Það var til dæmis ekki talið öruggt að setja það á efri hæðirnar vegna þess að það er hætt við því að flugvél fljúgi á húsið því við erum svo nálægt flugvelli. Það er stór þáttur í því að hafa handritin niðri en ekki uppi,“ sagði Guðrún en leitað var til öryggisráðgjafa bæði hér heima og erlendis vegna þessa. Tilboði Ístaks sem tekið var hljóðar upp á 4,5 milljarða króna. Áfallinn kostnaður á verkefnið til dagsins í dag er 713 milljónir króna og við bætast svo áætlaðar verðlagsbreytingar út framkvæmdatímann upp á 371 milljón króna. Ýmis annar kostnaður bætist svo við framkvæmdina þannig að kostnaðaráætlunin nú hljóðar upp á alls 6,2 milljarða króna. Guðrún sagði það hafa verið vonbrigði hversu há tilboðin í verkið hefðu verið en mat markaðarins væri þetta. Þá væri um flókið hús að ræða. „Þetta er ekki venjulegt skrifstofuhús þar sem verða bara skrifstofur heldur þarf að byggja utan um handritin mikla geymslu. Það verður svona hús í húsinu og það verða líka miklar öryggiskröfur gerðar til sýningarinnar sjálfrar,“ sagði Guðrún en í húsinu verður sýning á handritunum sem hefur ekki verið hægt að bjóða upp á í langan tíma. Hún sagði að í grundvallaratriðum væri um sama hús að ræða og átti að byggja þegar skóflustungan var tekin árið 2013. Á fyrstu hæðinni, sem kölluð er almenningur, verður lifandi pláss þar sem sýningin á handritunum verður, bókasafn sem gengur upp eftir öllu húsinu, fyrirlestrasalur og veitingastaða. Á efri hæðum verður síðan starfsemi Háskóla Íslands, kennslurými og skrifstofur stofnunarinnar. Hlusta má á viðtalið við Guðrúnu í heild sinni á vef RÚV.Uppfært klukkan 15:17:Upphæðirnar sem fram komu í fréttinni um tilboð Ístaks og áætlaðan kostnað í fyrstu útgáfu hennar voru ekki réttar. Þetta hefur nú verið leiðrétt.
Fréttir af flugi Handritasafn Árna Magnússonar Menning Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira